Heilbrigðismál

Fréttamynd

Skurðstofur rifnar niður hjá HSS og hæð breytt í legudeild

Skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem aldrei hafa verið notaðar fyrir samfélagið í Reykjanesbæ síðast liðinn áratug hafa verið rifnar niður. Húsnæðið verður nýtt til að tvöfalda legurými á spítalanum og bráðamóttakan verður stækkuð mikið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu

Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir.

Innlent
Fréttamynd

Skugga­hliðar barns­fæðinga

Á hverju ári hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gert 17. september að alþjóðadegi sjúklingaöryggis. Í ár hefur dagurinn verið tileinkaður öryggi fæðandi kvenna og nýbura um allan heim.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningarnar snúast um þessi þrjú mál

Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa.

Skoðun
Fréttamynd

Loksins undið ofan af mis­munun barna með fæðinga­galla

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti á dögunum bráðabirgðaákvæði inn í reglugerð um greiðsluþátttöku til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga. Með ákvæðinu eru tekin af öll tvímæli um að öllum börnum með skarð í efri tannboga eða klofinn góm, harða eða mjúka, sé tryggð 95% endurgreiðsla vegna tannlækninga eða tannréttinga.

Innlent
Fréttamynd

Klikkaða líf!

Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði.

Skoðun
Fréttamynd

Að læra að kenna

Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar.

Skoðun
Fréttamynd

Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu

Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu.

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­kerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Vaxta­laust lán til ríkisins frá lands­byggðinni

Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Hefði viljað ganga lengra í dag

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað ganga lengra í tilslökunum á sóttvarnatakmörkunum innanlands. Hún hefði meðal annars vilja afnema grímuskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Heilbrigðismál sem kosningamál

„Heilbrigðismál eru kosningamál,“ bergmálar í fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda Alþingiskosninga. Heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum mikla þolraun á síðustu misserum. En jafnvel þótt heimsfaraldrinum linni er krísa heilbrigðisþjónustunnar langt í frá í baksýnisspeglinum.

Innlent
Fréttamynd

Að byrgja brunn ...

Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti.

Skoðun
Fréttamynd

Til­slakanir í kortunum

Sóttvarnarlæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í morgun minnisblað með tillögum í Covid-sóttvörnum. Þetta staðfestir ráðherra í samtali við fréttastofu, en segist ekki hafa lesið minnisblaðið í þaula, en þar sé að finna tillögur um tilslakanir í sóttvarnaraðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast samnings­fundar fyrir kosningar

Félag talmeinafræðinga á Íslandi hefur krafist þess að Sjúkratryggingar Íslands gangi að samningsborðinu við félagið fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu Sjúkratrygginga við félagið.

Innlent
Fréttamynd

Tómas Guð­bjarts­son skurð­læknir: „Fá­rán­legt“ að senda sjúk­linga utan í að­gerðir sem mætti gera hér á landi utan LSH

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítala (LSH), segir að „borin von“ sé að spítalinn geti sinnt öllum verkefnum sínum miðað við núverandi fjárveitingar og telur að ýmsar valkvæðar aðgerðir, líkt og mjaðma- og hnéskiptaðagerðir, ættu að geta farið fram annarsstaðar en á LSH. Þá gæfist meira svigrúm til að sinna þar sérhæfðari þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

„Þú gleymir aldrei“

Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Himin­lifandi með boðaða breytingu Svan­dísar

Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg.

Innlent
Fréttamynd

Öflugri heil­brigðis­þjónusta á Suður­landi

Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðug aukning bak­verkja, hvað er til ráða

Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt.

Skoðun