Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2023 20:06 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. vísir/arnar Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í dag að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Verða skatttekjurnar nýttar til að koma til móts við fjölskyldur í landinu sem hafa farið illa út úr ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkum landsins lækkuðu í dag. Slíkur hvalrekaskattur hefur einnig komið til umræðu hér á landi vegna mikils hagnaðar íslensku bankana. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Íslandsbanki um 12,4 milljarða króna, Arion banki um 13,4 milljarða og Landsbankinn 14,5 milljarða. Háar tekjur bankanna skýrast einkum af hærri vöxtum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir það mögulegt að umræddur skattur verði lagður á bankana, þó að engin niðurstaða liggi fyrir um það í ríkisstjórn að svo stöddu. Hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir „Ég hef nefnt þetta sem einn af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Við erum að fást við mikla verðbólgu og vextir hafa hækkað gríðarlega og vaxtakostnaður samhliða því. Það sem Ítalir eru að gera núna er að koma til móts við þessa stöðu, hagnaður bankanna hefur aukist um 64 prósent milli ára,“ segir Lilja. „Ég tel að þetta sé eitt af því sem við veðrum að huga að, verði þessi verðbólga áfram og ef við sjáum fram á þennan mikla vaxtamun sem hefur aukist hér á landi. Það er svo mikilvægt að við séum með mörg tæki til að kljást við þessa verðbólgu. Þetta er eitt verkfæri sem við höfum til að koma til móts við heimilin og fyrirtæki í landinu.“ Lilja segir brýnasta verkefnið í hagstjórn landsins að ná verðbólgunni niður á sanngjarnan og eðlilegan hátt. „Nú sjáum við ákveðin lönd í Evrópu grípa til þessa ráðs. Ég minni á að það var breski íhaldsflokkurinn sem setti hvalrekaskatt fyrst á í Evrópu árið 1981.“ Lilja segir þó enga niðurstöðu um hvalrekaskattinn innan ríkisstjórnar enn. „Þegar við erum í óvenjulegum aðstæðum þarf stundum að fara í óvenjulegar aðgerðir.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Ítalía Fjármál heimilisins Kjaramál Íslenska krónan Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld ákváðu í dag að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Verða skatttekjurnar nýttar til að koma til móts við fjölskyldur í landinu sem hafa farið illa út úr ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkum landsins lækkuðu í dag. Slíkur hvalrekaskattur hefur einnig komið til umræðu hér á landi vegna mikils hagnaðar íslensku bankana. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Íslandsbanki um 12,4 milljarða króna, Arion banki um 13,4 milljarða og Landsbankinn 14,5 milljarða. Háar tekjur bankanna skýrast einkum af hærri vöxtum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir það mögulegt að umræddur skattur verði lagður á bankana, þó að engin niðurstaða liggi fyrir um það í ríkisstjórn að svo stöddu. Hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir „Ég hef nefnt þetta sem einn af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Við erum að fást við mikla verðbólgu og vextir hafa hækkað gríðarlega og vaxtakostnaður samhliða því. Það sem Ítalir eru að gera núna er að koma til móts við þessa stöðu, hagnaður bankanna hefur aukist um 64 prósent milli ára,“ segir Lilja. „Ég tel að þetta sé eitt af því sem við veðrum að huga að, verði þessi verðbólga áfram og ef við sjáum fram á þennan mikla vaxtamun sem hefur aukist hér á landi. Það er svo mikilvægt að við séum með mörg tæki til að kljást við þessa verðbólgu. Þetta er eitt verkfæri sem við höfum til að koma til móts við heimilin og fyrirtæki í landinu.“ Lilja segir brýnasta verkefnið í hagstjórn landsins að ná verðbólgunni niður á sanngjarnan og eðlilegan hátt. „Nú sjáum við ákveðin lönd í Evrópu grípa til þessa ráðs. Ég minni á að það var breski íhaldsflokkurinn sem setti hvalrekaskatt fyrst á í Evrópu árið 1981.“ Lilja segir þó enga niðurstöðu um hvalrekaskattinn innan ríkisstjórnar enn. „Þegar við erum í óvenjulegum aðstæðum þarf stundum að fara í óvenjulegar aðgerðir.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Ítalía Fjármál heimilisins Kjaramál Íslenska krónan Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira