Sýrland Vara við upprisu ISIS Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar. Erlent 20.12.2024 15:02 Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, valdamesti maður Sýrlands þessa dagana, vill að viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi verði felldar niður. Annars verði gífurlegar erfitt að endurbyggja Sýrland eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Hann segir endurbyggingu landsins vera í algjörum forgangi. Erlent 18.12.2024 13:49 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. Erlent 16.12.2024 14:09 Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. Erlent 16.12.2024 08:23 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Erlent 15.12.2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Erlent 15.12.2024 08:31 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. Erlent 13.12.2024 16:18 Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. Erlent 13.12.2024 08:10 „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. Erlent 12.12.2024 14:11 Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Það berast ennþá reglulega fréttir að því að Útlendingastofnun er orðin mjög hugmyndarík með það að vísa fólki frá Íslandi. Jafnvel þvert á lög og reglugerðir. Íslenskir stjórnmálamenn, sem margir hverjir eru fullir af sjálfum sér og hatri hafa breytt lögum sem gera fólki á flótta erfiðara fyrir komast til Íslands og fá stöðu hælisleitanda og flóttamanns. Skoðun 12.12.2024 08:00 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. Erlent 12.12.2024 07:12 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi. Innlent 11.12.2024 19:08 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. Erlent 11.12.2024 15:48 Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Málefni Úkraínu, þróun mála í Sýrlandi og samskipti við Bandaríkin voru efst á baugi á fjarfundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór í gær. Innlent 11.12.2024 06:55 Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hefur skipað Mohammad al-Bashir í embætti forsætisráðherra Sýrlands. Mun hann sinna starfinu til 1. mars 2025. Erlent 11.12.2024 06:54 Sýrland í stuttu máli Til að skilja hvað er að gerast í Sýrlandi í dag þarf að byrja á að skoða sérstöðu landsins á landakortinu og sögu þess. Staðsetning þess í hjarta Miðausturlanda hefur gert það að tengipunkti menningarheima í þúsundir ára. Þessi staðsetning hefur bæði stuðlað að blómstrun þess í fortíðinni og gert það viðkvæmt fyrir átökum. Skoðun 10.12.2024 15:00 Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Erlent 10.12.2024 13:02 Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Erlent 10.12.2024 10:35 Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Erlent 10.12.2024 07:05 Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli af uppreisnarmönnum um helgina en borgarastríð hefur geisað þar í þrettán ár. Þessi breyting á valdhafa í landinu hefur bein áhrif á útlit sýrlenska fótboltalandsliðsins. Fótbolti 10.12.2024 07:00 Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Sýrlenskur maður sem hefur búið hér á landi í sjö ár segir ólýsanlegan létti að grimmilegri valdatíð Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sé loks lokið. Hann vonar innilega að friður komist nú á í heimalandi sínu og skírði af því tilefni nýfædda dóttur sína Salam sem þýðir friður. Innlent 9.12.2024 20:01 Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. Erlent 9.12.2024 14:32 Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Innlent 9.12.2024 13:05 Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. Erlent 9.12.2024 11:13 Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Erlent 8.12.2024 23:38 Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Bandaríkjaher gerði meira en 75 loftárásir á skotmörk Íslamska ríkisins í Sýrlandi í dag. Markmið árásanna hafi verið að þurrka út herbúðir ISIS í miðhluta Sýrlands. Erlent 8.12.2024 21:20 Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi sameinaði mismunandi fylkingar og beið eftir því að athygli Rússlands væri í Úkraínu og athygli Írans í Ísrael til að grípa til skyndisóknar gegn Assad-stjórninni sem væri þá veik án viðvarandi stuðnings sinnar helstu bandamanna. Aðgerðir uppreisnarmanna voru vel skipulagðar. Erlent 8.12.2024 19:58 Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. Erlent 8.12.2024 18:28 „Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Erlent 8.12.2024 13:08 Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Stjórn Sýrlands hefur verið komið frá völdum eftir að skyndiárás uppreisnarmanna batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Sýrlenska ríkissjónvarpið sendi út myndbandsyfirlýsingu frá hópi manna þar sem fullyrt er að Bashar Assad forseta hafi verið steypt af stóli og allir fangar látnir lausir úr fangelsum. Erlent 8.12.2024 07:27 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 20 ›
Vara við upprisu ISIS Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar. Erlent 20.12.2024 15:02
Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, valdamesti maður Sýrlands þessa dagana, vill að viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi verði felldar niður. Annars verði gífurlegar erfitt að endurbyggja Sýrland eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Hann segir endurbyggingu landsins vera í algjörum forgangi. Erlent 18.12.2024 13:49
Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. Erlent 16.12.2024 14:09
Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. Erlent 16.12.2024 08:23
