Svíþjóð

Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn
Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar.

„Peps“ Persson fallinn frá
Sænski tónlistarmaðurinn Peps Persson er fallinn frá, 74 ára að aldri. Umboðsmaður Perssons segir að hann hafi látist á laugardaginn, eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið.

Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun.

Komið að ögurstund hjá Löfven
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti.

Löfven til í að leiða ríkisstjórn áfram
Stefan Löfven og Jafnaðarmannaflokkur hans eru tilbúnir til þess að halda áfram að axla ábyrgð á stjórn Svíþjóð eftir að þingið lýsti vantrausti á hendur honum í morgun. Hann hefur viku til að ákveða næstu skref.

Sænska stjórnin fallin
Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar.

Örlög Löfven ráðast innan skamms
Sænska þingið greiðir innan skamms atkvæði um vantrauststillögu gegn forsætisráðherranum Stefan Löfven.

„Næsti Zlatan“ loks að standa undir nafni
Alexander Isak er nafn sem flest þeirra sem fylgjast vel með fótbolta hafa heyrt um. Um er að ræða sænskan framherja sem hefur verið kallaður „næsti Zlatan Ibrahimović“ enda eiga þar margt sameiginlegt.

Sænska ríkisstjórnin gæti fallið á mánudag
Sænska þingið mun greiða atkvæði um vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á ríkisstjórn Stefan Löfven á mánudag.

Fyrirliði Svía setti Evrópumet
Caroline Seger, fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, setti í dag Evrópumet er Svíþjóð gerði markalaust jafntefli við Ástralíu í vináttulandsleik.

Reyndi að leiða hjá sér haturspóstana sem beindust líka gegn börnunum
Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld.

Svíar óttast að fjórða bylgjan kunni að vera í uppsiglingu
Hópsýkingar svonefnda deltaafbrigðis kórónuveirunnar vekja nú áhyggjur sænskra heilbrigðisyfirvalda af því að fjórða bylgja faraldursins gæti verið í uppsiglingu þar. Hvetja þau landsmenn til að láta bólusetja sig sem fyrst.

Svíar lána Íslendingum 24 þúsund skammta af Janssen
Ríkisstjórn Svíðþjóðar lánar Íslendingum 24 þúsund skammta af bóluefninu Janssen.

Vonarstjarna Svía með kórónuveiruna og gæti hafa smitað fleiri í EM-hópnum
Dejan Kulusevski, leikmaður sænska landsliðsins í fótbolta er með kórónuveiruna en læknir sænska landsliðsins vonast til að hann hafi ekki smitað aðra leikmenn í EM-hópi Svía.

Svíþjóð orðin grá á Covid-kortinu
Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði.

Sænsk þingnefnd segir ríkisstjórnina hafa brugðist
Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag.

Fannst látinn úti í skógi klukkutímum eftir að hann var dæmdur fyrir morð
Sænskur karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun dæmdur í átján ára fangelsi fyrir að hafa myrt ástkonu sína. Aðeins nokkrum klukkutímum síðar fannst maðurinn dáinn í skógi í Örebro í Svíþjóð. Annar karlmaður var handtekinn á vettvangi og er grunaður um að hafa banað honum.

Ekki lengur krafa um neikvætt Covid-próf fyrir ferðamenn frá Norðurlöndum
Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að aflétta kröfu um að ferðamenn sem koma frá Norðurlöndum sýni fram á neikvætt PCR-próf við komuna til Svíþjóðar. Nýjar reglur taka gildi síðasta dag maímánaðar og á þá við ferðamenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Íslandi.

Ísland áfram eina græna landið og ástandið verst í Svíþjóð
Ísland er áfram eina græna landið á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu kórónuveirufaraldursins í þeim ríkjum sem tölurnar ná til.

Handteknir eftir um tuttugu íkveikjur í Eskilstuna
Lögregla í Svíþjóð handtók í nótt þrjá menn á þrítugsaldri sem grunaðir eru um íkveikjur á um tuttugu mismunandi stöðum í bænum Eskilstuna, um hundrað kílómetra vestur af Stokkhólmi. Sömuleiðis var ráðist á lögreglustöð í bænum.

Zlatan ekki með á EM
Zlatan Ibrahimović verður ekki með sænska landsliðinu á EM í sumar. Hann fór meiddur af velli í 3-0 sigri AC Milan á Juventus og í gær var staðfest að framherjinn sænski myndi ekki taka þátt á EM vegna meiðslanna.

Sænski tónlistarmaðurinn Svante Thuresson látinn
Sænski djasstónlistarmaðurinn Svante Thuresson er fallinn frá, 84 ára að aldri. Hann lést fyrr í vikunni eftir langvinn veikindi.

Sænskir hægsjónvarpsáhorfendur fylgdust með fyrstu elgunum þvera fljótið
Sænskir sjónvarpsáhorfendur fengu loks að sjá fyrstu elgina synda yfir Ångermanfljót í norðurhluta landsins í gær. Sænska ríkisútvarpið hefur síðustu ár verið með sjónvarpsútsendingu, svokallað hægsjónvarp, á vorin frá þeim stað þar sem elgirnir þvera alla jafna fljótið á leið sinni norður á bóginn.

Zlatan gæti verið í vandræðum
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur hafið rannsókn á eigum knattspyrnumannsins Zlatan Ibrahimovich en hann ku eiga hlut í veðmálafyrirtæki.

Ófyrirséð afleiðing Covid-19: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði“
Þegar kórónuveirufaraldurinn braust út voru brögð að því að salernispappír og aðrar nauðsynjar væru hamstraðar. Nú er kominn upp óvæntur, og ef til vill ófyrirséður skortur í Svíþjóð:

Zlatan sagður brjóta siðareglur FIFA og gæti fengið langt bann
Zlatan Ibrahimovic gæti átt yfir höfði sér háa sekt og langt keppnisbann fyrir brot á siðareglum FIFA. Þetta fullyrðir sænski miðillinn Aftonbladet í dag.

Sænski prinsinn kominn með nafn
Þriðji sonur Sofíu prinsessu og Karls Filippus prins er kominn með nafn. Drengurinn heitir Julian Herbert Folke og verður hertoginn af Halland.

Sofía og Karl Filippus eignast þriðja soninn
Sofía prinsessa og Karl Filippus prins hafa eignast sitt þriðja barn, en þau eignuðust son í morgun. Karl Filippus er sonur Karls Gústafs Svíakonungs.

Zlatan táraðist þegar hann var spurður um fjölskylduna
„Þetta er ekki góð spurning frá þér,“ sagði Zlatan Ibrahimovic þegar hann var spurður hvernig fjölskylda hans hefði tekið því að hann færi aftur í sænska landsliðið í fótbolta. Zlatan sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir endurkomuna í landsliðið.

Jón Guðni einn af sextán leikmönnum með kórónuveiruna: „Finn enga lykt og ekkert bragð“
Sextán leikmenn og fimm starfsfólk sænska úrvalsdeildarfélagsins Hammarby eru með kórónuveiruna. Jón Guðni Fjóluson er einn leikmannanna með veiruna.