Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. mars 2023 21:01 Steinbergur Finnbogason, segir þetta ekki ganga lengur, blaðamannafundunum þurfi að fækka. Vísir/Egill Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Eins og fjallað var um í fréttatíma okkar í gær var hið svokallaða Euro market mál látið niður falla fyrir nokkrum dögum. En málið var kynnt sem eitt allra stærsta peningaþvættis og fíkniefnamál sem yfirvöld hafa tekist á við. Haldinn var stór blaðamannafundur þar sem málið var kynnt og fjölmiðlum boðið á staðinn, en nú þegar málið hefur verið fellt niður hefur verið minna um svör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður eins þeirra sem höfðu stöðu grunaðs manns í næstum 6 ár gagnrýnir þessa blaðamannafundi. „Þarna er hlutlægni lögreglu varpað alveg frá þar sem að lögregla, í beinni útsendingu oftar en ekki, kemur fram til þess að útskýra mál með einhverjum hætti. Eins og það sé búið að sakfella fólk. Þessi fundur þarna í desember 2017 var þannig uppsettur að því var bara hreinlega haldið fram að þetta væri stærsta peningaþvættismál íslandssögunnar.“ Steinbergur segir engin fíkniefni hafa fundist yfir höfuð. Málið var mörg ár í rannsókn en tjón þeirra sem höfðu réttarstöðu sakborninga allan þennan tíma er talsvert að sögn hans. „Já og svo ef maður tekur afleiðingar fólksins sjálfs. Að vera handtekin um miðja nótt af sérsveit lögreglunnar undir alvæpni. Hneppt í gæsluvarðhald vikum saman. Svo að vera haldið með þessa réttarstöðu allan þennan tíma er mjög þungbært.“ Svona stórir blaðamannafundir séu orðnir full algengir og endi yfirleitt á einn veg. „Ég man ekki eftir neinu máli þar sem þetta hefur verið gert þar sem það hefur ekki sprungið með einhverjum hætti í andlit lögreglu. Hvort sem það er hryðjuverkamálið eða þessi borðum skreytti fundur 2017 eða Rauðagerðismálið eða fleiri mál.“ Skjólstæðingur Steinbergs hyggst leita réttar síns. „Ég geng fastlega útfrá því að gengið verði eftir bótum í málinu.“ Peningaþvætti í Euro Market Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Eins og fjallað var um í fréttatíma okkar í gær var hið svokallaða Euro market mál látið niður falla fyrir nokkrum dögum. En málið var kynnt sem eitt allra stærsta peningaþvættis og fíkniefnamál sem yfirvöld hafa tekist á við. Haldinn var stór blaðamannafundur þar sem málið var kynnt og fjölmiðlum boðið á staðinn, en nú þegar málið hefur verið fellt niður hefur verið minna um svör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður eins þeirra sem höfðu stöðu grunaðs manns í næstum 6 ár gagnrýnir þessa blaðamannafundi. „Þarna er hlutlægni lögreglu varpað alveg frá þar sem að lögregla, í beinni útsendingu oftar en ekki, kemur fram til þess að útskýra mál með einhverjum hætti. Eins og það sé búið að sakfella fólk. Þessi fundur þarna í desember 2017 var þannig uppsettur að því var bara hreinlega haldið fram að þetta væri stærsta peningaþvættismál íslandssögunnar.“ Steinbergur segir engin fíkniefni hafa fundist yfir höfuð. Málið var mörg ár í rannsókn en tjón þeirra sem höfðu réttarstöðu sakborninga allan þennan tíma er talsvert að sögn hans. „Já og svo ef maður tekur afleiðingar fólksins sjálfs. Að vera handtekin um miðja nótt af sérsveit lögreglunnar undir alvæpni. Hneppt í gæsluvarðhald vikum saman. Svo að vera haldið með þessa réttarstöðu allan þennan tíma er mjög þungbært.“ Svona stórir blaðamannafundir séu orðnir full algengir og endi yfirleitt á einn veg. „Ég man ekki eftir neinu máli þar sem þetta hefur verið gert þar sem það hefur ekki sprungið með einhverjum hætti í andlit lögreglu. Hvort sem það er hryðjuverkamálið eða þessi borðum skreytti fundur 2017 eða Rauðagerðismálið eða fleiri mál.“ Skjólstæðingur Steinbergs hyggst leita réttar síns. „Ég geng fastlega útfrá því að gengið verði eftir bótum í málinu.“
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01