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Erlent 15.12.2024 19:51
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Erlent 15.12.2024 08:31
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. Erlent 13.12.2024 16:18
Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. Erlent 13.12.2024 08:10
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. Erlent 12.12.2024 14:11
Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Það berast ennþá reglulega fréttir að því að Útlendingastofnun er orðin mjög hugmyndarík með það að vísa fólki frá Íslandi. Jafnvel þvert á lög og reglugerðir. Íslenskir stjórnmálamenn, sem margir hverjir eru fullir af sjálfum sér og hatri hafa breytt lögum sem gera fólki á flótta erfiðara fyrir komast til Íslands og fá stöðu hælisleitanda og flóttamanns. Skoðun 12.12.2024 08:00
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. Erlent 12.12.2024 07:12
Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi. Innlent 11.12.2024 19:08
Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. Erlent 11.12.2024 15:48
Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Málefni Úkraínu, þróun mála í Sýrlandi og samskipti við Bandaríkin voru efst á baugi á fjarfundi norrænu utanríkisráðherranna sem fram fór í gær. Innlent 11.12.2024 06:55
Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hefur skipað Mohammad al-Bashir í embætti forsætisráðherra Sýrlands. Mun hann sinna starfinu til 1. mars 2025. Erlent 11.12.2024 06:54
Sýrland í stuttu máli Til að skilja hvað er að gerast í Sýrlandi í dag þarf að byrja á að skoða sérstöðu landsins á landakortinu og sögu þess. Staðsetning þess í hjarta Miðausturlanda hefur gert það að tengipunkti menningarheima í þúsundir ára. Þessi staðsetning hefur bæði stuðlað að blómstrun þess í fortíðinni og gert það viðkvæmt fyrir átökum. Skoðun 10.12.2024 15:00
Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. Erlent 10.12.2024 13:02
Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra. Erlent 10.12.2024 10:35
Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Atburðarásin í Sýrlandi hefur verið hröð eftir að uppreisnarmenn létu til skarar skríða gegn stjórn Bashar al-Assad á dögunum, sem nú er flúinn til Rússlands. Enn ríkir algjör óvissa um framhaldið en erlend ríki keppast að því að tryggja hagsmuni sína. Erlent 10.12.2024 07:05
Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli af uppreisnarmönnum um helgina en borgarastríð hefur geisað þar í þrettán ár. Þessi breyting á valdhafa í landinu hefur bein áhrif á útlit sýrlenska fótboltalandsliðsins. Fótbolti 10.12.2024 07:00
Skírðu dóttur sína eftir ósk um frið í heimalandinu Sýrlenskur maður sem hefur búið hér á landi í sjö ár segir ólýsanlegan létti að grimmilegri valdatíð Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sé loks lokið. Hann vonar innilega að friður komist nú á í heimalandi sínu og skírði af því tilefni nýfædda dóttur sína Salam sem þýðir friður. Innlent 9.12.2024 20:01
Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins. Erlent 9.12.2024 14:32
Fall Assads góðar fréttir fyrir Sýrlendinga og heimsbyggðina alla Sérfræðingur í varnarmálum segir fall al-Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi ekki aðeins vera góðar fréttir fyrir almenning í Sýrlandi heldur fyrir heiminn allan. Nú reyni á leiðtoga sameinaðra uppreisnarafla að halda stöðugleika og friði á milli ólíkra fylkinga. Innlent 9.12.2024 13:05
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. Erlent 9.12.2024 11:13
Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi var steypt af stóli í morgun af uppreisnarmönnum eftir borgarastríð sem hefur geisað þar í þrettán ár. Þar með lauk 24 ára valdatíð hans en jafnframt fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Erlent 8.12.2024 23:38
Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Bandaríkjaher gerði meira en 75 loftárásir á skotmörk Íslamska ríkisins í Sýrlandi í dag. Markmið árásanna hafi verið að þurrka út herbúðir ISIS í miðhluta Sýrlands. Erlent 8.12.2024 21:20
Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi sameinaði mismunandi fylkingar og beið eftir því að athygli Rússlands væri í Úkraínu og athygli Írans í Ísrael til að grípa til skyndisóknar gegn Assad-stjórninni sem væri þá veik án viðvarandi stuðnings sinnar helstu bandamanna. Aðgerðir uppreisnarmanna voru vel skipulagðar. Erlent 8.12.2024 19:58
Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Bashar al-Assad, forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, flýði til Moskvu og fékk þar hæli. Þetta fullyrða miðlar í Rússlandi sem segja Assad og fjölskyldu hans hafa fengið hæli af mannúðarástæðum. Erlent 8.12.2024 18:28
„Þetta eru augljóslega stór tímamót“ Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands segir erfitt að segja til um á þessari stundu hvaða þýðingu nýjustu vendingar hafa fyrir stöðuna í Sýrlandi. Líkt og fram hefur komið hefur stjórn landsins hröklast frá völdum eftir skyndiárás uppreisnarmanna sem batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Erlent 8.12.2024 13:08
Skyndisókn batt enda á 24 ára valdatíð Bashar Assad í Sýrlandi Stjórn Sýrlands hefur verið komið frá völdum eftir að skyndiárás uppreisnarmanna batt enda á fimmtíu ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar. Sýrlenska ríkissjónvarpið sendi út myndbandsyfirlýsingu frá hópi manna þar sem fullyrt er að Bashar Assad forseta hafi verið steypt af stóli og allir fangar látnir lausir úr fangelsum. Erlent 8.12.2024 07:27