Kjaramál

Fréttamynd

Þetta er ekki hægt lengur

Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa ör­fáa daga til að ná samningum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir deiluaðila og nýskipaðan ríkissáttasemjara í kjaradeilu samtakanna og Eflingar aðeins hafa örfáa daga til að ná samningum áður en samfélagið meira og minna lamast. Vinnumarkaðsráðherra skipaði í dag Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti sérstaks ríkissáttasemjara. 

Innlent
Fréttamynd

Efling og SA boðuð á fund sátta­semjara í fyrra­málið

Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna á­nægð að fá Ást­ráð inn

Formaður Eflingar lýsir yfir ánægju með að nýr ríkissáttasemjari hafi verið settur í kjaradeilu félagsins við SA. Hún ætli að mæta ásamt samninganefnd Eflingar á samningafund um leið og hann verði boðaður.

Innlent
Fréttamynd

Væntir þess að hið opin­bera stígi inn í deiluna

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í.

Innlent
Fréttamynd

Trúir því ekki að verk­fallið dragist á langinn

Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Nú er nóg komið!

Nú er rétt ár liðið frá því að síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands, eftir tveggja ára barning og ólýsanlega erfiðleika allra í ferðaþjónustu. Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur verður við beiðni Aðal­steins

Vinnumarkaðsráðherra hefur samþykkt beiðni ríkissáttasemjara um að hann stígi til hliðar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tilnefndur verður aðstoðarsáttasemjari sem mun vinna að lausn deilunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Varar fólk við að hamstra elds­neyti

Framkvæmdastjóri Skeljungs segir ljóst að fólk sé farið að hamstra eldsneyti vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra. Slökkviliðsstjóri segir hamstrið vera varasamt og mælir með því að fólk sleppi því.

Innlent
Fréttamynd

Aðalsteinn vill stíga til hliðar í deilu SA og Eflingar

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt til við félags- og vinnumarkaðsráðherra að hann stígi til hliðar sem sáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir persónuna alltaf bera að víkja fyrir málefninu.

Innlent
Fréttamynd

Er ekki tíma­bært að tengja?

Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur harðnað og engar viðræður hafa verið milli aðilanna um nokkurt skeið. Raunar hefur það einkennt þessa deilu frá byrjun að engar alvöru viðræður hafa farið fram við Eflingu að hálfu SA-manna.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki bara best að vita um hvað maður er að tala?

Í vetur hafa ákveðnir stjórnmálamenn og forkólfar hagsmunasamtaka fyrirtækja á almennum markaði, ekki unnt sér hvíldar. Afbökuð orðræða um opinbera starfsmenn hefur einkennt málflutning þeirra og með litríkum spunameistaraæfingum er hamrað á því að hvítt sé svart. Og reyndar einnig að svart sé hvítt.

Skoðun
Fréttamynd

Löng bið eftir bensíni hjá Costco

Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni.

Neytendur