Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Sjá til lands í viðræðum á þingi

Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rocky Horror heldur áfram í haust

Þrátt fyrir að þurft hafi að fella niður sýningu vegna veikinda berast gleðifréttir af Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Sýningin mun halda áfram í haust og heldur Páll Óskar áfram gleðinni sem Frank-N-Furter eins og hann hefur gert með bravör undanfarnar 50 sýningar.

Lífið
Fréttamynd

Áralangt karp um þvottavél

Íbúar í Mjóstræti 2b í Reykjavík þurfa að fjarlægja þvottavél sína úr rými sem þau eiga í sameign með konu sem býr að Bókhlöðustíg 8.

Innlent
Fréttamynd

Enn mótmælt í Jórdaníu

Þrátt fyrir að Abdúlla Jórdaníukonungur hafi skipt um forsætisráðherra vegna mikillar andstöðu almennings við fyrirhugaðar skattahækkanir og hávær mótmæli er enn mótmælt á götum höfuðborgarinnar Amman, sem og víðar.

Erlent
Fréttamynd

Mikil ólga innan grasrótar VG

Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Indiana Jones er sumarhetja allra tíma

Þótt enginn skortur sé á alvöru sumarsmellum í ár er freistandi að stökkva örfáa áratugi aftur í tímann og horfa á Raiders of the Lost Ark. Betri geta sumarmyndirnar tæpast orðið.

Lífið
Fréttamynd

Hærra olíuverð bitnar á ferðaþjónustu

Verð á þotueldsneyti hefur hækkað um 50 prósent á einu ári. Hærra olíuverð gæti þýtt hærra flugmiðaverð sem gæti dregið úr fjölda ferðamanna. Greinandi segir að hækkanir á eldsneytisverði hafi gert það enn mikilvægara fyrir rekstur flugfélaga að fargjöld hækki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Renta

"Frumvarpið byggir […] á þeirri meginforsendu að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og arður sem rekja má beint til þeirra, þ.e. að rentan tilheyri þjóðinni. Þegar öðrum er veittur réttur til að fénýta auðlindirnar ber að tryggja þann rétt þjóðarinnar með gjaldtöku?…

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdu börnin á Íslandi

Á Vesturlöndum er heilaskaði talinn ein helsta ástæðan fyrir heilsufarsvandamálum hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem Jessie J vill baksviðs

Stórstjarnan Jessie J heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til Íslands. Lagið hennar Bang Bang hefur fengið yfir milljarðs áhorf á Youtube. Og eins og stórstjörnu sæmir er hún með kröfur um veitingar baksviðs.

Lífið
Fréttamynd

Sakarkostnaður sexföld sektin

Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands í síðasta mánuði dæmdur til greiðslu 110 þúsund króna sektar vegna ölvunaraksturs.

Innlent
Fréttamynd

Selja vart meira en um fjórðung í Arion

Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dramatúrgur veðjar aleigunni á ævintýrið

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, veðjaði tæplega 100 þúsund krónum á sigur Íslendinga gegn Argentínu í HM í fótbolta. Hann byggir ákvörðunina á menntun sinni sem dramatúrg.

Lífið
Fréttamynd

Útlagarnir í mál við dómarann

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena.

Erlent
Fréttamynd

Segir rafrettufrumvarpið ganga of langt

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, telur það óþarfa að banna notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum eins og meirihluti nefndarinnar leggur til.

Innlent
Fréttamynd

Bátasmiðjan Rafnar hættir rekstri á Íslandi

Öllu starfsfólki Rafnars hér á landi hefur verið sagt upp störfum. Fyrirtækið flytur til útlanda. Framkvæmdastjóri Rafnars segir erfitt að standa í rekstrinum hér á landi og glíma við íslensku krónuna. Markaður fyrirtækisins sé erlendis

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nektarlist veldur usla innan Seðlabankans

Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórnendum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag.

Innlent
Fréttamynd

Erfðasaga óstöðugleikans

Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda

Skoðun
Fréttamynd

Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó

Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Nú er ég orðinn nöðrubani

Í fyrradag sýndist mér ég sjá rottuhala einn renna fimlega bak við strigapoka þegar ég var ásamt tengdó í skúr hans að hella bruggi á vínbelgi.

Skoðun
Fréttamynd

Vöxtur og verðmæti

Utanríkisráðherra hafði orð á því í ræðustól Alþingis fyrir nokkrum vikum að til þess að viðhalda óbreyttum vexti í hagkerfinu þyrftu Íslendingar að auka verðmæti útflutnings í næstu framtíð um einn milljarð á viku.

Skoðun
Fréttamynd

Hægri umferð í 50 ár

Með miklu og samhentu átaki í aðdraganda þess að skipt var úr vinstri yfir í hægri umferð á Íslandi fyrir 50 árum var lagður grunnur að vitund Íslendinga um ábyrgð sína í umferðaröryggismálum og mikilvægi forvarna og fræðslu.

Skoðun