Brasilía

Fréttamynd

Brasilía hafnar rússneska bóluefninu

Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum

Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti.

Erlent
Fréttamynd

Stendur ekki við gefin lofts­lagslof­orð

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bol­sonaro greiðir blaða­manni bætur vegna niðrandi um­mæla

Dómstóll í Brasilíu hefur dæmt Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, til þess að greiða kvenkyns blaðamanni bætur vegna ærumeiðandi ummæla sem hann lét falla í febrúar á síðasta ári. Blaðamaðurinn vann sambærilegt mál gegn syni forsetans í janúar á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Telja sjúkrahús í Brasilíu komin að þolmörkum

Heilbrigðiskerfið flestum stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna fjölda sjúklinga með Covid-19, að mati heilbrigðisstofnunar landsins. Heimshlutanum er talin standa ógn af aðgerðaleysi brasilískra stjórnvalda við faraldrinum sem fær að geisa nær hömlulaust.

Erlent
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfi Brasilíu að sligast

Heilbrigðiskerfi stærstu borga Brasilíu er komið að fótum fram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Fiocruz stofnuninni.

Erlent
Fréttamynd

Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum

Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Ígildi íslensku þjóðarinnar liggur í valnum

Alls hafa 365.346 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, þar sem haldið er utan um opinberar tölur. Það þýðir að fleiri hafa dáið þar en Íslendingar voru í upphafi síðasta árs.

Erlent
Fréttamynd

Max-flug­vélar aftur í á­ætlunar­flug

Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu

Hópur þungvopnaðra bankaræningja myrti gísl og átti í skotbardaga við lögreglumenn á götum smábæjar í Brasilíu í dag. Svipað bankarán þar sem ræningjar beittu skotvopnum og sprengjum var framið í annarri brasilískri borg í gær. Í báðum tilvikum voru ræningjarnir á þriðja tug.

Erlent
Fréttamynd

Mesta eyðing regn­skóga í Brasilíu frá 2008

Eyðing regnskóganna í Brasilíu á þessu ári er meiri en hún hefur verið frá árinu 2008. Alls hafa rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir frá ágúst 2019 og fram í júlí á þessu ári og er það 9,5 prósenta aukning frá fyrra ári.

Erlent