Kjaramál

Fréttamynd

Nokkrar „sturlaðar“ stað­reyndir um ís­lenskan vinnu­markað

Mikil og vaxanda ólga einkennir íslenskan vinnumarkað. Átök fara harðnandi og enn eina ferðina stöndum við frammi fyrir hættu á verkföllum. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar íslenskrar verkalýðsforystu einkennist íslenskt samfélag af græðgi, ójöfnuði og almennri láglaunastefnu. Verðbólga er Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna. Atvinnulífið er gráðugt og svíkur og prettir starfsfólk sitt ítrekað og kerfisbundið. Fátt gott virðist hér að finna.

Skoðun
Fréttamynd

Harð­ræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðal­steins og af­staða VG

„Vinstri græn standa með launafólki og stéttarfélögum þeirra í baráttunni fyrir réttindum og bættum kjörum“. Þessi stutti texti í stefnuskrá Vinstri grænna ætti að vera vitnisburður um það að láglaunafólk megi geta treyst á liðsinni þessa ríkisstjórnarflokks þó vægi hans í ríkisstjórn sé með því minnsta, sem þekkist í lýðræðisríki. En svo er ekki.

Skoðun
Fréttamynd

SA segja stöðuna í kjaradeilunni skelfilega

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi þar sem málflutningur fór fram síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður VR vill fella for­manninn

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram.

Innlent
Fréttamynd

Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi

Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. 

Innlent
Fréttamynd

Ör­laga­ríkur dagur runninn upp í sögu­legri deilu

Spennan er farin að magnast í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Beðið er eftir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun tvö hefjist, beðið er eftir málflutningi í máli Eflingar og ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi og sömuleiðis málflutnings í máli Eflingar og SA fyrir félagsdómi. Þá liggur fyrir dómstólum að úrskurða hvort umdeild miðlunartillaga sáttasemjara standist lög.

Innlent
Fréttamynd

Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. 

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­deilur ekki gagn­legar þegar spenna er í hag­kerfinu

Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á.

Innlent
Fréttamynd

Með­ferðin á Sól­veigu Önnu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er eldklár kona og hörkudugleg. Hún er einnig gegnheil í baráttu sinni fyrir bættum kjörum láglaunafólks, bæði karla og kvenna. Sólveig Anna skreytir sig ekki með háskólagráðum en byggir málflutning sinn samt á staðreyndum og sérstaklega góðu jarðsambandi við aðstæður félagsmanna Eflingar. Hún er útsjónarsöm og pragmatísk og hefur sýnt sig að vera slyng samningakona.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum öll Efling

Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling.

Skoðun
Fréttamynd

Sól­veig krefst fundar með for­sætis­ráð­herra

Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum.

Innlent
Fréttamynd

Víð­tækari að­gerðir Eflingar munu hafa lamandi á­hrif

Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. 

Innlent
Fréttamynd

Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina

Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra.

Innlent
Fréttamynd

Miðlunar­til­lagan stenst að mati for­sætis­ráð­herra

Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 

Innlent
Fréttamynd

Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu

Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu

Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á.

Lífið
Fréttamynd

Hafa sam­þykkt verk­falls­boðun

Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst.

Innlent
Fréttamynd

Hafa skilað inn stjórn­sýslu­kæru vegna ríkis­sátta­semjara

Stéttarfélagið Efling hefur skilað stjórnsýslukæru til ráðuneytis vinnumarkaðsmála vegna framferðis ríkissáttasemjara í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir það ekki koma á óvart að hafa ekki fengið fund með ráðherra í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið.

Innlent