Kjaramál

Fréttamynd

Vill að öflug kona taki við sem forseti ASÍ

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kveðst hafa fulla trú á að ný stjórn VR vinni vel saman. Úrsögn úr ASÍ er í ferli en breytingar í Eflingu glæða vonir um sameiningu verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar vill forseta yfir ASÍ sem leitt gæti slíka sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar skrifa undir samning

Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi hringdi í Sólveigu en framtíð hans óráðin

Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, ræddi við nýjan formann Eflingar í gær eftir utanferð. Tekur ekki ábyrgð á túlkun á þögn hans eftir kjörið. Niðurstaðan sé flott fyrir Sólveigu Önnu. Enn sé óákveðið hvort hann sækist eftir endurkjöri.

Innlent
Fréttamynd

Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði

Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar.

Innlent
Fréttamynd

Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma

Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Streita og álag hrekur konur af vinnumarkaði

Konum sem eru frá vinnu vegna veikinda fjölgaði um 1.700 á árinu 2017. Á sama tíma fjölgaði körlum um 900. Umfang starfsemi VIRK hefur aukist verulega. Tveir af þremur sem þangað leita eru konur.

Innlent
Fréttamynd

Stjakaði við formanni FÍL eftir kjaraviðræður

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri stjakaði við formanni Félags íslenskra leikara (FÍL) eftir harðar samningaviðræður um kaup og kjör leikara við leikhúsið. Leikhússtjórinn þrætir ekki fyrir atvikið, en segir samskipti sín við formanninn góð

Innlent
Fréttamynd

Háar greiðslur ofan á launin

Starfskjör þingmanna eru mjög mismunandi. Fara eftir kjördæmum, búsetu, valdastöðum á þingi og í flokkunum. Kristján Þór fær mest utan forsætisráðherra en Logi Einarsson er hæstur stjórnarandstöðumannna.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir utan kjörskrárinnar

Af þeim tæplega 25 þúsund manns sem greiða eða hafa greitt iðgjöld til Eflingar á undanförnum 12 mánuðum eru aðeins rúmlega 16 þúsund á kjörskrá vegna stjórnarkjörs í stéttarfélaginu Eflingu.

Innlent