Heilbrigðismál

Fréttamynd

Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi

Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Hnetusmjör innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu

Peter Pan hnetusmjör hefur verið innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu. Allir sem eiga Peter Pan krukkur með framleiðslunúmeri sem hefst á tölunum 2111 ættu að farga þeim eða skila til verslunarinnar þar sem þær voru keyptar.

Innlent
Fréttamynd

Neytendasamtökin vilja lög um transfitusýrur

Neytendasamtökin hvetja til þess að sett verði lög um transfitusýrur. Þau segja að rannsóknir hafi sýnt að transfitusýrur séu skaðlegar heilsu manna og þá sérstaklega með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma.

Innlent
Fréttamynd

Um hundrað merktir í tölvukerfi vegna bakteríunnar

Svokölluð Mosa-baktería hefur ekki fundist í þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð á Landsspítalanum eftir að hún greindist í sjúklingi á þriðjudag. Búið er að rannsaka um helming sýnanna. Þeir sem eitt sinn hafa greinst með bakteríuna fara ávallt í einangrun við komu á sjúkrahús en um hundrað manns eru þannig merktir í kerfi Landsspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Niðurskurður og sumarlokanir hjá SHA

Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Áhöfn Hvals 9 skýtur aðra langreyði

Áhöfnin á Hval 9 hefur skotið aðra langreyði. Hvalurinn er talinn vera yfir 60 fet og veiddist um 210 sjómílur vestur af Hvalfirði um klukkan hálffimm í dag. Hvalur 9 siglir nú til Hvalfjarðar og kemur þangað um tvöleytið á morgun þar sem hvalurinn verður skorinn.

Innlent
Fréttamynd

Rýmt fyrir enn hættulegri manni

Geðsjúkum afbrotamanni, sem dæmdur var á Sogn í kjölfar líkamsárásar og líflátshótana, var sleppt fyrir viku án dómsúrskurðar vegna þess að það þurfti að taka í vistun hættulegri einstakling. Kona sem maðurinn hefur ofsótt á grundvelli ranghugmynda árum saman fékk ekki að vita af lausn mannsins fyrr en hann sendi henni ástarbréf og blóm daginn eftir að honum var sleppt.

Innlent
Fréttamynd

Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir

Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi.

Innlent
Fréttamynd

20 prósent dýrara en yfirvinna Íslendinganna

Það verður 20 prósent dýrara að fá danska hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum en að fá íslenska hjúkrunarfræðinga til að manna vaktirnar í yfirvinnu. Stjórnendur spítalans segja þetta hins vegar tryggja mönnun á þeim vöktum sem Danirnir eru ráðnir á meðan á sumarfríum starfsmanna stendur.

Innlent
Fréttamynd

Vill fjölga nýnemum í hjúkrun um fjörutíu á ári

Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands segir vilja til að fjölga þeim sem hefja nám í hjúkrunarfræði um fjörutíu á ári en til þess þurfi aukna fjárveitingu. Menntamálaráðherra segir fund ráðgerðan með heilbrigðisráðherra til að finna lausn á skorti á hjúkrunarfræðingum.

Innlent
Fréttamynd

Tekjutenging verður ekki afnumin

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki stefna að því að fella niður tekjutengingu almannatryggingabóta. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Trassa að fara til tannlæknis

Áttunda hvert ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára hefur ekki farið til tannlæknis um tveggja ára skeið og helmingur þeirra ekki um þriggja ára skeið.

