Slökkvilið

Fréttamynd

Allt til­tækt lið sent í út­kall sem reyndist ó­þarft

Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar, var sent á Seltjarnarnes á þriðja tímanum í dag vegna tilkynningar um reyk. Þegar á staðinn var komið varð ljóst að ekki væri um neinn eld að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Tók langan tíma að fatta að vinna þyrfti úr áfallinu

Sólrún Alda Waldorff, sem komst lífs af en brenndist illa í bruna í Mávahlíð í október fyrir tveimur árum, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á að hún þyrfti að vinna úr áfallinu. Sólrún Alda segir sögu sína í tilefni af eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni

Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu. 

Innlent
Fréttamynd

Rýmdu leikskóla á Ísafirði vegna reyks

Börn og starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði drifu sig í flýti út úr leikskólanum á tíunda tímanum vegna reyks sem lagði frá byggingunni. Var öllum nemendum og starfsfólki beint í Safnahúsið, við hlið Eyrarskjóls.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í hálku í Kjós

Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir eftir að bíll þeirra lenti utan vegar í hálku við Félagsgarð í Kjós um klukkan fjögur síðdegis í dag. Þeir voru fluttir á slysadeild og er aðgerðum viðbragðsaðila á vettvangi lokið.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði

Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks.

Innlent
Fréttamynd

Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks

Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í bifreið í Háagerði í nótt

Nokkur viðbúnaður var í Háagerði í Reykjavík í nótt vegna bílbruna. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 2 en talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni. Var hún flutt af vettvangi þegar búið var að slökkva eldinn og er málið í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Lögin loks farin að virka og fleiri mál komin í kæruferli

Tvö mál eru nú til rannsóknar og komin í kæruferli vegna óviðunandi brunavarna en í sumar féll dómur í sambærilegu máli. Þetta kom fram í erindi fagstjóra forvarnasviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á námstefnunni Á vakt fyrir Ísland, en málin sem kærð hafa verið eru talin mjög alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Á vakt fyrir Ísland

Í dag og á morgun fer fram málþingið „Á vakt fyrir Ísland“, sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir. Á dagskrá eru ýmis erindi sem tengjast störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og umfjöllun um nokkur af stærri verkefnum þeirra síðasta ár.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í hannyrðastofu Borgaskóla

Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöldi. Þegar slökkvilið bar að garði var brunaviðvörunarkerfið í gangi og vatnsúðakerfi einnig í hluta skólans.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið komst ekki inn götu fyrir lögðum bílum

Dælubíll slökkviliðsins komst ekki inn götu sem hann hafði verið kallað út að nýlega vegna þess hvernig bílum við hana var lagt. Búið var að leggja bílum báðum megin götunnar og hún því orðin allt of þröng fyrir dælubíla.

Innlent