Heilbrigðismál

Fréttamynd

Segir nýja rannsókn líflínu fyrir sig

Hin 26 ára gamla Katrín Björk Guðjónsdóttir hefur verið rétt líflína í baráttunni við séríslenskan erfðasjúkdóm sem veldur heilablæðingu hjá fólki á þrítugsaldri.

Innlent
Fréttamynd

Velferðarnefnd vill auka vægi sjúkraflutningamanna utan spítala

Lagt er til að Alþingi álykti um að fela heilbrigðisráðherra að móta heildstæða opinbera stefnu um rekstur og skipulag bráðaþjónustu utan spítala. Formfesta þannig samstarf þeirra sem sinna þjónustunni, skilgreina með skýrari hætti ábyrgð og verkaskiptingu og efla menntun, endurmenntun og starfsþjálfun þeirra sem starfa við sjúkra- og neyðarflutninga og veita bráðaþjónustu á vettvangi slysa, veikinda eða í öðrum neyðartilvikum.

Innlent
Fréttamynd

Borgarbúar fá frítt í strætó á morgun

Strætó bs ætlar að bjóða borgarbúum frían dagspassa í Strætóappinu á morgun vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir svokölluðum "gráum degi“ en þá er svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í kringum stórar umferðaræðar.

Innlent
Fréttamynd

Án ECMO dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf

Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun lækna á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Sungið fyrir ferðafrelsi Einars Óla

Einar Óli er lamaður eftir alvarlega heilablæðingu. Ættingjar hans og vinir halda styrktartónleika á mánudagskvöld. Markmiðið er sér­útbúinn bíll sem mun gera hann frjálsari ferða sinna.

Innlent
Fréttamynd

Missti minnið eftir raflost

Gunn­hildur Una lýsir reynslu sinni af raf­lost­með­ferðum sem hún fór í á Land­spítalanum. Hún glímdi við djúpt þung­lyndi og með­ferðin átti að kippa henni upp, hratt og örugg­lega. Eftir með­ferðina missti hún bæði minni og færni til að gera ein­földustu hluti eins og að kaupa inn mat.

Innlent
Fréttamynd

Málefni aldraðra eitt af stóru málum ársins

Stjórnvöld standa frammi fyrir þeirri staðreynd að meðalaldur fólks fer hækkandi með ári hverju. Mikil fjölgun hefur orðið í aldursflokki aldraðra og segir landlæknir málaflokkinn vera áskorun enda hafi lengi verið vandi á Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Tveir Íslendingar fá heilablóðfall á dag

Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi.

Innlent
Fréttamynd

Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna

Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur.

Erlent