Kjaramál

Fréttamynd

Nei, ég er ekki hamstur á hjóli

Ég er kennari. Ég vil fá laun sem samræmast háskólamenntun minni og þeirri viðbótarmenntun sem ég hef aflað mér. Mér finnst ósanngjarnt að fagmenntun mín og reynsla skili sér ekki í launaumslagið og hefur ekki gert þau þrjátíu ár sem ég hef starfað sem kennari.

Skoðun
Fréttamynd

Að auka virði sitt

Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti.

Skoðun
Fréttamynd

Kennari fær milljón!

Verkfall kennara er hafið, ,,eitt í safnið“, en kennarar hafa því miður margoft þurft að grípa til verkfallsvopnsins og þau verkföll oft verið harðvítug og staðið vikum saman, sem auðvitað er ekki gott. Fólk vill vinna sína vinnu og fá almennilega borgað fyrir það.

Skoðun
Fréttamynd

Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur

Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fall kennara skollið á

Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fall lækna gæti hafist 18. nóvember

Atkvæðagreiðsla Læknafélags Íslands um hvort gripið verði til aðgerða stendur nú yfir. Það mun liggja fyrir klukkna 16:00 á fimmtudaginn hvort læknar ráðist í verkfallsaðgerðir en kjaraviðræður eru þó enn í fullum gangi að sögn Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ó­ljós viður­kenning þrátt fyrir stefnu stjórn­valda

Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt mikla áherslu á að tryggja að sjúkraliðar með diplómapróf fái réttmæta viðurkenningu og stöðu innan heilbrigðiskerfisins. Diplómaprófið felur í sér sérhæfingu sem veitir sjúkraliðum aukna hæfni og ábyrgð í starfi. 

Skoðun
Fréttamynd

Um­sókn um stöðu kennara í (vonandi) ná­lægri fram­tíð

Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­föll í tveimur skólum til við­bótar

Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar í tveimur skólum til viðbótar í október og í nóvember. Það eru Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í Reykjavík sem bætast í hóp skóla þar sem til stendur að fara í verkfallsagðerðir.

Innlent
Fréttamynd

Myndir þú sætta þig við tólf ára kaupmáttarstöðnun?

Nýlega vísaði Félag prófessora við ríkisháskóla kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara. Ástæðan er einföld - kaupmáttur launa hjá prófessorum hefur staðið í stað í 8 ár. Laun prófessora hafa, með öðrum orðum, ekkert hækkað umfram verðbólguna frá 2016.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti starfs­fólks leik­skólans í vinnu í verk­fallinu

Þeim fjórum leikskólum þar sem boðað hefur verið til verkfalla í næstu viku verður lokað á meðan verkföllunum stendur. Af 38 starfsmönnum á leikskólanum Drafnarsteini fara 15 í verkfall og verða því 23 enn í vinnu. Þau mega ekki ganga í störf kennara á meðan verkfalli stendur. 

Innlent
Fréttamynd

Taldi kennara hafa komið kröfum sínum í­trekað á fram­færi

Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

„Það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna Ragnar Þór Ingólfsson fyrir að ætla að sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.

Innlent
Fréttamynd

„Flókin staða“ í kjara­deilum kennara

Samband íslenskra sveitarfélaga telur rétt að gefa kennurum færi á að bæta kjör sín með því að auka kennsluskyldu. Fundi í kjaradeildu Kennarasambandsins og sveitarfélaga var aflýst í morgun þar sem beðið er niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunar í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Sárnar um­ræðan síðustu daga

Formanni Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs sárnar málflutning síðustu daga og umræða um úttektir Viðskiptaráðs og sveitarfélaganna. Mennta og barnamálaráðherra segir tímabært að meta störf kennara að verðleikum.

Innlent
Fréttamynd

Skorið úr um lög­mæti verk­falla í fyrra­málið

Félagsdómur kveður upp dóm í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands í fyrramálið. SÍS telur verkfallsboðun kennara ólögmæta og ákvað að láta reyna á lögmæti þeirra fyrir félagsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykkja verk­fall í Garðaskóla

Verkfall hefur verið samþykkt í Garðaskóla í Garðabæ með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í ellefu skólum; fjórum grunnskólum, fjórum leikskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Skýr krafa meðal lækna að hefja undir­búning verk­falls­að­gerða

Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir félagsfund félagsins í gær ekki hafa verið boðaðan í þeim tilgangi að boða til aðgerða. Á fundinum hafi komið skýr krafa frá félagsmönnum um að hefja þá vegferð og því vinni samninganefndin að því núna. Samninganefnd félagsins fundar hjá ríkissáttasemjara í dag.

Innlent
Fréttamynd

Það er komið nóg

Síðustu þrjá daga tók ég þátt í Así þingi fyrir hönd Eflingar. Þar var rætt um málefni tengd ástandinu í landinu. Þetta voru yndislegir þrír dagar - fullir af samtölum, rökræðum og umræðum.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­lýsing kennara eftir fund með borgar­stjóra

Undirritaðar, fulltrúar kennara í Reykjavík, áttu fund með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, vegna ummæla hans á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennara. Ummælin vöktu mikla reiði kennarasamfélagsins og kennarar mótmæltu þeim við Ráðhús Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar í MR sam­þykkja verk­fall

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu.

Innlent
Fréttamynd

„Kennarar eru ekki ey­land í kjara­bar­áttunni“

Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu. Kennarar séu ekki eyland, fleiri hópar eigi eftir að klára sína samninga. Þá segir hann að samanburður einkageirans og hins opinbera sé snúinn því margir kostnaðarliðir, umfram laun, hvíli á herðum opinberra vinnuveitenda.

Innlent
Fréttamynd

Kjara­samningar opin­berra starfs­manna megi ekki raska kjara­sátt

„Kennarar eru til fyrirmyndar og ég öfunda þau af því að fá að kenna. Það eru því mikil vonbrigði að samninganefnd kennara og forysta kennarasambandsins grípi nú til skæruverkfalla með tilheyrandi röskun á skólastarfi og óvissu án þess að leggja fram skýrar kröfur í kjarasamningum.“

Innlent