Kanada

Fréttamynd

Leik­stjórinn Jean-Marc Vallé­e er látinn

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects.

Lífið
Fréttamynd

Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna

Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi.

Erlent
Fréttamynd

Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum

Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Hrökk upp við að loftsteinn lenti í rúminu

Kanadísk kona slapp með skrekkinn þegar loftsteinn hrapaði í gegnum þakið á húsi hennar og lenti í rúminu við hliðina á henni. Ruth Hamilton vaknaði með látum á heimili hennar í Bresku Kólumbíu fyrr í mánuðinum en hún hélt fyrst að tré hefði fallið á húsið.

Erlent
Fréttamynd

„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar

Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar.

Erlent
Fréttamynd

Vínlandskortið reyndist falsað

Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins.

Erlent
Fréttamynd

Fjármálastjóri Huawei fær að fara aftur heim til Kína

Fjármálastjóri kínverska tæknirisans Huawei mun fá að snúa aftur til Kína eftir þrjú ár á bak við lás og slá í Kanada. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti þetta í dag en gegn lausninni mun fjármálastjórinn þurfa að viðurkenna brotin sem hann er sakaður um. 

Erlent
Fréttamynd

Það var ég eða hann segir lögreglumaður sem skaut kollega sinn eftir rifrildi

Réttarhöld eru hafin yfir kanadískum lögreglumanni sem var skotinn af öðrum lögreglumanni eftir rifrildi þeirra á milli úti á vettvangi. Lögreglumaðurinn sem var skotinn er ákærður fyrir mótþróa við handtöku, líkamsárás með vopni og árás á lögregluþjón. Sá sem skaut segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Erlent