Kennaraverkfall

Fréttamynd

Stefnt á samninga í dag

Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn."

Innlent
Fréttamynd

Garðabær athugar tilraunasamning

Garðabær hefur í skoðun hvort hægt sé að gera tilraunasamning um skólastarf bæjarins. Grunnskólakennarar hræðast að deilan fari í gerðardóm og niðurstaðan verði litlu betri, jafnvel verri en miðlunartillaga ríkissáttasemjara. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óvissa í skólastarfinu

Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti 130 þúsund króna eingreiðslu til kennara í gær. Hugsanlegt er að börn verði send heim úr skólum í dag. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10.

Innlent
Fréttamynd

Ekki brugðist við forfalli kennara

Fjórir af tæplega þrjátíu kennurum mættu til starfa í Réttarholtsskóla í gær. Hilmar Hilmarsson skólastjóri segir kennara hafa tilkynnt veikindi.

Innlent
Fréttamynd

Dræmt hljóðið í gærkvöldi

Kennarar trúðu á lausn en hljóðið í fulltrúum sveitarfélaga var heldur dræmara fyrir samningafundinn í gærkvöldi. Fulltrúar launanefndar sveitarfélaga og borgar- og bæjaryfirvalda bættust á fundinn rétt fyrir miðnætti en vildu þó ekki meina að lausn væri í sjónmáli. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Eiga 360 milljónir í sjóðnum

Hver klukkustund í verkfalli grunnskólakennara kostaði vinnudeilusjóð Kennarasambands Íslands hálfa milljón króna. Um 380 milljónir eru í verkfallsjóðnum.

Innlent
Fréttamynd

Kennsla með öllum tiltækum ráðum

Kennsla á að fara fram í öllum skólum í Reykjavík í dag. Fræðsluráð Reykjavíkur sendi skólastjórum boð um þetta í gær. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að tíðindi gærkvöldsins bendi til þess að ástand í skólunum verði betra í dag en í gær, þegar aðeins um fimmtán prósent kennara mættu til starfa og kennsla féll víða niður.

Innlent
Fréttamynd

Setið um vel launuð störf

Erfiðlega gæti gengið að fá vinnu fyrir þá kennara sem vilja skipta um starfsvettvang. "Vinnumarkaðurinn er þungur," segir Gunnar Richardsson, deildarstjóri vinnumiðlunarsviðs hjá Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Örvænting hjá kennurum

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, er svartsýnn á að árangur náist í kennaradeilunni í dag. "Þetta mál er komið í ákveðinn farveg. Það er grábölvað að til þessa hafi þurft að koma en ég held að engum blandist hugur um að þetta var í rauninni óhjákvæmilegt. Ég held að það hafi verið fullreynt að ná samkomulagi," segir hann.

Innlent
Fréttamynd

Ástæður verða að vera mjög brýnar

Þótt stjórnvöld hafi oft gripið inn í kjaradeilur með lögum eru lögin á kennaraverkfallið einstök. Ríkar ástæður þurfa að búa að baki slíkri lagasetningu og álitamál er hvort þær séu fyrir hendi nú

Innlent
Fréttamynd

Fá bæturnar greiddar

Úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta felldi úr gildi ákvörðun úthlutunarnefndar um niðurfellingu bóta til atvinnulausra kennara. Kennurunum hafði verið gert að sækja bætur í vinnudeilusjóð kennara þrátt fyrir að hafa ekki starfað við kennslu þegar verkfallið hófst.

Innlent
Fréttamynd

Vika nægur tími

Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, telur að vikufrestur eigi að vera nægur tími til að ná samningum við kennara. "Ég vil að við notum þennan frest til að reyna að leysa þetta án þess að það þurfi að koma til gerðardóms."

Innlent
Fréttamynd

Allir fari að lögum

"Mér finnst náttúrlega að allir borgarar landsins verði að fara eftir lögum," segir Guðmundur Halldórsson, heiðursfélagi og fyrrverandi formaður smábátafélagsins Eldingar á Vestfjörðum, um fjarvistir kennara frá vinnu í gær í kjölfar lagasetningar sem sett var á verkfall þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta lota í lokaviku viðræðna

Ríkissáttasemjari segir að fyrsta lota í síðustu viku viðræðna samninganefnda kennara og sveitarfélaganna snúist um að reyna að ná einhverri niðustöðu um heildarsamning.

Innlent
Fréttamynd

Engin aukastörf

Kennarar Grunnskólans í Borgarnesi hafa ákveðið að mæta til vinnu í dag eins og þeir höfðu verið beðnir um þó að umræddur dagur sé frídagur samkvæmt skóladagatali. Þeir hafna hins vegar allri málaleitan skólastjórnenda um aukið vinnuframlag og munu ekki taka að sér nein aukastörf meðan kjör þeirra eru óráðin.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar fari að lögum

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að hann vænti þess að kennarar fari að lögum: "Það kann vel að vera að mörgum líki ekki sá rammi sem Alþingi hefur sett um málið en það er nauðsynlegt að allir virði lögin."

Innlent
Fréttamynd

Vill halda í bjartsýnina

Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 130 þúsund í eingreiðslu

Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Lög á kennaradeilu samþykkt

Frumvarp til laga um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum, með áorðnum breytingum var samþykkt á Alþingi rétt eftir hádegi í dag. Samkvæmt lögunum verður gerðardómur skipaður til að leysa kjaradeilu kennara, náist ekki samkomulag við Launanefnd sveitarfélaga fyrir 20. nóvember. <font size="4"></font>

Innlent
Fréttamynd

Verkfall kennara bannað með lögum

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Alþingi lögfestir frumvarpið væntanlega í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lög sett á verkfallið

Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði kostnað við lagasetningu

"Því miður sýnist mér allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli að enda málið með því að setja lög á deilu kennara og sveitarfélaganna. Það þykir mér sorgleg niðurstaða af því að lög leysa ekki vandann til frambúðar," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Allt stefnir í lagasetningu

Allt stefnir í að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Forsætisráðherra sagðist ekki koma auga á aðra lausn á deilunni eftir fund með samningsaðilum í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Skipbrot viðræðna

"Það kann að vera að ef menn geti einhverntímann haft skilning á lagasetningu þá séu þær aðstæður uppi," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Lausn til framtíðar

Heimili og skóli - landssamtök foreldra gera sér grein fyrir að nauðsynlegt geti orðið að setja lög á verkfall kennara, segir Elín Thorarensen framkvæmdastjóri.

Innlent
Fréttamynd

Þekkingarleysi á skólastarfi

"Ef það verður niðurstaðan að ríkisstjórnin fer í lagasetningu þá munu þeir væntanlega keyra hana í gegn um helgina með það að markmiði að opna skólana á mánudaginn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Koma ekki að kennaradeilunni

"Við eigum enga aðkomu og ekkert tilefni til að eiga aðkomu að kennaradeilunni. Það er viðfangsefni samningsaðila," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Kennaradeilan í gerðardóm

Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum.

Innlent
Fréttamynd

Getum ekki samþykkt gerðardóm

"Við erum ekki að bíða eftir lögum á verkfall kennara en á þessum tímapunkti gerist ekki neitt á meðan ríkisstjórnin tekur ákvörðun um lagasetningu," segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna.

Innlent