Bretland

Fréttamynd

Salmond formaður nýs sjálfstæðis-flokks

Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, verður formaður nýs stjórnmálaflokks sem mun berjast fyrir aðskilnaði frá Bretlandi. Alba-flokkurinn var stofnaður í janúar og mun bjóða fram í þingkosningunum 6. maí.

Erlent
Fréttamynd

Konum á miðjum aldri hættara við lang­tíma­veikindum af Co­vid

Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu.

Erlent
Fréttamynd

Ný bylgja muni brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga

„Eftir á að hyggja er eflaust margt sem við vildum óska að við hefðum vitað og margt sem við vildum óska að við hefðum gert öðruvísi, eftir á að hyggja, af því að við vorum að berjast við nýjan sjúkdóm undir allt öðruvísi kringumstæðum en nokkur fyrrverandi stjórnvöld gátu ímyndað sér.“

Erlent
Fréttamynd

Harry prins til BetterUp

Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki útilokað að ferðabann verði framlengt

Varnarmálaráðherra Bretlands segir ekki hægt að útiloka þann möguleika að ferðabann verði framlengt í því skyni að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Það sé því ekki skynsamlegt að bóka utanlandsferðir eins og staðan sé núna.

Erlent
Fréttamynd

Leeds goðsögnin Peter Lorimer látinn

Peter Lorimer, markahæsti leikmaður í sögu Leeds United, er látinn 74 ára að aldri. Lorimer skoraði 238 mörk í 705 leikjum fyrir félagið, en hann hafði glímt við langvarandi veikindi.

Fótbolti
Fréttamynd

Aldrei fleiri kvartanir borist

Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður.

Lífið
Fréttamynd

ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands

Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor

Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel.

Erlent
Fréttamynd

Segja að­gerðir lög­reglu á minningar­sam­komu hafa verið nauð­syn­legar

Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum.

Erlent
Fréttamynd

Rifjar upp hjólaferð yfir Sprengisand meira en sextíu árum síðar

Áratugum áður en Ísland varð að vinsælum áfangastað erlends útivistarfólks hjóluðu Bretinn Ron Bartle og þrír förunautar hans þvert yfir hálendið á sjötta áratug síðustu aldar. Bartle, sem er nú á níræðisaldri, rifjar upp svaðilförina í nýrri stuttmynd kvikmyndagerðarmanns sem reyndi að feta í hjólspor hans.

Ferðalög
Fréttamynd

Álit Breta á Meg­han og Harry aldrei verið verra

Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist.

Erlent
Fréttamynd

Hafa fundið líkamsleifar Everard

Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard.

Erlent