Heilbrigðismál

Fréttamynd

Lyfja­með­ferð í skaðaminnkun

Tilefni þessara skrifa er umræða sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru allir?

Á komandi árum og áratugum mun fjöldi þeirra sem greinast með heilabilunarsjúkdóma margfaldast. Ástæðan er ekki sú að um eiginlegan „faraldur“ sé að ræða heldur sú staðreynd að á næstu árum komast stórar kynslóðir eftirstríðsáranna á þann aldur að auknar líkur eru á að þeir greinist með heilabilunarsjúkdóm.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðva ekki starf­semi Intuens

Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Fækkum rauðu rósunum

Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið.

Skoðun
Fréttamynd

Lyfja­með­ferð í skaðaminnkandi til­gangi?

Í nýlegri frétt á Vísi kemur fram að læknirinn Árni Tómas Ragnarsson hafi skrifað út lyf til handa einum veikasta hópi samfélagsins í skaðaminnkandi tilgangi um nokkurt skeið. Þetta eru einstaklingar sem hann hefur væntanlega af sinni læknisfræðilegu kunnáttu metið og í framhaldinu veitt þeim þá meðferð sem hann hefur talið besta fyrir hvern og einn. 

Skoðun
Fréttamynd

Enn stefnt að lokun á­fanga­heimilis Sam­hjálpar

Starfsemi áfangaheimilisins Brúar verður hætt í janúar á næsta ári. Áfangaheimilið er rekið af Samhjálp og er staðsett við Höfðabakka. Greint er frá lokuninni í Morgunblaðinu í dag og rætt við framkvæmdastjóra Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur. Félagsþjónusta Reykjavíkur ætlar að tryggja heimilisfólki húsaskjól. 

Innlent
Fréttamynd

Ljós­mæðrum brugðið við fram­göngu stjórn­enda á Akur­eyri

Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

For­stjóri „í stríðshug“ sagður ætla að stýra stofnuninni einn

Forstjóri HSS var borinn þungum sökum í dómssal í máli sem hann höfðaði sjálfur gegn heilbrigðisráðherra. Forstjórinn er sagður hafa slitið öllu sambandi við framkvæmdastjórnina, afboðað alla fundi og ætli sér að stjórna stofnuninni einn. Margt hafi gengið á í stjórnartíð hans en nú þegar styttist í starfslok virðist hann í stríðshug.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög þungt högg fyrir Akur­eyri“

Tveir heimilislæknar hafa sagt upp störfum á heilsugæslunni á Akureyri og nýverið var tveimur yfirlæknum sagt upp. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir ástandið þungt högg fyrir bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður SÍ vegna offitulyfja tæpir tveir milljarðar á árinu

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna sykursýkislyfja sem einnig eru notuð til þyngdarstjórnunar hefur tólffaldast á síðustu fimm árum. Það segir í tilkynningu frá stofnuninni en kostnaður á þessu ári er nær tveir milljarðar. Sviðsstjóri segir stofnunina ekki sjá fram á að breyta reglum um niðurgreiðslu. 

Innlent
Fréttamynd

Eldri og ein­mana

Ein af 19 tillögum Flokks fólksins lagðar fram við seinni umræðu Fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar 5. desember er að stofnað verði stöðugildi fagaðila til að bjóða eldra fólki sálfélagslega þjónustu. Margir sem komnir eru á þennan aldur eru einmana.

Skoðun
Fréttamynd

Að­stand­endur komi með rauða rós fyrir þá sem þau hafi misst

Þrír aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma hafa fengið nóg af úrræðaleysi stjórnvalda og biðlistum og boða til mótmæla næsta laugardag á Austurvelli frá klukkan 13 til 15. Auk þess hafa þau stofnað ný samtök fyrir aðstandendur sem kallast Samtök aðstandenda og fíknisjúkra, SAF.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vinnu­fær eftir á­rás nemanda

Valgerður Þórunn Ásgeirsdóttir var nýbyrjuð að vinna sem iðjuþjálfi í grunnskóla þegar hún varð fyrir árás af hálfu nemanda og slasaðist illa. Afleiðingarnar voru þær að hún varð óvinnufær og datt út af vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Okkur blæðir hjúkrunar­fræðingum

Það eru rúm níu ár frá því ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef misst af jólum, áramótum, íþróttamótum og allskyns viðburðum sem flesta langar til að upplifa með sínum nánustu. Ég elska vinnuna mína en ein lítil mistök í starfi geta auðveldlega rústað lífum annarra og mínu eigin.

Skoðun