Húsnæðismál

Fréttamynd

Steypusílóum verður breytt í gróðurhús

Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum.

Innlent
Fréttamynd

Vextir og vaxta­verkir

Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað.

Skoðun
Fréttamynd

Met slegið í fjölda seldra íbúða

Í mars var slegið met í fjölda seldra íbúða í einum mánuði þegar 1.300 kaupsamningar voru útgefnir. Hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri á höfuðborgarsvæðinu og seldist tæplega þriðjungur eigna þar yfir ásettu verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hús­næði starfs­manna­leigunnar „al­ger bráða­birgða­lausn“

Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn.

Innlent
Fréttamynd

Hverjum er ekki treystandi fyrir hús­næðis­málum?

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem sat í heil tólf ár, frá 1995 til 2007, er án nokkurs vafa skaðlegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Þessi stjórn umbreytti skattkerfinu svo skattbyrði fluttist frá fjármagns- og fyrirtækjaeigendum yfir á launafólk svo nam tugum ef ekki yfir hundrað milljörðum árlega.

Skoðun
Fréttamynd

Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða

Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi.

Innlent
Fréttamynd

Þarf ég há­skóla­próf í hag­fræði til að eiga fast­eign?

Fyrir tveimur árum gekk ég í gegnum hið undarlega ferli að kaupa íbúð. Bæði kaupin og það sem við tók einkennist af óvissu í hverju skrefi, gambli og ágiskunum – eins og áhættufjárfesting. Við kærastan mín lögðum samviskusamlega fyrir og náðum að safna fyrir útborgun. Við fundum frábæra litla eign og byrjuðum að skoða hvaða kostir stæðu til boða í íbúðalánum.

Skoðun
Fréttamynd

Það er ekki hægt að lifa við þetta

Brask- og okurvæðing húsnæðiskerfisins er mesta ógnin við lífskjör og frelsi almennings. Hinn ótamdi húsnæðismarkaður heldur þúsundum fjölskyldna um og undir fátækramörkum, þröngar þúsundir út í vinnuþrælkun til að ná endum saman, rænir foreldra stundum með börnum sínum, rænir fólk hvíld og sálarró.

Skoðun
Fréttamynd

Gjör­breyting á virkni laga um fjöl­eignar­hús

Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til.

Skoðun
Fréttamynd

Smáhús í Reykjavík

Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Leyndi kaup­endur ó­lög­legum fram­kvæmdum og þarf að greiða tíu milljónir í bætur

Seljandi fasteignar í Reykjavík upplýsti kaupendur hússins ekki um að breytingar sem hann hafði ráðist í væru gerðar í óleyfi. Kaupendurnir stefndu seljandanum eftir að sáttafundir mistókust og kröfðust bóta vegna galla á húsinu og tapaðra leigutekna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á mánudag seljandann til að greiða kaupendunum rúmar tíu milljónir í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans.

Innlent