
Icelandair

Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli
Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins.

Telur árið vera það erfiðasta frá upphafi
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir árið sem er að líða vera það erfiðasta fyrir Icelandair og fluggeirann í heild sinni frá því að ferðalög hófust. Krísan hafi verið fordæmalaus og breytt öllum áætlunum fyrir ár sem stefndi annars í að vera með þeim stærri frá upphafi.

Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air.

Icelandair selur tvær Boeing 737 MAX 9 og semur um leigu
Icelandair skrifaði í dag undir samning um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX 9 flugvélum við Sky Aero Management (SKY Leasing). Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til fjölmiðla en flugfélagið hefur sent tilkynnt um viðskiptin til Kauphallar.

Uppsagnir 68 flugmanna Icelandair taka gildi um áramótin
Uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt túristi.is.

Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst
Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót.

Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta
Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný.

Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar
Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví.

Sjö þúsund flugu með Icelandair í nóvember
Lítil breyting hefur orðið í farþegaflugi á vegum Icelandair á milli mánaða og voru farþegatölur í nóvember sambærilegar því sem þær voru í október. Alls flugu um sjö þúsund farþegar milli landa með Icelandair í nóvember, 97 prósent færri en í nóvember í fyrra.

Flogið til Boston minnst tvisvar í viku út árið
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur framlengt samning sinn við Icelandair sem ætlað er að tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út árið.

Telur tíu ár í að rafmagnsvélar komi í innanlandsflugið
Icelandair er hluti af samnorrænu samstarfi sem þar sem unnið er að þróun nítján sæta rafmagnsflugvélar. Forstjóri Icelandair segir verkefnið spennandi og mögulegt sé að slík flugvél yrði komin í loftið eftir tíu ár.

Icelandair ekki skoðað að krefja farþega um bólusetningu
Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins.

Icelandair fjölgar ferðum yfir jólin
Icelandair stefnir að því að fjölga áfangastöðum og flugferðum yfir jólin, þ.e. frá tímabilinu 16. desember til 10. janúar 2021.

MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor
Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær.

MAX-vélarnar fá grænt ljós í Bandaríkjunum
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa aflétt nærri tveggja ára löngu flugbanni á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Afléttingin gildir um Bandaríkin.

Tólf farþegar fá tæpa milljón vegna gjafabréfa stéttarfélaga
Icelandair ber að endurgreiða að fullu gjafabréf sem farþegar flugfélagsins kaupa hjá stéttarfélöguum sínum. Þetta er niðurstaða Samgöngustofa vegna þriggja kvartana sem bárust stofnunni. Icelandair hefur kært niðurstöðuna til samgönguráðuneytisins.

Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði
Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun.

Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði
Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech.

Stjórnendur Icelandair geti verið í golfi til 2022
Mikil áhætta felst í því að fjárfesta í Icelandair þessi misserin og gera má ráð fyrir að lítið verði að gera í flugrekstri til loka árs 2021, að sögn greinanda hjá Jakobsson Capital.

Lenti vél Icelandair án heimildar eftir óhapp á Keflavíkurflugvelli
Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist.

Heildartekjur Icelandair lækkuðu um 81 prósent
Forstjóri Icelandair Group segir að félagið hafi bæði náð að takmarka útflæði fjármagns og styrkja lausafjárstöðu félagsins til þess að komast í „gegnum tímabil lágmarksframleiðslu allt fram á árið 2022 ef þörf krefur.“

Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim
Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs.

Bandaríski vogunarsjóðurinn farinn út úr Icelandair
Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital Management hefur losað sig við alla hluti sína í Icelandair, en sjóðurinn var á tímabili stærsti hluthafinn í fyrirtækinu.

Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar
Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar.

Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan
Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu.

Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana
Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík.

Seldar til bandarísks fjárfestingarsjóðs með milligöngu Icelease
Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum.

Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum
Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni.

Icelandair selur þrjár þotur fyrir 2,9 milljarða
Icelandair hefur náð samkomulagi um sölu á þremur Boeing 757-200 flugvélum félagsins fyrir alls um 2,9 milljarða íslenskra króna.

Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor
Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið.