Rússland

Fréttamynd

Búist við auknum sóknarþunga Rússa

Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum.

Erlent
Fréttamynd

Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði

Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segist handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir séu að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári.

Erlent
Fréttamynd

Eld­flauga­á­rásir gerðar á mið­borg Kænu­garðs

Rússar gerðu eldflaugaárás á miðborg Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, snemma í morgun. Vitali Klitschko borgarstjóri greinir frá því á samfélagsmiðlum að sprengingar hafi orðið í Sjevtsjenkiskíj-hverfinu og að björgunaraðilar séu nú að störfum á vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur

Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi.

Erlent
Fréttamynd

Hættir við blaðamannafund í fyrsta sinn í tíu ár

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur hætt við að halda árlegan blaðamannafund í lok árs. Er það í fyrsta sinn í tíu ár sem þessi fundur fer ekki fram. Forsetinn hefur notað fundina til að styrkja ímynd sína í Rússlandi og svara spurningum blaðamanna ríkismiðla Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segir stríðið lengra en hann bjóst við

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að hin „sértæka hernaðaraðgerð“ eins og hann kallar innrás Rússa í Úkraínu, hefði staðið lengur yfir en hann bjóst við. Hins vegar hefði Rússum tekist að ná landsvæði og sagði hann að kjarnorkuvopn Rússlands hefðu komið í veg fyrir að átökin stigmögnuðust.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn fordæma „óábyrgt“ hjal um kjarnorkuvopn

Bandaríkjamenn hafa fordæmt Rússa fyrir óábyrgt tal um mögulega notkun kjarnorkuvopna eftir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gaf það í skyn í gær að áhættan á notkun vopnanna væri að aukast en að Rússar yrðu ekki fyrstir til að grípa til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Fölsuðu sjúkraskýrslur barna svo þeim yrði ekki rænt

Starfsfólk á barnaspítala í Kherson falsaði sjúkraskýrslur munaðarlausra barna og sögðu þau veikari en þau voru í rauninni. Þetta gerðu þau svo Rússar, sem náðu tökum á borginni snemma í innrás þeirra í Úkraínu, flyttu börnin ekki til Rússlands og rændu þeim.

Erlent
Fréttamynd

Víða rafmagnlaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið

Rafmagnslaust varð víða í borgum Úkraínu í dag eftir að Rússar skutu tugum stýriflauga að ríkinu. Loftvarnir Úkraínu eru sagðar hafa skotið niður flestar stýriflaugarnar en minnst tveir eru látnir í Saporisjía-héraði.

Erlent
Fréttamynd

Snowden sór Rúss­landi hollustu­eið

Edward Snowden, sem ljóstraði um um stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, sór Rússlandi hollustueið og fékk rússneskt vegabréf í dag, að sögn lögmanns hans. Rússar veittu Snowden hæli eftir að hann flúði Bandaríkin í kjölfar uppljóstrananna.

Erlent
Fréttamynd

Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar

Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

„Án Bandaríkjanna værum við í vanda“

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur kallað eftir því að Evrópuríkin efli varnargetu sína í kjölfar átakanna í Úkraínu. Hún segir styrk Evrópu ónógan án Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í upphaf innrásarinnar: Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á

Þótt eldflaugar eins og Javelin og NLAW, sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum, nytu mikillar athygli og bakhjarlar Úkraínu sendu slík vopn þangað í massavís, var það hið hefðbundna stórskotalið sem gerði Úkraínumönnum kleift að verja Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar og mars. Um tíma voru tólf rússneskir hermenn á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu.

Erlent