Ofbeldi gegn börnum Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Innlent 28.10.2020 19:31 Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. Innlent 28.10.2020 13:05 Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. Erlent 27.10.2020 21:44 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. Innlent 27.10.2020 08:00 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Innlent 23.10.2020 14:33 Dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni ómerktur og sendur aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar yfir manni sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar, að hafa haft barnaklám í vörslum sínum og fíkniefnalagabrot. Innlent 15.10.2020 20:48 Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Innlent 15.10.2020 12:21 Eflum þjónustu og stuðning við börn sem sætt hafa ofbeldi Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Skoðun 9.10.2020 10:01 Íslendingur dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni í Svíþjóð Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir kynferðisbrot gegn barn, tælingu og líkamsárás. Erlent 3.10.2020 19:30 Þegar börn beita önnur börn ofbeldi Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Skoðun 1.10.2020 17:31 Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Innlent 30.9.2020 18:27 60 daga fangelsi fyrir að hafa slegið á rass sjö ára drengja Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað áreitt tvo sjö ára drengi kynferðislega í ótilgreindri sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.9.2020 17:27 Kynferðisbrotamál á hendur starfsmanni frístundaheimilis fellt niður Mál á hendur starfsmanni frístundaheimilis sem grunaður var um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur verið fellt niður. Innlent 26.9.2020 14:06 Netflix-stjarna ákærð fyrir framleiðslu barnaníðsefnis Jeremiah Harris hefur verið ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis. Erlent 17.9.2020 20:44 Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Skoðun 17.9.2020 11:31 Enginn komið við sögu lögreglu fyrr en þeir voru gripnir með barnaklám Enginn þeirra fjögurra íslensku karla sem hafa verið til rannsóknar vegna vörslu barnaníðsefnis hafði komið við sögu lögreglu fyrr en málin komu upp. Innlent 15.9.2020 18:32 Fundu mörg hundruð þúsund myndir af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum Íslenskir karlmenn sem lögregla hefur rannsakað síðustu mánuði höfðu mörg hundruð þúsund myndir og myndbrot af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í fórum sínum. Tvö málanna eru komin til ákæruvaldsins og rannsókn er á lokastigi í tveimur þeirra. Innlent 15.9.2020 13:01 Íslenskir karlmenn teknir með gríðarlegt magn barnaníðsefnis Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn barnaníðsefnis hjá íslenskum karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar síðustu mánuði. Tvö málanna hafa verið send til ákæruvaldsins og tvö eru á lokastigi rannsóknar. Innlent 14.9.2020 18:15 Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Innlent 14.9.2020 13:53 Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Foreldrar eru í mikilli neyð. Innlent 13.9.2020 21:19 Upplýsa þurfi konur af erlendum uppruna um tilvist Kvennaathvarfsins Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Innlent 12.9.2020 11:24 Staða barna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfinu slæm Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Innlent 11.9.2020 21:31 Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Innlent 10.9.2020 20:01 Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni stuðningsfulltrúans Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Guðmundar Ellerts Björnssonar, fyrrverandi stuðningsfulltrúa hjá Barnavernd Reykjavíkur, um að mál hans verði tekið fyrir hjá réttinum. Innlent 10.9.2020 16:50 Sala hafin á Fokk Ofbeldi bol með mynd frá Önnu Maggý og ljóði GDRN UN Women á Íslandi hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. UN Women á Íslandi fengu GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins. Lífið 3.9.2020 09:16 „Ofbeldið hafði óafturkræf áhrif á mig sem barn og unga konu“ Fjölgun hefur verið á tilkynningum um ofbeldi í faraldri kórónuveirunnar hér á landi, meðal annars vegna ofbeldis gegn börnum. Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hefur helgað líf sitt að fræða aðra og hjálpa fólki að vinna úr áföllum. Lífið 30.8.2020 09:00 Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. Innlent 30.8.2020 07:17 Særði blygðunarkennd dóttur sinnar og tveggja vinkvenna hennar Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Innlent 26.8.2020 17:53 Þremur og hálfu ári bætt við dóm Þorsteins Héraðsdómur Reykjaness hefur gert Þorsteini Halldórsssyni upp hegningarauka upp á þrjú og hálft fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn öðrum pilti. RÚV greinir frá. Innlent 24.8.2020 17:19 Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Lífið 24.8.2020 13:31 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 28 ›
Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Innlent 28.10.2020 19:31
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. Innlent 28.10.2020 13:05
Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. Erlent 27.10.2020 21:44
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. Innlent 27.10.2020 08:00
„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Innlent 23.10.2020 14:33
Dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni ómerktur og sendur aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar yfir manni sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar, að hafa haft barnaklám í vörslum sínum og fíkniefnalagabrot. Innlent 15.10.2020 20:48
Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Innlent 15.10.2020 12:21
Eflum þjónustu og stuðning við börn sem sætt hafa ofbeldi Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Skoðun 9.10.2020 10:01
Íslendingur dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni í Svíþjóð Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir kynferðisbrot gegn barn, tælingu og líkamsárás. Erlent 3.10.2020 19:30
Þegar börn beita önnur börn ofbeldi Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Skoðun 1.10.2020 17:31
Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Innlent 30.9.2020 18:27
60 daga fangelsi fyrir að hafa slegið á rass sjö ára drengja Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað áreitt tvo sjö ára drengi kynferðislega í ótilgreindri sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.9.2020 17:27
Kynferðisbrotamál á hendur starfsmanni frístundaheimilis fellt niður Mál á hendur starfsmanni frístundaheimilis sem grunaður var um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur verið fellt niður. Innlent 26.9.2020 14:06
Netflix-stjarna ákærð fyrir framleiðslu barnaníðsefnis Jeremiah Harris hefur verið ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis. Erlent 17.9.2020 20:44
Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Skoðun 17.9.2020 11:31
Enginn komið við sögu lögreglu fyrr en þeir voru gripnir með barnaklám Enginn þeirra fjögurra íslensku karla sem hafa verið til rannsóknar vegna vörslu barnaníðsefnis hafði komið við sögu lögreglu fyrr en málin komu upp. Innlent 15.9.2020 18:32
Fundu mörg hundruð þúsund myndir af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum Íslenskir karlmenn sem lögregla hefur rannsakað síðustu mánuði höfðu mörg hundruð þúsund myndir og myndbrot af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í fórum sínum. Tvö málanna eru komin til ákæruvaldsins og rannsókn er á lokastigi í tveimur þeirra. Innlent 15.9.2020 13:01
Íslenskir karlmenn teknir með gríðarlegt magn barnaníðsefnis Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn barnaníðsefnis hjá íslenskum karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar síðustu mánuði. Tvö málanna hafa verið send til ákæruvaldsins og tvö eru á lokastigi rannsóknar. Innlent 14.9.2020 18:15
Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Innlent 14.9.2020 13:53
Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Foreldrar eru í mikilli neyð. Innlent 13.9.2020 21:19
Upplýsa þurfi konur af erlendum uppruna um tilvist Kvennaathvarfsins Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Innlent 12.9.2020 11:24
Staða barna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfinu slæm Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. Innlent 11.9.2020 21:31
Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. Innlent 10.9.2020 20:01
Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni stuðningsfulltrúans Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Guðmundar Ellerts Björnssonar, fyrrverandi stuðningsfulltrúa hjá Barnavernd Reykjavíkur, um að mál hans verði tekið fyrir hjá réttinum. Innlent 10.9.2020 16:50
Sala hafin á Fokk Ofbeldi bol með mynd frá Önnu Maggý og ljóði GDRN UN Women á Íslandi hefja í dag sölu á glænýjum Fokk ofbeldi bol. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. UN Women á Íslandi fengu GDRN til leggja átakinu lið en FO langerma bolurinn skartar ljóði GDRN sem er táknrænt fyrir baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi á bakhlið bolarins. Lífið 3.9.2020 09:16
„Ofbeldið hafði óafturkræf áhrif á mig sem barn og unga konu“ Fjölgun hefur verið á tilkynningum um ofbeldi í faraldri kórónuveirunnar hér á landi, meðal annars vegna ofbeldis gegn börnum. Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hefur helgað líf sitt að fræða aðra og hjálpa fólki að vinna úr áföllum. Lífið 30.8.2020 09:00
Unglingar grunaðir um að hafa beitt rafbyssu í líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás í Garðabæ. Fimm sextán til sautján ára gamlir unglingar eru grunaðir um líkamsárásina, auk þess sem að talið að þeir hafi beitt rafbyssu. Innlent 30.8.2020 07:17
Særði blygðunarkennd dóttur sinnar og tveggja vinkvenna hennar Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Innlent 26.8.2020 17:53
Þremur og hálfu ári bætt við dóm Þorsteins Héraðsdómur Reykjaness hefur gert Þorsteini Halldórsssyni upp hegningarauka upp á þrjú og hálft fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Í fyrra var Þorsteinn dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn öðrum pilti. RÚV greinir frá. Innlent 24.8.2020 17:19
Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. Lífið 24.8.2020 13:31