Heilbrigðismál

Fréttamynd

Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót

Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta.

Innlent
Fréttamynd

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Bíður eftir útsölum til að kaupa gleraugu á dætur sínar

„Dætur mínar geta ekki verið án gleraugna, þær verða að vera með þau til að geta lifað eðlilegu lífi.“ Þetta segir Ása Ingiþórsdóttir sem berst nú fyrir því að gleraugu barna verði að fullu niðurgreidd af ríkinu. Hún segir grófa mismunun felast í því að heyrnartæki barna séu niðurgreidd en gleraugu ekki.

Innlent
Fréttamynd

Til­laga um gjaldfrjálsar tíðar­vörur felld á Al­þingi

Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi

Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Geðheilbrigðismálin ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins

Heilbrigðisráðherra mun taka mið af þeim ábendingum sem komu fram á geðheilbrigðisþingi í morgun frá sérfræðingum jafnt sem notendum geðheilbrigðisþjónustu við smíði nýrrar geðheilbrigðisstefnu til 2030. Hún segir brýnasta ákallið á sviði geðheilbrigðismála vera betri samþættingu ólíkra kerfa samfélagsins. Geðheilbrigðismálin séu ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Sjö sinnum fleiri smitast í líkams­ræktar­stöðvum en sund­laugum

Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls.

Innlent
Fréttamynd

Covid-19 viðvörunarkerfið kynnt til leiks

Covid-19 viðvörunarkerfi hefur verið kynnt sem ætlað er að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík

Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina.

Innlent
Fréttamynd

Gott sam­fé­lag tryggir gott geð­heil­brigði

Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs.

Skoðun
Fréttamynd

Meira en helmingur Covid-sjúklinga fann fyrir truflun á bragð­skyni

Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðarsýnin að konur geti sjálfar tekið strok

Frá 4. janúar 2021 munu konur geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á heilsuvera.is eða á næstu heilsugæslustöð. Þá munu þær sem sækja reglubundna skimun vegna krabbameins í brjóstum getað pantað tíma hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana frá 6. janúar nk.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns

Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun.

Innlent
Fréttamynd

Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdar er um þrír milljarðar króna sem skiptist á þann veg að ríkið greiðir 85% og Akureyrarbær greiðir 15%.

Innlent
Fréttamynd

„Blóðug sóun“ Land­spítalans

Undanfarnar vikur hefur borið á talsverðri umfjöllun um Landspítalann og stöðu hans í miðjum heimsfaraldri. Landspítalinn er nú loks kominn af hættustigi yfir á óvissustig en erfitt er að gleðjast yfir því þegar fregnir berast af hagræðingarkröfu stjórnvalda gagnvart spítalanum og uppsöfnuðum hallarekstri hans, sem mun að óbreyttu skerða þjónustu við sjúklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær veirur á Al­þjóð­lega al­næmis­deginum 1. desember

HIV og COVID-19. Líkindin má finna í einangruninni. Smitótti er einnig til staðar nú eins og þá. Smitsjúkdómadeildin A7 er enn við lýði. Öll í þessum sóttvarnargöllum. Við sem smituðumst af HIV á níunda áratugnum þekkjum þá. Það er ekkert við heilbrigðisfólk að sakast. Það fylgir sóttvarnarreglum. Verður ópersónulegt í göllunum.

Skoðun
Fréttamynd

Bráðabólguheilkenni ekki komið upp hjá barni hér á landi

Sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að bráðabólguheilkenni hafi komið upp hjá barni hér á landi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sjö ára íslenskan dreng í Svíþjóð sem veiktist lífshættulega af bráðabólguheilkenni í tengslum við Covid-19. 

Innlent