Heilbrigðismál Eru dyrnar opnar í heilbrigðiskerfinu fyrir veikasta fólkið okkar? Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta Skoðun 19.11.2022 09:02 Falin skattheimta í skjóli samningsleysis Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Skoðun 19.11.2022 07:01 Breytingar á lögum um geymslu fósturvísa í samráðsgátt Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar. Innlent 18.11.2022 07:01 Mikil fjölgun á testósterón-ávísunum til kvenna „Frá því í september 2021 og fram í lok febrúar 2022 um það bil tvöfaldaðist fjöldi lyfjaávísana á testósterón til kvenna. En eftir það sést gífurleg aukning. Innlent 17.11.2022 06:36 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. Innlent 16.11.2022 11:26 Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 15.11.2022 14:12 Styrkja en tryggja ekki fólk með sykursýki: „Gerið betur, í alvöru talað“ Færsla sem tryggingarfélagið Vörður birti á samfélagsmiðlum í gær fór öfugt ofan í marga sem þjást af sykursýki. Alþjóðlegur dagur sykursýki var í gær og Vörður minnti af því tilefni á Dropann, styrktarfélag barna sem greinst hafa með sykursýki. „Við látum okkur þetta málefni varða og styrkjum Dropann með stolti“, segir í færslu Varðar. Félagið tryggir hins vegar hvorki börn né fullorðna með sykursýki. Innlent 15.11.2022 12:57 Einstaklingum í uppbótarmeðferð fjölgað úr 276 í 438 Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum. Innlent 15.11.2022 07:22 Fjöldi umsókna vegna lýtaaðgerða hefur tæplega þrefaldast Umsvif Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist mikið frá árinu 2018. Til að mynda gerðu þær í fyrra tæplega þrefalt fleiri nýja samninga en árið 2018. Þá hefur umsóknum vegna lýtaaðgerða fjölgað um 184 prósent og umsóknum vegna aðgerða erlendis fjölgað um 269 prósent. Innlent 13.11.2022 17:59 Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið! Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Skoðun 13.11.2022 15:00 Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. Innlent 12.11.2022 07:00 Húsfyllir á Heilbrigðisþinginu á Hilton Húsfyllir var á Heilbrigðisþinginu á Hilton í gær sem hófst með setningarávarpi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Lífið 11.11.2022 12:00 Daglegt hrós til að ýta undir gróskuhugarfar Það er líklega fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líðan og hugarfarið sem við búum yfir. Það er talið að við séum með 50-70 þúsund hugsanir í kollinum á hverjum sólarhring. Skoðun 11.11.2022 08:01 Fékk sársaukafyllsta sjúkdóm í heimi eftir efnabruna Lífið tók U-beygju hjá ungri konu fyrr á þessu ári þegar hún greindist með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallaður hefur verið sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi. Þrátt fyrir gríðarlega mikil veikindi og miklar breytingar í lífinu lætur hún ekki deigan síga. Framtíðarplönin eru fleiri en áður eða líf með sjúkdómi og líf án hans. Allt geti gerst. Innlent 11.11.2022 07:00 Flestir bíða lengur en þrjá mánuði eftir völdum skurðaðgerðum Enn bíða of margir eftir völdum skurðaðgerðum í flestum aðgerðarflokkkum, umfram viðmið embættisins um ásættanlegan biðtíma. Þá hefur þeim fjölgað hlutfallslega sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Innlent 11.11.2022 06:37 „Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“ Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins. Innlent 10.11.2022 21:01 Áminning læknis skal standa Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa. Innlent 10.11.2022 20:03 Bein útsending: Rær í fimmtíu tíma til stuðnings Píeta Einar Hansberg ætlar að vekja athygli á mikilvægu starfi Píeta-samtakanna á Íslandi með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á Concept2-tæki, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma. Vísir sýnir beint frá æfingunni. Lífið 10.11.2022 15:16 Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða. Innherji 10.11.2022 11:41 Kynmisræmi er ekki sjúkdómur Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Skoðun 10.11.2022 11:31 Fleiri konur undir fertugt greinast með krabbamein í brjósti en leghálsi Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Skoðun 10.11.2022 08:00 Heilbrigðisþing 2022 - bein útsending Bein útsending er hér í spilaranum fyrir neðan frá Heilbrigðisþingi sem fram fer í dag. Þingið hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 16. Samstarf 10.11.2022 08:00 Hafa áhyggjur af frumvarpi um aukna lausasölu lyfja og benda meðal annars á tíðni parasetamóleitrana Parasetamóleitranir eru algengasta ástæða bráðrar lifrarbilunar á Vesturlöndum en 542 slíkar eitranir áttu sér stað á Íslandi á árunum 2010 til 2017. Innlent 10.11.2022 07:11 4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur. Innlent 10.11.2022 06:38 Hafa lagt út milljónir vegna ófrjósemi Kona sem greitt hefur sjö milljónir króna í meðferðir og annan kostnað vegna ófrjósemi segir mikilvægt að fólk í sömu sporum fái meiri fjárhagslegan stuðning. Innlent 9.11.2022 21:00 Þverpólitísk sátt um ofskynjunarsveppi Þingmenn úr öllum flokkum standa að baki þingsályktunartillögu sem var mælt fyrir á Alþingi í dag um að heimila notkun efnisins sílósíbín í geðlækningaskyni. Efnið er svokallað hugvíkkandi efni og er virka efnið í 250 mismunandi sveppategundum, sem stundum eru nefndir ofskynjunarsveppir. Innlent 9.11.2022 20:21 Bættari heilsa með góðu heilsulæsi Heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings fimmtudaginn 10. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Að þessu sinni er heilbrigðisþingið helgað lýðheilsu og er öllum opið Skoðun 9.11.2022 18:31 Húsleit hjá sálfræðingi sem sætir nú lögreglurannsókn Sálfræðingurinn Jón Sigurður Karlsson sætir lögreglurannsókn. Húsleit hefur verið gerð á heimili hans. Hann fór á dögunum í skýrslutöku til lögreglu. Innlent 9.11.2022 13:25 Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Skoðun 8.11.2022 17:00 Leikskólabörn að greinast með flensuna Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. Innlent 7.11.2022 21:30 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 215 ›
Eru dyrnar opnar í heilbrigðiskerfinu fyrir veikasta fólkið okkar? Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta Skoðun 19.11.2022 09:02
Falin skattheimta í skjóli samningsleysis Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Skoðun 19.11.2022 07:01
Breytingar á lögum um geymslu fósturvísa í samráðsgátt Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar. Innlent 18.11.2022 07:01
Mikil fjölgun á testósterón-ávísunum til kvenna „Frá því í september 2021 og fram í lok febrúar 2022 um það bil tvöfaldaðist fjöldi lyfjaávísana á testósterón til kvenna. En eftir það sést gífurleg aukning. Innlent 17.11.2022 06:36
Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. Innlent 16.11.2022 11:26
Lyfjaafgreiðsla í Laugarási í lausu lofti eftir lokun Lyfju Útibúi Lyfju í Laugarási var lokað um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur óskað eftir því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) taki við lyfjaafgreiðslu en hefur ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 15.11.2022 14:12
Styrkja en tryggja ekki fólk með sykursýki: „Gerið betur, í alvöru talað“ Færsla sem tryggingarfélagið Vörður birti á samfélagsmiðlum í gær fór öfugt ofan í marga sem þjást af sykursýki. Alþjóðlegur dagur sykursýki var í gær og Vörður minnti af því tilefni á Dropann, styrktarfélag barna sem greinst hafa með sykursýki. „Við látum okkur þetta málefni varða og styrkjum Dropann með stolti“, segir í færslu Varðar. Félagið tryggir hins vegar hvorki börn né fullorðna með sykursýki. Innlent 15.11.2022 12:57
Einstaklingum í uppbótarmeðferð fjölgað úr 276 í 438 Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum. Innlent 15.11.2022 07:22
Fjöldi umsókna vegna lýtaaðgerða hefur tæplega þrefaldast Umsvif Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist mikið frá árinu 2018. Til að mynda gerðu þær í fyrra tæplega þrefalt fleiri nýja samninga en árið 2018. Þá hefur umsóknum vegna lýtaaðgerða fjölgað um 184 prósent og umsóknum vegna aðgerða erlendis fjölgað um 269 prósent. Innlent 13.11.2022 17:59
Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið! Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Skoðun 13.11.2022 15:00
Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. Innlent 12.11.2022 07:00
Húsfyllir á Heilbrigðisþinginu á Hilton Húsfyllir var á Heilbrigðisþinginu á Hilton í gær sem hófst með setningarávarpi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Lífið 11.11.2022 12:00
Daglegt hrós til að ýta undir gróskuhugarfar Það er líklega fátt sem hefur jafn mikil áhrif á líðan og hugarfarið sem við búum yfir. Það er talið að við séum með 50-70 þúsund hugsanir í kollinum á hverjum sólarhring. Skoðun 11.11.2022 08:01
Fékk sársaukafyllsta sjúkdóm í heimi eftir efnabruna Lífið tók U-beygju hjá ungri konu fyrr á þessu ári þegar hún greindist með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallaður hefur verið sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi. Þrátt fyrir gríðarlega mikil veikindi og miklar breytingar í lífinu lætur hún ekki deigan síga. Framtíðarplönin eru fleiri en áður eða líf með sjúkdómi og líf án hans. Allt geti gerst. Innlent 11.11.2022 07:00
Flestir bíða lengur en þrjá mánuði eftir völdum skurðaðgerðum Enn bíða of margir eftir völdum skurðaðgerðum í flestum aðgerðarflokkkum, umfram viðmið embættisins um ásættanlegan biðtíma. Þá hefur þeim fjölgað hlutfallslega sem hafa beðið lengur en þrjá mánuði. Innlent 11.11.2022 06:37
„Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“ Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins. Innlent 10.11.2022 21:01
Áminning læknis skal standa Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa. Innlent 10.11.2022 20:03
Bein útsending: Rær í fimmtíu tíma til stuðnings Píeta Einar Hansberg ætlar að vekja athygli á mikilvægu starfi Píeta-samtakanna á Íslandi með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á Concept2-tæki, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma. Vísir sýnir beint frá æfingunni. Lífið 10.11.2022 15:16
Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða. Innherji 10.11.2022 11:41
Kynmisræmi er ekki sjúkdómur Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis. Skoðun 10.11.2022 11:31
Fleiri konur undir fertugt greinast með krabbamein í brjósti en leghálsi Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Skoðun 10.11.2022 08:00
Heilbrigðisþing 2022 - bein útsending Bein útsending er hér í spilaranum fyrir neðan frá Heilbrigðisþingi sem fram fer í dag. Þingið hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 16. Samstarf 10.11.2022 08:00
Hafa áhyggjur af frumvarpi um aukna lausasölu lyfja og benda meðal annars á tíðni parasetamóleitrana Parasetamóleitranir eru algengasta ástæða bráðrar lifrarbilunar á Vesturlöndum en 542 slíkar eitranir áttu sér stað á Íslandi á árunum 2010 til 2017. Innlent 10.11.2022 07:11
4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur. Innlent 10.11.2022 06:38
Hafa lagt út milljónir vegna ófrjósemi Kona sem greitt hefur sjö milljónir króna í meðferðir og annan kostnað vegna ófrjósemi segir mikilvægt að fólk í sömu sporum fái meiri fjárhagslegan stuðning. Innlent 9.11.2022 21:00
Þverpólitísk sátt um ofskynjunarsveppi Þingmenn úr öllum flokkum standa að baki þingsályktunartillögu sem var mælt fyrir á Alþingi í dag um að heimila notkun efnisins sílósíbín í geðlækningaskyni. Efnið er svokallað hugvíkkandi efni og er virka efnið í 250 mismunandi sveppategundum, sem stundum eru nefndir ofskynjunarsveppir. Innlent 9.11.2022 20:21
Bættari heilsa með góðu heilsulæsi Heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings fimmtudaginn 10. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica. Að þessu sinni er heilbrigðisþingið helgað lýðheilsu og er öllum opið Skoðun 9.11.2022 18:31
Húsleit hjá sálfræðingi sem sætir nú lögreglurannsókn Sálfræðingurinn Jón Sigurður Karlsson sætir lögreglurannsókn. Húsleit hefur verið gerð á heimili hans. Hann fór á dögunum í skýrslutöku til lögreglu. Innlent 9.11.2022 13:25
Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Skoðun 8.11.2022 17:00
Leikskólabörn að greinast með flensuna Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. Innlent 7.11.2022 21:30