
Rafrettur

33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða
Um 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða. Hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum en íslensk ungmenni reykja hins vegar síst.

Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga
Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki vegna auglýsinga fyrirtækjanna á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Fyrirtækin eru Samkaup, Zolo og dætur og Skýjaborgir. Fyrstu tvö voru sektuð um 300 þúsund krónur en Skýjaborgir um 200 þúsund. Öllum fyrirtækjunum hefur verið bannað að auglýsa sig með þeim hætti sem fjallað er um í ákvörðununum.

Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar
Sverrir Þór Gunnarsson og Snorri Guðmundsson, sem voru í dag sakfelldir fyrir stórfelld tollalagabrot, þurfa hvor um sig að greiða 1,1 milljarð króna í sekt til ríkissjóðs. Ef þessi sekt verður ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins skulu þeir sæta fangelsi í 360 daga.

Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor
Snorri Guðmundsson rafrettukóngur og Sverrir Þór Gunnarsson eigandi söluturnsins Drekans hafa verið dæmdir í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til að greiða ríkissjóði hvor um sig 1,1 milljarð króna í sekt fyrir stórfelld tollalagabrot.

Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga
Eigandi nikótínpúðaverslunar fullyrðir að nýtt gjald sem á að leggja á púðana muni leiða til aukinnar notkunar rafrettna og tóbaks. Gjaldið þýði að sígarettupakkar og nikótínpúðadósir verði á svipuðu verði.

Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika
Lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda furðar sig á því að fyrirhuguð gjaldtaka á nikótínvörur fari eftir þyngd pakkninga en ekki styrkleika. Breytingin sé ekki til þess fallin að efla lýðheilsu. Fjáraukalög voru til umræðu á Alþingi í dag.

Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi
Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim.

Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári
Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á barn og svipta það frelsi. Maðurinn sem var starfsmaður verslunar grunaði barnið um að hafa stolið „veip-pennum“ eða rafrettum sem voru til sölu í versluninni.

„Virðist vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag“
Eigandi verslunarinnar King Kong segir svo virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi í dag. Brotist var inn í King Kong við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, rúmum sjö mánuðum eftir að brotist var inn í samnefnda verslun við Höfðabakka.

Hefur rætt við umhverfisráðherra um umdeilda rafrettureglugerð
Ráðherra hefur fengið athugasemdir um slæm umhverfisáhrif sem gætu fylgt nýrri breytingu á lögum um rafrettur. Hann kannast ekki við að gengið sé fram hjá samráði líkt og þeir sem selja rafrettur hafa kvartað yfir.

Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum
Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið.

Banna einnota rafrettur
Ástralar stefna að því að banna einnota rafrettur á næsta ári. Fjöldi ungs fólks sem notar rafrettur heldur áfram að aukast.

„Ég held að þetta sé verst fyrir krakka“
Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi.

„Veldur greindarskerðingu sem ekki verður tekin til baka“
Rannsóknir sýna að lífshættulegt magn þungmálma líkt og blýs er að finna í rafrettum. Doktor í lýðheilsuvísindum segir mikið magn blýs, sérstaklega hjá börnum, geta haft óafturkræf áhrif á miðtaugakerfi og heilastarfsemi.

Loksins lög um nikótínpúða
Eitt af þeim mikilvægu málum sem urðu að lögum við þinglok í júní var breyting á lögum nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur þegar nikótínvörum var bætt við lögin. Þar með voru nikótínpúðar í fyrsta sinn settir undir skýrar reglur.

Juul fær áfram að selja vörur sínar eftir dómsúrskurð
Alríkisáfrýjunardómstóll stöðvaði tímabundið bann sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði á vörur rafrettuframleiðandans Juul. Stofnunin sagði fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gögnuðust lýðheilsu.

Stærsta rafrettuframleiðandanum skipað að taka vörur af markaði
Rafrettuframleiðandanum Juul var skipað að fjarlægja vörur sínar af markaði í Bandaríkjunum í gær. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) telur fyrirtækið ekki hafa sýnt fram á að vörur þess gagnist lýðheilsu.

Vilja henda bragðbanni út úr baggfrumvarpi Willums
Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að ákvæði í frumvarpi heilbrigðisráðherra um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott.

Burt með rafrettur og munntóbak
Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni.

Tóbaksframleiðandi telur bragðbannið grafa undan lýðheilsu
Tóbakframleiðandinn British American Tobacco Denmark telur fyrirhugað bragðbann á nikótínvörum hér á landi grafa undan lýðheilsumarkmiðum frekar en að efla þau. Þá kallar hann eftir því að styrkleikaþak verði endurskoðað.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni.

Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir
Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann.

Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð.

Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum.

„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu
Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu.

Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn
Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu.

Bannað að auglýsa nikótínvörur og selja til yngri en 18 ára
Heilbrigðisráðherra lagði í gær fram frumvarp sem felur í sér að lög um rafrettur og áfyllingar munu einnig ná til nikótínvara, meðal annars svokallaðra nikótínpúða.

Rafrettuvefsíður fullar af ólöglegum varningi
Á sjöunda hundrað ólöglegra rafretta og fylgihluta mátti finna í íslenskum vefverslunum.

Rafrettur að brenna út?
Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú.