KSÍ

Fréttamynd

Fór í gegnum allan tilfinningaskalann

Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær, hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann á löngum ferli. Fyrsta Evrópumótið stendur upp úr.

Fótbolti
Fréttamynd

„Maður finnur að líkaminn er að þreytast“

Sara Björk Gunnarsdóttir segir þetta réttan tímapunkt til að kalla það gott með íslenska landsliðinu. Hún segir að það hafi blundað í sér frá því á Evrópumótinu síðasta sumar að láta gott heita.

Fótbolti
Fréttamynd

Hugleiðingar Grétars Rafns í heild sinni: „Áhyggjuefni hve fáir leikmenn skila sér í efstu deildir Evrópu“

Grétar Rafn Steinsson starfar í dag fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur en starfaði hluta árs 2022 fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Þegar starfi hans þar lauk ritaði hann niður hugleiðingar sínar og birti í kjölfarið. Mikið hefur verið rætt og ritað um þær að undanförnu en þó Grétar Rafn segir KSÍ vinna gott starf þá má betur ef duga skal.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jörundur Áki og Vanda um skýrslu Grétars Rafns: „Við treystum okkar félögum“

„Þessi vinna sem Grétar Rafn [Steinsson] lagði á sig skilur eftir sig samantekt á hans starfi. Þar fer hann yfir bæði starf okkar í KSÍ og aðeins inn í starf félaganna,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri Knattspyrnusviðs KSÍ. Hann og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, mættu í Bítið á Bylgjunni á morgun og ræddu skýrslu Grétars Rafns og málefni tengd KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðbjörg fékk styttuna eftir fimm ára bið

Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk í dag afhenta styttu frá Knattspyrnusambandi Íslands fyrir að spila 50 landsleiki fyrir Íslands hönd. Afhendingin kemur í kjölfar gagnrýni á sambandið fyrr í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég skil stoltur við félagið“

„Það er bara kominn tími á breytingar, hjá báðum aðilum held ég. Þetta var komið gott,“ segir Geir Þorsteinsson um viðskilnaðinn við Knattspyrnufélag ÍA þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri í tæp tvö ár. Þessi fyrrverandi formaður KSÍ til fjölda ár ætla sér að starfa áfram innan fótboltans.

Fótbolti
Fréttamynd

Vanda þrýsti á UEFA sem stofnar vinnuhóp

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, nýtti tækifæri á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda Evrópu í október til að kalla eftir jafnari þátttöku kynja í nefndum og stjórn UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Líkti Vöndu Sigur­geirs­dóttur við Sól­veigu Önnu

Knattspyrnusamband Íslands og málefni sambandsins voru meðal umræðuefna í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á föstudaginn var. Þar var Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líkt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vitum að þetta er karl­lægur heimur, þessi knatt­spyrnu­heimur“

Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf

Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Dagný skýtur föstum skotum á KSÍ

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gagnrýnir Knattspyrnusamband Ísland í færslu á Instagram í dag og segir að hún og Glódís Perla Viggósdóttir bíði enn eftir viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 landsleiki á meðan leikmenn karlalandsliðsins hafi fengið sínar.

Fótbolti