Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið

Adam Idah innsiglaði sigur Írlands í einvíginu við Búlgaríu, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Hann hafði fengið fund með Heimi Hallgrímssyni í von um að spila meira og saman glöddust þeir í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Frakk­land verður með Ís­landi í riðli

Frakkland verður með Íslandi í riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026. Það varð ljóst eftir sigur liðsins í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu, í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætla ekki að standa hérna og af­saka neitt“

„Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Horfi enn þá mjög já­kvæður á fram­haldið“

„Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun: Ís­land - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er fallið niður í C-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 3-1 tap gegn Kósovó í heimaleik Íslands í Murcia á Spáni í kvöld. Ísland tapaði því einvíginu 5-2 og það verða Kósovóar sem spila í B-deild keppninnar í fyrsta sinn, haustið 2026.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex breytingar á byrjunar­liðinu

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Tveir Skagamenn sem spila vanalega á miðjunni eru í vörninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvær ó­líkar í­þróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“

„Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekktur með sitt hlut­skipti en gengur í takt með hópnum

Stefán Teitur Þórðar­son var svekktur með að byrja ekki fyrri leik Ís­lands gegn Kó­sovó í um­spili fyrir sæti í B-deildar Þjóða­deildarinnar í fót­bolta líkt og hver einasti leik­maður í lands­liðinu hefði verið. Hann metur mögu­leikana fyrir seinni leikinn mikla og segir að sam­staða hópsins sé það sem geti skilað liðinu langt.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoraði í fyrsta lands­leiknum

England vann 2-0 á Wembley gegn Albaníu í undankeppni HM 2026. Þetta var fyrsti leikur Englendinga undir stjórn Tomas Tuchel. Hinn átján ára gamli Myles Lewis-Skelly skoraði opnunarmarkið, í sínum fyrsta landsleik, Harry Kane bætti svo við í seinni hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“

Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sá Ronaldo í nær­buxum og vildi verða eins

Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni.

Fótbolti