Fréttir Best búið að mæðrum og börnum í Svíþjóð Svíþjóð er besta land í heimi fyrir mæður og börn þeirra samkvæmt nýrri skýrslu sem samtökin Barnaheill á Íslandi kynntu í dag. Mikill munur er á því hvernig búið er að mæðrum og börnum þeirra í löndum heimsins en Ísland er með hvað lægstu dánartíðni nýbura í heiminum. Innlent 9.5.2006 21:06 Spáir áframhaldandi hækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands komi til með að hækka stýrivexti sína um 0,5% á fimmtudaginn í næstu viku. Greiningardeildin telur verulega þörf á hækkuninni þar sem Seðlabankinn sé enn langt frá verðbólgumarkmiðum sínum. Innlent 9.5.2006 17:59 Mannætan fékk ævilangt fangelsi Rúmlega fertugur Þjóðverji var í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða og éta jafnaldra sinn. Erlent 9.5.2006 18:15 Tap á rekstri Dagsbrúnar Nær 200 milljóna króna tap var af rekstri Dagsbrúnar eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins. Á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var nær 200 milljóna króna hagnaður. Innlent 9.5.2006 17:23 Sjálfstæðismenn fengju 67 prósent atkvæða Sjálfstæðismenn fengju atkvæði tveggja af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ ef kosið væri nú. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Innlent 9.5.2006 19:15 Samkomulag um álver í mánuðinum Stefnt er að undirritun rammasamkomulags um álver í Helguvík síðar í þessum mánuði og gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Orkuveita Reykjavíkur telur sig geta útvegað næga raforku til að álverið geti tekið til starfa árið 2010. Innlent 9.5.2006 19:06 Námaverkamönnunum loks bjargað Tveir ástralskir verkamenn sem setið höfðu fastir í gullnámu í hartnær hálfan mánuð sluppu loks úr prísund sinni í morgun. Þeir voru glorhungraðir þegar þeir komu upp úr námunni en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Erlent 9.5.2006 18:12 Vill lyfjainnfluting af hálfu ríkisins lagist lyfjaverð ekki Formaður lyfjagreiðslunefndar telur að ríkið ætti að taka upp innflutning á lyfjum að nýju, fari lyfjaheildsalar og framleiðendur ekki að taka upp breytta stefnu í sambandi við lyfjaverð. Innlent 9.5.2006 18:47 Úthluta peningum hreppsins til íbúa Skilmannahreppur hefur boðið hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr búsetusjóði hreppsins til þess að fegra umhverfið. Er þetta gert nú, fyrir sveitarstjórnarkosningar, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum. Innlent 9.5.2006 18:41 Aðeins 30 prósent styðja Verkamannaflokkinn Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, að greina ekki frá hvenær hann hyggst láta af embætti. Skoðanakannanir benda til að Verkamannaflokkurinn hafi ekki verið óvinsælli síðan 1992. Erlent 9.5.2006 18:09 Vandi við verðhrun fasteigna Verðlækkun á húsnæði getur haft uggvænleg áhrif á skuldsett heimili og telur Ráðgjafarstöð um fjármál heimilanna að afar margir standi tæpt. Seðlabankinn hefur bent á að þetta sé stærsta áhyggjuefni heimilisfjármála og ekki sé óalgengt að fasteignaverð lækki um fimmtán til tuttugu prósent í kjölfar mikilla hækkana eins og verið hafa undanfarið. Dæmi séu einnig um allt að 50 prósenta verðlækkun. Innlent 9.5.2006 18:43 Íbúum boðið frítt í sund Íbúum Reykjanesbæjar er boðið í sund milli 13 og 17 næsta laugardag. Þá verður opnuð ný 50 metra löng innilaug og vatnaveröld í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Af því tilefni bjóða Reykjanesbær og Fasteign hf öllum íbúum frítt í sund. Innlent 9.5.2006 17:17 Búist við að það dragi áfram úr innflutningi Búast má við því að það haldi áfram að draga úr innflutningi á neysluvörum. Verulega dró úr innflutningi á bílum, sjónvörpum og fleiri neysluvörum í aprílmánuði. Innlent 9.5.2006 17:54 Skóflustunga tekin að nýrri sundmiðstöð í Hafnarfirði Skóflustunga að nýrri sundmiðstöð í Hafnarfirði var tekin í dag. Formaður byggingaráðs bæjarins segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir Hafnarfjarðarbæ. Innlent 9.5.2006 17:29 Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Viðskipti innlent 9.5.2006 17:01 Dómarinn þarf ekki að víkja Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu. Innlent 9.5.2006 16:36 Gullverð ekki hærra í aldarfjórðung Gullverð hækkaði um 19,90 Bandaríkjadali í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og endaði í 699,90 dölum á únsu. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan í október árið 1980 en þá fór verð á únsu í 850 dali. Fjármálasérfræðingar segja verðið ekki undrunarefni í sjálfu sér heldur sé það athyglisvert hversu mikil hækkunin hafi verið. Viðskipti erlent 9.5.2006 16:16 Hugmyndir um flutning Árbæjarsafns vanhugsaðar Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gera Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal. Innlent 9.5.2006 16:10 Rispuðu tíu bíla Tveir ungir dregnir ollu skemmdum á tíu bílum á leið sinni heim úr skóla á Akranesi síðasta fimmtudag. Þeim kom í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá. Innlent 9.5.2006 16:03 AOL segir upp 1.300 manns Bandaríska netveitan American Online (AOL) greindi frá því í dag að hún ætli að segja upp 1.300 manns, sem er um 7 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. Þá mun fyrirtækið loka þremur skrifstofum sínum í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 9.5.2006 15:39 Dæmdur fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í dag til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af annarri ákæru um líkamsárás þar sem hún þótti ekki sönnuð. Innlent 9.5.2006 15:36 Olíuverð hækkaði í dag Olíuverð fór rétt yfir 70 dollara markið á helstu mörkuðum í dag vegna óvissu um hvort Íranar íhugi að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Íran er annað stærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC og gæti samdráttur á olíuframleiðslu landsins haft áhrif á olíuframboð á heimsvísu. Viðskipti erlent 9.5.2006 15:13 Borgarafundur í Reykjanesbæ Oddvitar framboðanna í Reykjanesbæ verða fyrir svörum á borgarafundi NFS í kvöld. Á borgarafundinum verður farið yfir stefnumál framboðanna, litið á aðstæður í Reykjanesbæ og niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar birtar. Innlent 9.5.2006 15:09 Vilja semja við sveitarstjórnarmenn Opinberir starfsmenn á Suðurlandi vilja að sveitarstjórnarmenn semji við þá um kaup og kjör frekar en að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til saminga. Innlent 9.5.2006 14:58 Sóknarfæri í umræðunni Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, voru í morgun í viðtali á CNBC viðskiptafréttastöðinni. Í viðtalinu voru framtíðarhorfur íslensks efnahagslíf ræddar, verðbólgustigið, hækkanir á húsnæðisverði og vaxtahækkanir Seðlabankans. Pétur Þ. Óskarsson, forstöðumaður Kynningarmála og Fjárfestatengsla Glitnis, greindi frá því í viðtali við NFS að fyrirtækið hafi að undaförnum vikum aukið samskipti við erlenda fjölmiðla. Hann sagði neikvæðar spár um íslenskt efnahagslífs færri en áður og ekki eins einhliða og þær hefðu verið í fyrstu. Aukin umræða sem myndaðist í tengslum við þau mál hefðu þó vakið athygli á Íslandi og slíkt biði upp á frekari tækifæri. Innlent 9.5.2006 14:00 Tvöföldun ljúki ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir Allt bendir til að seinni áfanga við tvöföldun Reykjanesbrautar ljúki ári áður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er er ein stærsta vegaframkvæmd þessa árs og næsta og mun bæta samgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins verulega. Innlent 9.5.2006 13:15 Fatah-liðar berjast við Hamas-liða Níu palestínumenn særðust í átökum milli Fatah-hreyfingar Yassers Arafats og byssumanna Hamas-hreyfingarinnar á Gaza-svæðinu í morgun. Erlent 9.5.2006 12:38 Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Innlent 9.5.2006 12:33 Hvert heimili fær 600 þúsund fyrir sameiningu Oddviti Skilmannahrepps við Hvalfjörð gengur nú á milli bæja og býður hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr sjóði hreppsins, í formi vöruúttektar í BYKO eða Húsasmiðjunni, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum í sumar. Innlent 9.5.2006 12:25 Hitaveiturör sprakk við Hlemm Nokkur hætta skapaðist þegar hitaveiturör á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs sprakk og vatn flæddi upp á götuna. Lögregla var kölluð á vettvang til að halda fólki frá enda var vatnið áttatíu gráðu heitt. Innlent 9.5.2006 12:22 « ‹ ›
Best búið að mæðrum og börnum í Svíþjóð Svíþjóð er besta land í heimi fyrir mæður og börn þeirra samkvæmt nýrri skýrslu sem samtökin Barnaheill á Íslandi kynntu í dag. Mikill munur er á því hvernig búið er að mæðrum og börnum þeirra í löndum heimsins en Ísland er með hvað lægstu dánartíðni nýbura í heiminum. Innlent 9.5.2006 21:06
Spáir áframhaldandi hækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands komi til með að hækka stýrivexti sína um 0,5% á fimmtudaginn í næstu viku. Greiningardeildin telur verulega þörf á hækkuninni þar sem Seðlabankinn sé enn langt frá verðbólgumarkmiðum sínum. Innlent 9.5.2006 17:59
Mannætan fékk ævilangt fangelsi Rúmlega fertugur Þjóðverji var í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða og éta jafnaldra sinn. Erlent 9.5.2006 18:15
Tap á rekstri Dagsbrúnar Nær 200 milljóna króna tap var af rekstri Dagsbrúnar eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins. Á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var nær 200 milljóna króna hagnaður. Innlent 9.5.2006 17:23
Sjálfstæðismenn fengju 67 prósent atkvæða Sjálfstæðismenn fengju atkvæði tveggja af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ ef kosið væri nú. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Innlent 9.5.2006 19:15
Samkomulag um álver í mánuðinum Stefnt er að undirritun rammasamkomulags um álver í Helguvík síðar í þessum mánuði og gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Orkuveita Reykjavíkur telur sig geta útvegað næga raforku til að álverið geti tekið til starfa árið 2010. Innlent 9.5.2006 19:06
Námaverkamönnunum loks bjargað Tveir ástralskir verkamenn sem setið höfðu fastir í gullnámu í hartnær hálfan mánuð sluppu loks úr prísund sinni í morgun. Þeir voru glorhungraðir þegar þeir komu upp úr námunni en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Erlent 9.5.2006 18:12
Vill lyfjainnfluting af hálfu ríkisins lagist lyfjaverð ekki Formaður lyfjagreiðslunefndar telur að ríkið ætti að taka upp innflutning á lyfjum að nýju, fari lyfjaheildsalar og framleiðendur ekki að taka upp breytta stefnu í sambandi við lyfjaverð. Innlent 9.5.2006 18:47
Úthluta peningum hreppsins til íbúa Skilmannahreppur hefur boðið hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr búsetusjóði hreppsins til þess að fegra umhverfið. Er þetta gert nú, fyrir sveitarstjórnarkosningar, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum. Innlent 9.5.2006 18:41
Aðeins 30 prósent styðja Verkamannaflokkinn Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, að greina ekki frá hvenær hann hyggst láta af embætti. Skoðanakannanir benda til að Verkamannaflokkurinn hafi ekki verið óvinsælli síðan 1992. Erlent 9.5.2006 18:09
Vandi við verðhrun fasteigna Verðlækkun á húsnæði getur haft uggvænleg áhrif á skuldsett heimili og telur Ráðgjafarstöð um fjármál heimilanna að afar margir standi tæpt. Seðlabankinn hefur bent á að þetta sé stærsta áhyggjuefni heimilisfjármála og ekki sé óalgengt að fasteignaverð lækki um fimmtán til tuttugu prósent í kjölfar mikilla hækkana eins og verið hafa undanfarið. Dæmi séu einnig um allt að 50 prósenta verðlækkun. Innlent 9.5.2006 18:43
Íbúum boðið frítt í sund Íbúum Reykjanesbæjar er boðið í sund milli 13 og 17 næsta laugardag. Þá verður opnuð ný 50 metra löng innilaug og vatnaveröld í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Af því tilefni bjóða Reykjanesbær og Fasteign hf öllum íbúum frítt í sund. Innlent 9.5.2006 17:17
Búist við að það dragi áfram úr innflutningi Búast má við því að það haldi áfram að draga úr innflutningi á neysluvörum. Verulega dró úr innflutningi á bílum, sjónvörpum og fleiri neysluvörum í aprílmánuði. Innlent 9.5.2006 17:54
Skóflustunga tekin að nýrri sundmiðstöð í Hafnarfirði Skóflustunga að nýrri sundmiðstöð í Hafnarfirði var tekin í dag. Formaður byggingaráðs bæjarins segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir Hafnarfjarðarbæ. Innlent 9.5.2006 17:29
Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. Viðskipti innlent 9.5.2006 17:01
Dómarinn þarf ekki að víkja Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu. Innlent 9.5.2006 16:36
