Stjórnsýsla

Fréttamynd

Ráð­gjafi van­hæfur vegna fjár­hags­legra hags­muna og fyrrverandi for­­stöðu­­maður fær vonda um­­­sögn

Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi.

Innlent
Fréttamynd

„Blóra­böggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun

Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði

„Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kerfi sem bjóði þing­mönnum upp á spillingu

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. 

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn fá punkta á sitt kort fyrir flug­ferðir greiddar af ríkinu

Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. 

Innlent
Fréttamynd

„Meiri­háttar trúnaðar­brestur“ innan ríkis­stjórnarinnar

Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarfélög í samkeppnisrekstri og árið er 2023

Síðustu ár hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem málefni byggðasamlaga höfuðborgarsvæðisins hafa verið til umræðu. Vissulega hafa verkefni þeirra oft verið krefjandi en alvarlegir ágallar er varða umgjörð þeirra og verkefni hafa verið umræðuefni í a.m.k. rúman áratug.

Skoðun
Fréttamynd

Stað­festi um­deildar breytingar þrátt fyrir and­mæli FME

Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti fordæmalausar breytingar á samþykktum lífeyrissjóða, sem fólu það í sér að áunnum lífeyrisréttindum var breytt mismikið milli kynslóða, þrátt fyrir að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefði gefið neikvæða umsögn og ráðlagt ráðuneytinu að synja sjóðunum staðfestingu. Að mati eftirlitsins er ekki lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag. 

Innherji
Fréttamynd

Gögn Borgar­skjala­safns telja tíu kíló­metra

„Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“

Innlent
Fréttamynd

Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið

Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 

Innlent
Fréttamynd

Skipuð ráðu­neytis­stjóri í ráðu­neyti Lilju

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“

Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Galin stjórn­sýsla

Þá er óbreytt strandsvæðaskipulag runnið í gegn hjá Sigurði Inga innviðaráðherra. Það er búið að eyða mikilli vinnu og stórum upphæðum í það. Seyðisfjörður var settur í burðarþolsmat á röngum forsendum skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðunar, af þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurði Inga Jóhannessyni. Skipulagið er nánast eins og lagt var upp með fyrir fjórum árum. Sjókvíaeldið stjórnaði bæði upphafi og enda.

Skoðun
Fréttamynd

Segir enga peninga að fá nema í gegnum kunningsskap

Sveitarstjóri Húnabyggðar segir það sæta furðu að ekkert gerist í forgangsröðun á fjármunum ríkisins til svæða eins og Húnabyggðar nema í gegnum kunningsskap og útdeilingar úr nefndum þar sem ekkert gagnsæi ríki.

Innlent