Peningaþvætti í Euro Market

Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu
Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið.

Sprungin löggublaðra
Enda þótt þessi blaðra sem ég hef í huga hafi verið blásin upp í stærð sem var langt umfram burði sprakk hún ekki með neinum hvelli

Krefst þess að lögreglan biðjist afsökunar
Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Fyrrverandi sakborningur í málinu krefst afsökunarbeiðni.

„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“
Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu.

Forsendur dósentsins „mjög veikar“ og spilakassahjónin nutu vafans
Pólsk hjón sem ákærð voru í ágúst í fyrra fyrir peningaþvætti voru dæmd í þriggja og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí.

Með Euromarket-málið á borði sínu og skilur lítið í fullyrðingum Þórðar
Tekin verður ákvörðun á næstu tveimur mánuðum um hvort ákæra verði gefin út í Euromarket málinu svokallaða að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara.

Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu
„Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi.

Milljónirnar öruggari hjá mömmu en í bankanum
Sonur pólskra hjóna sem ákærð eru fyrir peningaþvætti fullyrðir að rúmar tvær milljónir króna, sem haldlagðar voru við húsleit á heimili foreldra hans árið 2017, séu sparifé í hans eigu, sem hann hafi talið öruggara í vörslu móður sinnar en inni á bankareikningi.

Rannsökuðu slóð minnisblaðsins og yfirheyrðu vitni
Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni.

Spilakassahjónin neita sök
Pólsk hjón sem sæta ákæru fyrir peningaþvætti neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé
Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé.

Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum
Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum.

Pólverjar hætta við kröfu um framsal
Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár.

Spurður um gagnaleka lögreglu
Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans.

Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands
Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu.

Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market
Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina.

Taldi tilkynningarskyldu á lögreglustöð ganga of langt
Héraðdsdómur Reykjavíkur hefur framlengt farbann yfir öðrum eiganda pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market.

Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market
Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi.

Einn áfram í gæsluvarðhaldi í peningaþvættismáli
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudaginn á gæsluvarðhaldskröfu yfir öðrum mannanna sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á peningaþvætti alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi.