KSÍ

Fréttamynd

Telur sig hafa fengið hálf­gert lof­orð frá ÍSÍ um fjár­muni

Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide þarf að leggjast undir hnífinn

Åge Hareide, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir aðgerð á hné. Þetta staðfesti hann í viðtali við norska miðilinn Nettavisen.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ

Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­ljóst hvar landsleikir í apríl fara fram

Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram­kvæmdir á Laugar­dals­velli: Sex vikur frá sáningu í full­kominn völl

Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur.

Fótbolti