Danmörk

Verða með Vigdísi og Beyonce á bakinu
Leikmenn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni fagna kvenréttindadeginum á sunnudaginn.

Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu
Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember.

Swedbank kærður vegna peningaþvættis
Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár.

Domino's í Danmörku farið á hausinn
Heimasíða pizzukeðjunnar liggur niðri og símsvari greinir frá gjaldþroti.

Til Danmerkur eða Grænlands
"Mér fannst nú fullt tilefni til að taka málið til endurskoðunar,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller sem synjað var í gær um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

Danir ætla sér að byggja hús hærra en Shard
Byggingaráform sem fela í sér byggingu hæstu byggingar Vestur-Evrópu hafa fengið grænt ljós í tækni- og umhverfisnefnd danska sveitarfélagsins Ikast-Brande á Jótlandi.

Hagfræðingurinn Inger Andersen tekur við umhverfisstofnun SÞ
Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, Antonio Gutierres, hefur útnefnt danska hagfræðinginn og umhverfisverndarsinnan Inger Andersen næsta yfirmann Umhverfisstofnunar SÞ.

Danir æstir í lífræn matvæli
Engin þjóð kaupir jafn mikið af lífrænum matvælum og Danir samkvæmt nýrri úttekt Swiss Independent.

Safna fyrir Ingu Maríu sem slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn
Inga María Eyjólfsdóttir, 28 ára leikkona, slasaðist lífshættulega í umferðarslysi í Kaupmannahöfn í janúar.

Danskur vottur Jehóva í sex ára fangelsi í Rússlandi
Rússneskir dómstólar hafa dæmt votta Jehóva ólögleg öfgasamtök og handtekið tugi meðlima.

Danski rithöfundurinn Jane Aamund er látin
Jane Aamund er einna þekktust fyrir bækur sínar Klinkevals og Colorado drømme.

Danir hefja framkvæmdir við lagningu 70 kílómetra landamæragirðingar
Danir vonast til að hægt verði að koma í veg fyrir að svínapest berist frá Evrópu og til landsins.

Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana
Verslunarkeðjan Super 1 mun fylla í skarð þriggja Bónusverslana sem loka á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum.

Fyrrverandi yfirmaður dönsku öryggislögreglunnar dæmdur í fangelsi
Dómstóll í Danmörku dæmdi í dag Jakob Scharf í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið trúnað í bókinni "Syv år for PET“.

Lögðu hald á meira hass í Kristjaníu
Lögregla í Danmörku lagði á síðasta ári hald á 710 kíló af hassi í hverfinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Er um 250 kílóa aukning frá fyrra ári.

Umhverfisvitund getur reynst arðbær
Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki.

Átta skólakrakkar í Danmörku hafa greinst með berkla
Líklegt þykir að fleiri séu smitaðir.

Refsi fyrir andlegt ofbeldi
Nýtt lagafrumvarp frá dómsmálaráðuneytinu í Danmörku á að tryggja að refsingar fyrir andlegt ofbeldi verði jafnþungar og refsingar fyrir líkamlegt ofbeldi.

Frasinn sem Íslendingar hreykja sér af úti í heimi tekinn beint úr dönsku
Til marks um frægð frasans má kynna sér umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC frá því í sumar.

Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu
Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar.

Búið að bera kennsl á alla sem fórust
Lögregla á Fjóni í Danmörku segir að tekist hafi að bera kennsl á alla þá átta sem létu lífið í lestarslysinu á Stórabeltis-brúnni á miðvikudag.

Átta látnir í lestarslysinu í Danmörku
Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í flaki farþegalestarinnar sem lenti á tengivagni flutningalestar á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun.

Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys
Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd.

Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins
Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun.

Sex farþegar látnir í lestarslysinu á Stórabeltisbrúnni
Brak úr flutningalest er sagt hafa skollið á farþegalest með þeim afleiðingum að minnsta kosti sex fórust.

Danir syrgja ævintýramanninn og sæfarann Troels Kløvedal
Danska þjóðin syrgir nú ævintýramanninn og sæfarann Troels Kløvedal sem lést í dag, 75 ára gamall.

Kafbátur Madsen tekinn í sundur og eyðilagður
Kafbátur danska morðingjans Peters Madsen, UC3 Nautilus, hefur verið tekinn í sundur og honum fargað. Þetta staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla í dag.

Níu til viðbótar handteknir vegna morðanna á Maren og Louisu
Níu voru handteknir í gær og í dag og er talið að þeir tilheyri sömu samtökum og þeir fjórir sem voru þegar í haldi vegna morðanna, en málið er rannsakað sem hryðjuverk.

„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“
Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn.

Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni
Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun.