Fréttir

Fréttamynd

Þjófnaðir í gegnum heimabanka til rannsóknar

Lögreglan í Reykjavík rannsakar þjófnað upp á annan tug milljóna króna úr íslenskum heimabanka. Auðkennislykill sem bankarnir ætla að innleiða um áramót hefði komið í veg fyrir þjófnaðinn. Varasamt er að fara inn á heimabanka í tölvum sem fólk þekkir ekki eða í tölvum sem eru ekki með öflug njósna- og vírusvarnarforrit.

Innlent
Fréttamynd

Snjóflóðavarnir kynntar á Bolungarvík

Snjóflóðavarnargarður upp á 750 milljónir verður reistur við Bolungarvík á næstu tveimur til þremur árum. Hönnun og skipulag var kynnt fyrir bæjarbúum á fundi í gærkvöldi. Garðurinn verður 700 metra langur og hæðin mun samsvara átta hæða íbúðablokk. Grímur Atlason bæjarstjóri segir að með þessu sé tólf ára undirbúningsferli loks lokið.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagn allstaðar komið á á Egilsstöðum

Rafmagn er komið á allstaðar á Egilsstöðum. Rafmagn fór af öllum bænum rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar grafinn var í sundur háspennustrengur. Rafmagn komst fljótlega á aftur víðast í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Færri nýir fólksbílar

Nýskráning fólksbíla dróst saman um 27% í október miðað við sama mánuð í fyrra en 965 fólksbílar voru skráðir í síðastliðnum mánuði. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum KB banka. Bifreiðakaup landans höfðu vaxið nær stanslaust frá árinu 2003. Þau tóku hins vegar að dragast saman í apríl á þessu ári eftir gengislækkun krónunnar.

Innlent
Fréttamynd

Nota gæsluþyrlu við rjúpnaveiðieftirlit

Landhelgisgæslan hefur tekið að sér að aðstoða embætti ríkislögreglustjóra og sýslumannsembætti víðs vegar um landið við eftirlit með rjúpnaveiðum í þeim tilgangi að stuðla að markvissri framkvæmd laga og reglna um rjúpnaveiðar. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsleysi á Egilsstöðum

Rafmagnslaust er enn á litlu svæði syðst á Egilsstöðum. Rafmagn fór af öllum bænum rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar grafinn var í sundur háspennustrengur. Rafmagn kom þó aftur á víðast hvar skömmu síðar. Verið er að vinna að viðgerð við spennustöðina við Kaupvang og er vonast til þess að rafmagn verði komið á innan klukkustundar.

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu Napólí og deyðu

Lögreglan í Napólí, á Ítalíu, handtók í dag þrjátíu og, tvo menn, í fyrstu stóraðgerð sinni til þess að binda enda á morðöldu sem gengið hefur yfir borgina undanfarna mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Hart deilt á félagsmálaráðherra vegna launamunar

Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.

Innlent
Fréttamynd

Skothríð í Danmörku

Danska lögreglan hefur beitt skotvopnum sínum mun oftar á þessu ári, en undanfarin ár. Það sem af er árinu hefur verið hleypt af níutíu skotum.

Erlent
Fréttamynd

Uppsagnir í kauphöllinni í New York

Kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum ætlar að segja upp 17 prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins eða um 500 manns. Þetta eru einhverjar viðamestu uppsagnir innan fyrirtækisins síðan árið 1991. Ástæðan er aukin sjálfvirkni í kjölfar yfirtöku NYSE á rafræna hlutabréfamarkaðnum Archipelago Holdings Inc.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Móðir Parísar stolt af klámmyndbandinu

Móðir Parísar Hilton er stolt af öllu sem hún hefur gert, einnig klámmyndbandinu sem fór á netið, ef marka má nýja ævisögu hennar sem Jerry nokkur Oppenheimer skráði.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið setur Tyrkjum úrslitakosti

Evrópusambandið hefur gefið Tyrkjum frest fram í miðjan desember til þess að opna hafnir sínar fyrir skipum frá Kýpur, eða taka þeim afleiðingum sem áframhaldandi hafnbann hefði á aðildarumsókn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Segir Bandaríkjastjórn áfram stefna að öryggi í Írak

Zalmey Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, fullvissaði í dag írakska stjórnmálamenn um að George Bush Bandaríkjaforseti stefndi áfram að því að tryggja öryggi í Írak og að hann myndi vinna með demókrötum að því markmiði. Þessi orð lét hann falla í kjölfar sigurs demókrata í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær, en kosningarnar þóttu um margt mælikvarði á stuðning Bandaríkjamanna við aðgerðirnar í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir sækja um embætti skattrannsóknarstjóra

Fjórir sóttu um embætti skattrannsóknarstjóra sem auglýst var laus á dögunum. Það eru Bryndís Kristjánsdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs embættis skattrannsóknarstjóra, Gísli H. Sverrisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flutningadeildar varnarliðsins, Guðrún Björg Bragadóttir skattstjóri og og Guðrún Jenný Jónsdóttir, deildarstjóri úrskurðardeildar réttarsviðs ríkisskattstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Þrennt hálshöggvið í Saudi-Arabíu

Þrír Pakistanar, voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu, í dag, fyrir smygl á fíkniefnum. Þetta voru tvær konur og einn karlmaður. Þau voru hálshöggvin á almannafæri.

Erlent
Fréttamynd

Fimm fyrirtæki styrkja UNICEF um 60 milljónir króna

Fimm fyrirtæki munu á morgun skrifa undir þriggja ára styrktarsamning við UNICEF á Íslandi sem samtals hljóðar upp á 60 milljónir króna. Fyrirtækin eru Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip og með samningnum styrkja þau stoðir Barnahjálparinnar á Íslandi og gera samtökunum kleift að auka fjáröflunarstarf sitt til muna, eins og segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Spennið beltin og kveikið ykkur í sígarettu

"Við viljum minna farþega á að það er leyfilegt að reykja í þessu flugi". Þannig hljóðar kynningin hjá nýju þýsku flugfélagi, sem hefur fengið nafnið Smokers International Airways.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir kókaínsmygl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að flytja inn tæp sjö hundruð grömm af kókaín til landsins í mars á þessu ári sem ætluð voru til söludreifingar.

Innlent
Fréttamynd

Baugur og félagar ljúka 77 milljarða króna yfirtöku á HOF

Baugur og meðfjárfestar greiða samtals um 77 milljarða króna fyrir bresku verslunarkeðjuna House of Fraiser en yfirtöku á öllu hlutfé félagsins lauk í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að tilboði upp á 148 pens á hlut hafi verið tekið í byrjun síðasta mánaðar en inni í heildarkaupverði er heildarfjármögnun skulda félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Plastpokar bannaðir

Zanzibar hefur bannað plastpoka, til þess að vernda umhverfið. Háar sektir, og jafnvel fangelsi, liggur við því að framleiða, flytja inn eða selja plastpoka.

Erlent
Fréttamynd

Ráðherra sakaður um lygar í tengslum við Landsvirkjun

Þingmenn úr stjórnarandstöðunni sökuðu Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag um að segja ósatt í tengslum við áform ríkisstjórnarinnar um að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum Landsvirkjunar. Ráðherra sakaði þingmennina hins vegar um orðbólgu í umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Rússar tvöfalda verð á gasi til Georgíu

Forsætisráðherra Georgíu sakaði Rússa í dag um pólitíska kúgun, vegna ákvörðunar um að meira en tvöfalda verð á gasi sem Rússar selja til landsins. Slík hækkun myndi leggja efnahag Georgíu í rúst.

Erlent
Fréttamynd

Michael Jackson snýr aftur á sviðið

Michael Jackson mun snúa aftur og flytja lög af albúminu "Thriller" á tónlistarhátíð í Lundúnum um miðjan þennan mánuð. Jackson mun þar taka við viðurkenningu fyrir að hafa selt meira en eitthundrað milljón plötur á ferli sínum.

Erlent
Fréttamynd

Á ríflega tvöföldum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum

Nærri 160 ökumenn voru myndaðir vegna hraðaksturs í Hvalfjarðargöngunum um síðustu helgi samkvæmt lögreglunni í Reykjavík. Meðalhraði hinna brotlegu var 89 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók mældist á 146 km hraða sem er ríflega tvöfaldur hámarkshraði. Viðurlög fyrir slíkan ofsaakstur eru 70 þúsund króna sekt og ökuleyfissvipting til þriggja mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Innflytjendur eru fólk, ekki vinnuafl

Innflytjendur eru fólk, ekki vinnuafl, og þeir eru sárir eftir neikvæða umræðu í þeirra garð síðustu daga. Þetta segir Amal Tamimi, fræðslufulltrúi Alþjóðahúss. Á sama tíma fagna frjálslyndir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að takmarka komu innflytjenda frá Búlgaríu og Rúmeníu til Íslands þegar löndin ganga í Evrópusambandið um næstu áramót.

Innlent