Amman fékk að hitta Steph Curry Steph Curry setti ekki aðeins á svið sýningu fyrir einn sinn elsta aðdáenda heldur gaf henni einnig áritaða treyju eftir leikinn. Körfubolti 7.3.2025 22:01
Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Flest gengur Los Angeles Lakers í hag eftir að Luka Doncic gekk í raðir liðsins. Í nótt vann Lakers áttunda sigurinn í röð þegar New York Knicks kom í heimsókn. Lokatölur 113-109, Lakers í vil. Körfubolti 7.3.2025 14:47
Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Cleveland Cavaliers er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA í körfubolta, fyrst allra liða, þrátt fyrir að tuttugu leikir séu eftir af deildarkeppninni. Körfubolti 6.3.2025 16:45
Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Anthony Edwards, leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni, er á leið í eins leiks bann eftir að hafa fengið sextán tæknivillur á tímabilinu. Þjálfari Úlfanna er ekki sáttur með stórstjörnuna sína. Körfubolti 28. febrúar 2025 13:32
Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Stephen Curry átti rosalegan leik með Golden State Warriors í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. febrúar 2025 07:17
Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ Ein svakalegasta troðsla tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta leit dagsins ljós í leik Washington Wizards og Portland Trail Blazers í gær. Shaedon Sharpe, leikmaður Portland, tróð þá af miklu afli yfir Justin Champagnie, leikmann Washington. Körfubolti 27. febrúar 2025 11:31
Hatar samfélagsmiðla NBA stórstjarnan Ja Morant hefur lofað aðdáendum sínum einu. Þeir geta gleymt því að sjá hann eitthvað á samfélagsmiðlum eftir að körfuboltaferlinum hans lýkur. Körfubolti 26. febrúar 2025 16:33
Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten hefur ekki enn gefið upp vonina að spila með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Hann segist hafa myndað sterk tengsl við liðið og bæinn mánuðinn sem hann var hér á landi. Hann vonast til að mál hans leysist sem fyrst svo hann komist aftur til Íslands. Körfubolti 26. febrúar 2025 10:30
Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Luka Doncic var með þrefalda tvennu í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar hann mætti sínu gamla félagi með Los Angeles Lakers. Körfubolti 26. febrúar 2025 06:20
„Þetta er eins og að vera dömpað“ Eftir rólega fyrstu leiki í búningi LA Lakers, eftir ein óvæntustu og merkustu leikmannaskipti í sögu NBA-deildarinnar, þá sýndi Luka Doncic snilli sína í sigrinum gegn Denver Nuggets um helgina. Slóveninn er til umræðu í nýjasta þætti Lögmála leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Körfubolti 24. febrúar 2025 17:16
Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu. Körfubolti 24. febrúar 2025 07:31
Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Allt stefnir í það að Gregg Popovich sé búinn að stýra sínum síðasta leik í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 23. febrúar 2025 12:32
Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Los Angeles Lakers sýndi mátt sinn og megin í NBA deildinni í körfubolta í nótt með flottum sigri á öflugu liði Denver Nuggets. Körfubolti 23. febrúar 2025 11:30
Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi NBA hefur dæmt Bobby Portis, leikmann Milwaukee Bucks, í 25 leikja bann fyrir að brjóta lyfjareglur deildarinnar. Nafnaruglingur varð til þess að hann féll á lyfjaprófi. Körfubolti 21. febrúar 2025 18:01
LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Hinn fertugi LeBron James skoraði fjörutíu stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Portland Trail Blazers, 102-110, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 21. febrúar 2025 15:15
Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem lék 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, hefur ekki enn fengið leyfi til að spila með Selfossi í 1. deildinni. Ástæðan er dómur sem hann fékk fyrir að taka þátt í stóru svikamáli vestanhafs. Lögfræðingur Selfoss vonast til að Útlendingastofnun sjái að sér. Körfubolti 21. febrúar 2025 09:00
Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Hinn franski Victor Wembanyama mun að öllum líkindum ekki spila fleiri leiki á yfirstandandi leiktíð NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er með blóðtappa (e. deep vein thrombosis) í öxl. Körfubolti 20. febrúar 2025 23:02
Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Taka þurfti hægri fótinn af LaVar Ball, föður körfuboltamannanna Lonzo, LiAngelo og LaMelo. Körfubolti 20. febrúar 2025 11:02
Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum Sjö karlmenn hafa verið kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum í Bandaríkjunum. Alls stálu þeir hlutum sem verðlagðir voru á tvær milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 280 milljónir íslenskra króna. Sport 19. febrúar 2025 23:33
Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Kyrie Irving vill skipta um landslið. Hann hefur skipt margoft um félag á NBA ferli sínum en nú vill hann komast í nýtt landslið. Hann segist vera með góðan menn með sér að fá leyfi fyrir því. Körfubolti 19. febrúar 2025 13:01
Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum. Körfubolti 17. febrúar 2025 20:02
Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Heppinn áhorfandi á Stjörnuleiknum í NBA fékk rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna fyrir að vinna Damian Lillard í skotkeppni. Körfubolti 17. febrúar 2025 17:32
„Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ Þótt Stjörnuleikurinn í NBA hafi ef til vill ekki verið rismikill var troðslukeppnin vel heppnuð að mati strákanna í Lögmáli leiksins. Körfubolti 17. febrúar 2025 15:31
Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Darrell Armstrong, aðstoðarþjálfari hjá NBA körfuboltaliðinu Dallas Mavericks, kom sér í mikil vandræði um helgina. Körfubolti 17. febrúar 2025 08:26
Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Körfubolti