Heilbrigðismál

Fréttamynd

Bjarga barnslífum með fræðsluátaki

Læknar, ljósmæður og heilbrigðisstarfsmenn munu taka þátt í nýju fræðsluátaki sem sannað þykir að bjargar barnslífum. Mæðrum verður kennt að þekkja hreyfingar barns síns á seinni hluta meðgöngu. Rúmlega sjötíu manns hlaupa og safna fyrir átakinu.

Innlent
Fréttamynd

Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir

Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Rítalín best við barna-ADHD

Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum.

Erlent
Fréttamynd

Hætti á dvalarheimili eftir lyfjaþjófnað

Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málefni starfsmanns á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi sem tekið hafði morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Viðkomandi starfsmaður hefur látið af störfum. Formaður stjórnar dvalarheimilisins segir að farið verði yfir verkferla.

Innlent
Fréttamynd

40 árum seinna

Níu mánuðum eftir að sæði og eggfruma áttu stefnumót í ræktunarskál á rannsóknarstofu á Bretlandi – undir hárréttum kringumstæðum og vökulu auga vísindamanns – kom Louise Brown í heiminn þann 25. júlí árið 1978, á Oldham-sjúkrahúsinu í Manchester.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö ljósmæður draga uppsagnir til baka

Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf

Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Öryrkjar borga mun meira en áður

Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári.

Skoðun
Fréttamynd

Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands

Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri.

Innlent