Icelandair

Fréttamynd

Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug

Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár.

Innlent
Fréttamynd

Ó­­á­­nægja með Icelandair á Akur­eyri

Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­vél hleypur í skarðið vegna flug­véla­skorts Icelandair

Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann.

Innlent
Fréttamynd

Drauma­­ferðin er handan við hornið með Icelandair!

Nú er ég að fara að fljúga til Danmerkur með börnin mín tvö í lok mánaðar að heimsækja systur mína sem er að fara að halda upp á stórafmælið sitt. Ég hef oft mætt bæði seint og illa í stórafmæli fjölskyldumeðlima en hef lofað því hér eftir að mæta í öll stórafmæli, því maður veit aldrei....

Skoðun
Fréttamynd

Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flug­völl Evrópu

Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 

Innlent
Fréttamynd

Taka varfærin skref í átt að stækkun eftir faraldurinn

Icelandair tekur á leigu BOEING 767 breiðþotu næstu tvær vikurnar til að bregðast við ástandinu sem nú ríkir á flugvöllum í Evrópu. Truflanir á aðfangakeðju og mannekla á flugvöllum hefur leitt til þess að flugfélög hafa neyðst til að fella niður flug eða seinka ferðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri stjóri Icelandair, segir vélina auka sveigjanleika og þjónustu við viðskiptavini.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gera allt til að vinna úr aðstæðunum

Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum.

Innlent
Fréttamynd

Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega

Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag.

Innlent