Innlent
Fréttamynd

70 börn á gjörgæsluna árlega

Um sjötíu börn þarf að flytja, ár hvert, af Barnaspítalanum á gjörgæslu, sem er í næsta húsi. Hágæsluherbergi var ekki á forgangslista spítalans, enda talið brýnna að bæta við tækjum og fullmanna stöður fyrir almenna þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Öryrki eftir störf á sjúkrahúsi

Flestir fara á sjúkrahús til að fá bót meina sinna, en í tilfelli Hildar Stefánsdóttur, var það á sjúkrahúsi sem veikindi hennar hófust. Landspítalinn verður að greiða Hildi Stefánsdóttur tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir vegna meðhöndlunar skaðlegra efna þegar hún vann á spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldi í æsku leiðir til sjúkdóma síðar

Kynferðislegt ofbeldi í æsku veldur líkamlegum sjúkdómum allt að fimmtíu árum síðar samkvæmt nýjum rannsóknum. Norskur læknir, Dr. Anne Luise Kirkengen, sem kynnir þessar rannsóknir hér á landi segir þær gerbreyta sýn okkar á hvaða afleiðingar ofbeldi hefur á börn og í raun almennt á samspil vanlíðunar og líkamlegra sjúkdóma.

Innlent
Fréttamynd

Vilja kaupa sig framhjá biðlistum hjúkrunarheimila

Fólk hefur boðið milljónir til að koma ættingjum sínum efst á biðlista á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, en á milli tvö og þrjú hundruð manns bíða eftir plássi þar. Borgin vill taka við hluta af öldrunarþjónustu frá ríkinu

Innlent
Fréttamynd

Mikill missir vegna lítils penings

Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Skattur á þá efnaminni

Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu eru aukaskattur á tekjulágt og fátækt fólk, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að ávinningurinn af innheimtu notendagjalda sé lítill eða enginn og þau valdi því helst að efnaminna fólk hafi ekki efni á heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

183 hafa smitast af HIV

Yngsti Íslendingurinn sem hefur greinst með alnæmi var innan við fimm ára gamall og smitaðist í móðurkviði. Alls hafa 183 Íslendingar smitast af HIV-veirunni frá árinu 1983.

Innlent
Fréttamynd

Eitt barn smitaðist af alnæmi

Yngsti Íslendingurinn sem hefur greinst með alnæmi var innan við fimm ára gamall og smitaðist frá móður. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttar þingmanns um alnæmissmit.

Innlent
Fréttamynd

Reykingafólk í meiri áhættu

Reykingar geta aukið áhættuna á að fólk fái psoriasis og gert einkenni sjúkdómsins alvarlegri en ef fólk reykir ekki. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem birtust í dag.

Erlent
Fréttamynd

Flensuyf til fyrir þriðjung þjóðarinnar

Í landinu eru til 89 þúsund skammtar af Tamiflú og Relensa inflúensulyfjum sem gripið verður til komi til heimsfaraldurs inflúensu og duga skammtarnir fyrir um þriðjung þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 400 í mjög brýnni þörf

402 eldri borgarar eru í mjög brýnni þörf eftir dvöl á hjúkrunarheimili og 53 í brýnni þörf. Þetta kemur fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Jón óttast ekki dómstóla

Stefna Öryrkjabandalagsins á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samkomulagi við öryrkja verður þingfest á morgun. Heilbrigðisráðherra segist ekki óttast dómstóla. Öryrkjar telja að fimmhundruð milljónir vanti upp á til að samkomulagið sem gert var í mars árið 2003, sé að fullu efnt.

Innlent
Fréttamynd

Contalgin hið íslenska heróín

Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segir að kalla megi morfínlyfið Contalgin hið íslenska heróín - svo vinsælt er það orðið á fíkniefnamarkaðnum. Hann segir að fréttaskýring Kompáss í gær hafi ekki síst fært lögreglunni heim sanninn um að nauðsynlegt sé að huga betur að baráttunni gegn læknadópinu en áður.

Innlent
Fréttamynd

Enn óvissa um starfsemi nýrnadeildar

Enn ríkir óvissa um starfsemi nýrnadeildar Landspítala-Háskólasjúkrahús. Helmingur af hjúkrunarfræðingum deildarinnar hættir störfum á deildinni um árámótin að óbreyttu. Hjúkrunarforstjóri spítalans fundaði með hjúkrunarfræðingunum í dag.

Innlent