Landspítalinn

Fréttamynd

Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn

Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni.

Innlent
Fréttamynd

Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum

Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri.

Innlent
Fréttamynd

Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu

Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út

Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­á­stand skapaðist á Land­spítalanum

Spilliefnaleki kom upp á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala. Atvikið átti sér stað um svipað leyti og sprening var gerð á framkvæmdasvæði þó að óljóst sé hvort málin tengist.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli hjúkrunarfræðinga í ályktun sem það hefur sent samninganefnd ríkisins og tveimur ráðuneytum. Varar það við því að þjónusta eigi eftir að skerðast verulega ef til verkfalls kemur.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi.

Innlent
Fréttamynd

Heimsóknarbann á bráðamóttöku

Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma.

Innlent