Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Páll segir „hvellskýrt“ að fjár­mála­ráð­herra beri á­byrgð

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hóta að færa milljarða við­skipti frá Ís­lands­banka

Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Einka­vædd einka­væðing

Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Skoðun
Fréttamynd

Kata­strófísk krísu­stjórnun Ís­lands­banka

Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banka­salan eitt far­sælasta út­boðið í Evrópu

Stjórnar­menn Banka­sýslu ríkisins segja það hafa verið mikil von­brigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka. Þeir standa við orð sín um að hluta­fjár­út­boðið hafi verið það far­sælasta í Ís­lands­sögunni og segja það eitt af far­sælli út­boðum Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að gera starfs­­menn per­­sónu­­lega á­byrga fyrir sektar­greiðslum

Hægt er að hafa fullt traust á ís­lensku fjár­mála­kerfi þrátt fyrir þá at­vika­lýsingu sem lesa má um í sátt Fjár­mála­eftir­litsins við Ís­lands­banka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efna­hags-og við­skipta­nefnd fyrir skemmstu. Full­trúar frá Seðla­bankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birna lætur af störfum hjá Ís­lands­banka

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brotin geti haft mikið að segja um orð­spor Ís­lands­banka

Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd.

Innherji
Fréttamynd

Banka­sýsla ríkisins lýsir yfir miklum von­brigðum

Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina

Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg.

Innlent
Fréttamynd

„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 

Innlent
Fréttamynd

Enn þarf að bíða eftir að vaxtahækkanir hemji útlánavöxt bankanna

Áfram er mikill þróttur í útlánum banka þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir að undanförnu. Hagfræðingur bendir á að tíminn frá því að ákveðið sé að fara af stað í fjárfestingarverkefni og þar til banki láni til þeirra geti verið nokkuð langur. Þess vegna þurfi að bíða aðeins lengur til að sjá hver áhrifin verði af nýlegum vaxtahækkunum.

Innherji
Fréttamynd

Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Best að líta á sparnaðar­reikninga eins og bland í poka

Lektor í við­skipta­fræði við Há­skóla Ís­lands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér ó­verð­tryggða eða verð­tryggða sparnaðar­reikninga á þeim verð­bólgu­tímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjöl­breytta sparnaðar­reikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða.

Viðskipti innlent