Björgunarsveitir Ríflega eitt hundrað leita Svanhvítar Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær. Innlent 22.4.2022 22:32 Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. Innlent 8.4.2022 13:07 Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. Innlent 8.4.2022 09:58 Einn fluttur í sjúkraflugi á Landspítalann Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.4.2022 07:16 Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. Innlent 7.4.2022 20:13 Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. Innlent 30.3.2022 17:25 Björguðu villtum ferðamönnum við gosstöðvarnar Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu villtum ferðamönnum til aðstoðar við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í dag. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkustundir en voru nokkuð brattir miðað við aðstæður. Innlent 23.3.2022 20:39 Björgunarsveitir kallaðar út Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út klukkan hálf ellefu vegna slasaðrar konu í Fremri Veðurárdal austan við Breiðamerkurjökul. Innlent 19.3.2022 12:06 Voru að störfum fram á nótt við að hjálpa ökumönnum á Reykjanesi Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna tilkynninga um ökumenn í vandræðum á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en veður versnaði þar skyndilega upp úr miðnætti þegar fór að hvessa með talsverðri úrkomu. Innlent 18.3.2022 11:39 Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. Innlent 17.3.2022 11:12 Komu erlendum ferðamanni á fjallaskíðum til bjargar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna erlends ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Tilkynnt hafði verið um skíðamanninn um hádegisbil en sá hafði farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði og ekki skilað sér niður á áætluðum tíma. Innlent 16.3.2022 16:27 Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið. Innlent 15.3.2022 21:02 Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. Innlent 15.3.2022 00:03 Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. Innlent 14.3.2022 22:08 Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Innlent 14.3.2022 18:45 Rúta með 40 farþegum lenti utan vegar í Þrengslunum Björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir hádegi vegna rútu sem hafnaði utan vegar í Þrengslunum en um borð voru 40 farþegar sem þurfti að aðstoða. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar segir auk þess að björgunarsveitarfólk hafi þurft að aðstoða ökumenn fleiri ökutækja á svæðinu. Innlent 14.3.2022 12:07 Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. Innlent 9.3.2022 16:07 Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. Innlent 8.3.2022 17:38 Hugleiðingar um Djúpveg og Súðavíkurhlíð Nú er stysti mánuður ársins liðinn. Febrúar 2022 telur 28 daga. Skoðun 1.3.2022 16:30 Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Innlent 28.2.2022 13:25 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. Innlent 28.2.2022 08:22 Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. Innlent 25.2.2022 17:08 Rúmlega fimmtíu útköll björgunarsveita Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út í rúmlega fimmtíu útköll vegna óveðursins. Talsvert er um fasta bíla á Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og í Borgarnesi. Innlent 25.2.2022 13:20 Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar. Innlent 22.2.2022 22:44 Björgunarsveitin í Keflavík bjargaði tveimur mönnum naumlega úr höfninni Björgunarsveitin í Keflavík var á fullu í alla nótt, eins og björgunarsveitir um allt land, til að koma í veg fyrir alls konar tjón, fok á ruslatunnum, þakplötum og öllu þessu „klassíska“. Eitt útkall stóð þó framar öðrum, þegar tveir ungir menn urðu innlyksa í höfninni. Innlent 22.2.2022 08:51 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. Innlent 22.2.2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. Innlent 22.2.2022 00:13 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. Innlent 21.2.2022 20:17 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Innlent 21.2.2022 17:47 Fólk haldi sig heima vegna ófærðar Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld. Innlent 19.2.2022 18:55 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 47 ›
Ríflega eitt hundrað leita Svanhvítar Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær. Innlent 22.4.2022 22:32
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. Innlent 8.4.2022 13:07
Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. Innlent 8.4.2022 09:58
Einn fluttur í sjúkraflugi á Landspítalann Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Innlent 8.4.2022 07:16
Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. Innlent 7.4.2022 20:13
Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. Innlent 30.3.2022 17:25
Björguðu villtum ferðamönnum við gosstöðvarnar Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu villtum ferðamönnum til aðstoðar við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í dag. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkustundir en voru nokkuð brattir miðað við aðstæður. Innlent 23.3.2022 20:39
Björgunarsveitir kallaðar út Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út klukkan hálf ellefu vegna slasaðrar konu í Fremri Veðurárdal austan við Breiðamerkurjökul. Innlent 19.3.2022 12:06
Voru að störfum fram á nótt við að hjálpa ökumönnum á Reykjanesi Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna tilkynninga um ökumenn í vandræðum á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en veður versnaði þar skyndilega upp úr miðnætti þegar fór að hvessa með talsverðri úrkomu. Innlent 18.3.2022 11:39
Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. Innlent 17.3.2022 11:12
Komu erlendum ferðamanni á fjallaskíðum til bjargar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna erlends ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Tilkynnt hafði verið um skíðamanninn um hádegisbil en sá hafði farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði og ekki skilað sér niður á áætluðum tíma. Innlent 16.3.2022 16:27
Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið. Innlent 15.3.2022 21:02
Ferðamaðurinn fundinn heill á húfi Ferðamaðurinn sem leitað var á Mælifellssandi við Fjallabak er fundinn heill á húfi. Að sögn Landsbjargar var hann orðinn nokkuð kaldur og hrakinn en heilsast að öðru leyti vel. Innlent 15.3.2022 00:03
Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. Innlent 14.3.2022 22:08
Leit að ferðamanni að Fjallabaki Björgunarsveitir hafa verið kallaðir út í leit að ferðamanni á Mælifellssandi við Fjallabak. Tilkynning barst úr neyðarsendi konunnar rétt fyrir klukkan fimm síðdegis. Innlent 14.3.2022 18:45
Rúta með 40 farþegum lenti utan vegar í Þrengslunum Björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir hádegi vegna rútu sem hafnaði utan vegar í Þrengslunum en um borð voru 40 farþegar sem þurfti að aðstoða. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar segir auk þess að björgunarsveitarfólk hafi þurft að aðstoða ökumenn fleiri ökutækja á svæðinu. Innlent 14.3.2022 12:07
Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. Innlent 9.3.2022 16:07
Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. Innlent 8.3.2022 17:38
Hugleiðingar um Djúpveg og Súðavíkurhlíð Nú er stysti mánuður ársins liðinn. Febrúar 2022 telur 28 daga. Skoðun 1.3.2022 16:30
Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Innlent 28.2.2022 13:25
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. Innlent 28.2.2022 08:22
Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. Innlent 25.2.2022 17:08
Rúmlega fimmtíu útköll björgunarsveita Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út í rúmlega fimmtíu útköll vegna óveðursins. Talsvert er um fasta bíla á Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og í Borgarnesi. Innlent 25.2.2022 13:20
Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar. Innlent 22.2.2022 22:44
Björgunarsveitin í Keflavík bjargaði tveimur mönnum naumlega úr höfninni Björgunarsveitin í Keflavík var á fullu í alla nótt, eins og björgunarsveitir um allt land, til að koma í veg fyrir alls konar tjón, fok á ruslatunnum, þakplötum og öllu þessu „klassíska“. Eitt útkall stóð þó framar öðrum, þegar tveir ungir menn urðu innlyksa í höfninni. Innlent 22.2.2022 08:51
Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. Innlent 22.2.2022 00:53
Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. Innlent 22.2.2022 00:13
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. Innlent 21.2.2022 20:17
Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Innlent 21.2.2022 17:47
Fólk haldi sig heima vegna ófærðar Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld. Innlent 19.2.2022 18:55