
Slökkvilið

Bruni í bílskúr í Suðurhvammi í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna bruna í bílskúr í Suðurhvammi í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Fjórir á sjúkrahúsi eftir árekstra
Þung umferð er um alla borgina um þessar mundir og fjöldinn allur af umferðaróhöppum. Vakthafi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir fjóra hafa verið flutta á sjúkrahús í kjölfar árekstra. Enginn hlaut alvarlega áverka.

Ákærður fyrir að brjótast inn í sumarhús og brenna það til kaldra kola
Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll með því að brjótast inn í sumarhús og kveikja í því, með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna.

Bílvelta við Hamraborg
Bílvelta varð við Hamraborg í Kópavogi um þrjú- fjögurleytið í dag.

Lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga manninum sem lést
Eldsvoði um borð í netabátnum Grímsnesi GK555 kviknaði út frá vettlingaþurrkara í stakkageymslu bátsins. Einn lést í brunanum en einn bátsverja lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga honum en tókst ekki að komast til hans.

Hringbraut lokað vegna áreksturs
Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða.

Játaði að hafa kveikt í Útgerðinni
Maður hefur játað að hafa kveikt í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi skömmu fyrir áramót.

Leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grindavík
Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Lögreglustjóri segir manninn hafa verið að störfum við að fylla í sprunguna. Enginn sjónarvottur hafi verið að atvikinu en grunur þó vaknað um slysið.

Brennuvargurinn í Kópavogi gengur laus
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári karlmanns sem kveikt í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi á laugardagskvöld. Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi við Vísi.

Eldur í vörubíl við Geirland
Eldur kviknaði í mannlausum vörubíl inni á athafnasvæði við Geirland 1 nálægt Gunnarshólma við Suðurlandsveg. Slökkvilið sendi tvo bíla á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins.

Hellti bensíni yfir fjóra bíla í Kópavogi og kveikti í
Lögregla leitar að manni sem kveikti í fjórum bílum á bílastæði við Smiðjuveg í Kópavogi í nótt. Maðurinn náðist á öryggismyndavél hella úr bensínbrúsa yfir bíla og kveikja í þeim einum af öðrum.

„Það virðast einhverjir brennuvargar vera á ferð“
Kveikt var í þremur mannlausum bílum fyrir framan bifvélaverkstæði við Smiðjuveg í Kópavogi í kvöld. Slökkviliðið hefur þar að auki verið á fleygiferð um bæinn í kvöld við að slökkva í smærri eldum.

Fyrstu boð um að kviknað væri í framhaldsskólanum
Eldur kom upp í sorpgeymslu við Framhaldsskólann á Húsavík á þriðja tímanum í nótt. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi þar sem slökkviliði barst útkall um að eldur hefði komið upp í skólanum. Líkur eru taldar á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Hafnarfjarðarvegi
Bílvelta varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi skömmu fyrir klukkan fimm í morgun.

Nýr slökkvibíll á Bíldudal styttir viðbragðstíma
Slökkviliðið á Bíldudal fékk afhentan nýjan slökkvibíl í desember. Nýi bíllinn kemur til með að stytta viðbragðstíma slökkviliðsins og bæta starfsumhverfi og öryggi slökkviliðsmanna.

Árið 2023 í myndum: Skjálftar á skjálfta ofan
Það var titringur víða í samfélaginu árið 2023. Hatrammar kjaradeilur settu mark sitt á árið og tekist var á um hvalveiðar, útlendingamál og valdheimildir lögreglu, svo eitthvað sé nefnt.

Eldur í bílskúr í Hafnarfirði
Eldur kom upp í bílskúr við Kjóahraun í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti.

Þrír sjúkrabílar sendir á Hólmsheiði
Þrír sjúkrabílar voru kallaðir til vegna atviks á Hólmsheiði í kvöld.

Fylgdi hyggjuvitinu og kom í veg fyrir stórbruna
Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum.

Enginn reykskynjari í húsinu
Enginn reykskynjari var í húsnæðinu í Skipholti sem kviknaði í í gær. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði og sá gangandi vegfarandi um að tilkynna um eldsvoðann.

Eldur í jólaskreytingu í Skipholti
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall í Skipholtinu í dag vegna elds sem kviknaði í jólaskreytingu.

Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni
Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða.

Reykurinn á Melhaga reyndist vera frá reykingu
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á tíunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði yfir bílskúr á Melhaga í Reykjavík. Í ljós kom að reykurinn kom frá reykofni þar sem verið var að reykja máltíð í aðdraganda jóla.

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Háaleitisbraut
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíl velti á Háaleitisbraut fyrr í kvöld.

Eldur kviknaði í bíl um borð í Baldri
Eldur kviknaði í bíl um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri á meðan björgunaræfingu stóð. Ferjan var þó ekki á siglingu og ekkert tjón varð á fólki eða skipinu.

Tíu bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi
Tíu bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hlutu fleiri minniháttar áverka.

Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði.

Maðurinn með níu líf
Guðmundur Hinrik Hjaltason húsasmíðameistari er sagður vera með níu líf. Í vikunni fór hann inn í logandi bíl, til að losa hann úr handbremsu. Aðgerðin bjargaði líklega húsi Guðmundar frá eldsvoða.

Flutningabíll á hliðina við Fitjar
Flutningabíll fór á hliðina við stóra hringtorgið við Fitjar á Reykjanesbraut við samnefndan bæ á leiðinni vestur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu slasaðist enginn alvarlega.

„Þokkaleg“ næturvakt þar til að dót var sett á helluborð
Næturvakt Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafði verið „þokkaleg“ þar til að tilkynning um eld í íbúð í Breiðholti barst um klukkan 06 í morgun.