Gullverð ekki hærra í aldarfjórðung Gullverð hækkaði um 19,90 Bandaríkjadali í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og endaði í 699,90 dölum á únsu. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan í október árið 1980 en þá fór verð á únsu í 850 dali. Fjármálasérfræðingar segja verðið ekki undrunarefni í sjálfu sér heldur sé það athyglisvert hversu mikil hækkunin hafi verið. Viðskipti erlent 9.5.2006 16:16
Hugmyndir um flutning Árbæjarsafns vanhugsaðar Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gera Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal. Innlent 9.5.2006 16:10
Rispuðu tíu bíla Tveir ungir dregnir ollu skemmdum á tíu bílum á leið sinni heim úr skóla á Akranesi síðasta fimmtudag. Þeim kom í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá. Innlent 9.5.2006 16:03
AOL segir upp 1.300 manns Bandaríska netveitan American Online (AOL) greindi frá því í dag að hún ætli að segja upp 1.300 manns, sem er um 7 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. Þá mun fyrirtækið loka þremur skrifstofum sínum í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 9.5.2006 15:39
Dæmdur fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í dag til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af annarri ákæru um líkamsárás þar sem hún þótti ekki sönnuð. Innlent 9.5.2006 15:36
Olíuverð hækkaði í dag Olíuverð fór rétt yfir 70 dollara markið á helstu mörkuðum í dag vegna óvissu um hvort Íranar íhugi að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Íran er annað stærsta olíuframleiðsluríkið innan OPEC og gæti samdráttur á olíuframleiðslu landsins haft áhrif á olíuframboð á heimsvísu. Viðskipti erlent 9.5.2006 15:13
Borgarafundur í Reykjanesbæ Oddvitar framboðanna í Reykjanesbæ verða fyrir svörum á borgarafundi NFS í kvöld. Á borgarafundinum verður farið yfir stefnumál framboðanna, litið á aðstæður í Reykjanesbæ og niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar birtar. Innlent 9.5.2006 15:09
Vilja semja við sveitarstjórnarmenn Opinberir starfsmenn á Suðurlandi vilja að sveitarstjórnarmenn semji við þá um kaup og kjör frekar en að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til saminga. Innlent 9.5.2006 14:58
Sóknarfæri í umræðunni Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, voru í morgun í viðtali á CNBC viðskiptafréttastöðinni. Í viðtalinu voru framtíðarhorfur íslensks efnahagslíf ræddar, verðbólgustigið, hækkanir á húsnæðisverði og vaxtahækkanir Seðlabankans. Pétur Þ. Óskarsson, forstöðumaður Kynningarmála og Fjárfestatengsla Glitnis, greindi frá því í viðtali við NFS að fyrirtækið hafi að undaförnum vikum aukið samskipti við erlenda fjölmiðla. Hann sagði neikvæðar spár um íslenskt efnahagslífs færri en áður og ekki eins einhliða og þær hefðu verið í fyrstu. Aukin umræða sem myndaðist í tengslum við þau mál hefðu þó vakið athygli á Íslandi og slíkt biði upp á frekari tækifæri. Innlent 9.5.2006 14:00
Tvöföldun ljúki ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir Allt bendir til að seinni áfanga við tvöföldun Reykjanesbrautar ljúki ári áður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er er ein stærsta vegaframkvæmd þessa árs og næsta og mun bæta samgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins verulega. Innlent 9.5.2006 13:15
Fatah-liðar berjast við Hamas-liða Níu palestínumenn særðust í átökum milli Fatah-hreyfingar Yassers Arafats og byssumanna Hamas-hreyfingarinnar á Gaza-svæðinu í morgun. Erlent 9.5.2006 12:38
Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Innlent 9.5.2006 12:33
Hvert heimili fær 600 þúsund fyrir sameiningu Oddviti Skilmannahrepps við Hvalfjörð gengur nú á milli bæja og býður hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr sjóði hreppsins, í formi vöruúttektar í BYKO eða Húsasmiðjunni, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum í sumar. Innlent 9.5.2006 12:25
Hitaveiturör sprakk við Hlemm Nokkur hætta skapaðist þegar hitaveiturör á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs sprakk og vatn flæddi upp á götuna. Lögregla var kölluð á vettvang til að halda fólki frá enda var vatnið áttatíu gráðu heitt. Innlent 9.5.2006 12:22
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent