Akstursíþróttir

Fréttamynd

Ökuþór Aston Martin áminntur fyrir slæma hegðun

Forráðamenn FIA hafa gefið út skriflega yfirlýsingu um hegðun Lance Stroll í Katar kappakstrinum um síðustu helgi. Eftir að hafa mistekist að sækja stig úr keppninni kastaði ökuþórinn stýrinu sínu, svívirti fyrirmæli og virtist ýta þjálfara sínum.

Formúla 1
Fréttamynd

Red Bull meistari bílasmiða annað árið í röð

Keppnislið Red Bull landaði sínum sjötta titli bílasmiða í Japan í morgun þrátt fyrir að aðeins annar ökumaður liðsins lyki keppni. Yfirburðir Red Bull hafa verið algjörir í ár en liðið er með tæplega 300 stiga forskot á Mercedes.

Formúla 1
Fréttamynd

Verstappen kom fyrstur í mark og bætti metið

Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fagnaði sigri í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar hann kom fyrstur í mark á Monza. Hann hefur nú unnið tíu keppnir í röð, fleiri en nokkur annar í sögu Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Sainz á ráspól í ítalska kappakstrinum

Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar ljósin slökkna og farið verður af stað í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso segir fólk vanmeta afrek Verstappens

Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen jafnaði í gær met Þjóðverjans Sebastians Vettel er hann vann sinn níunda kappakstur í röð í Formúlu 1 í gær. Hinn margreyndi Fernando Alonso segir fólk vanmeta afrek og yfirburði Hollendingsins undanfarna mánuði.

Formúla 1
Fréttamynd

Max Verstappen á ráspól í rigningunni í Hollandi

Max Verstappen verður á ráspól á Zandvoort brautinni í Hollandi á morgun eftir glæsilegan lokahring í tímatökum í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem Verstappen verður á ráspól í Hollandi og í áttunda skiptið í ár sem hann ræsir fyrstur.

Formúla 1
Fréttamynd

Bragi og Guðni enduðu úti í á

Það fór um fyrrum Ís­lands­meistarana Braga Þórðar­son og Guðna Frey Ómars­son á dögunum er þeir lentu í hremmingum í endu­komu sinni í ral­lý­keppni þegar að Bragi missti stjórn á bíl þeirra og endaði í á. Mynd­band af at­vikinu hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

Sport