
Samráð olíufélaga
Rannsókn enn í gangi
Rannsókn Ríkislögreglustjóra á meintu samráði olíufélaganna, sem hófst fyrir tæpu ári, er enn í gangi að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra.
Eskja metur stöðuna
Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju á Eskifirði eru að meta stöðuna vegna meints verðsamráðs olíufélaganna á sölu olíu til fiskiskipa.

Eiginmaður svindlaði á ráðuneytinu
Olíufélögin beittu dómsmálaráðuneytið ólögmætu samráði segir Samkeppnisstofnun. Sólveig Pétursdóttir var dómsmálaráðherra á þeim tíma. Kristinn Björnsson, eiginmaður Sólveigar og fyrrum forstjóri Skeljungs, tók þátt í brotunum samkvæmt Samkeppnisstofnun. Sólveig segist ekki hafa grunað eiginmann sinn um græsku. Hún viti ekkert um "meint" samráð olíufélaganna.

Boðaði forstjóra á fundi
Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sem var markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, á þeim tíma sem olíufélögin stunduðu ólögmætt samráð, tók meðal annars þátt í að boða forstjóra félaganna á fund, þar sem rætt var um sameiginlega stefnu í útboðsmálum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft vitneskju um náið samstarf forstjóranna.
2,6 milljarða sekt fyrir samráð
Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís þurfa að greiða 2,6 milljarða króna sektir vegna langvarandi og skipulagðs samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Samkeppnisráð komst að þessari niðurstöðu á fimmtudag. Lögbrotin stóðu yfir í að minnsta kosti níu ár og áætlar Samkeppnisstofnun að samfélagsskaði af þeim nemi yfir 40 milljörðum króna. Olíufélögin þrjú ætla að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Ákvörðun samkeppnisráðs styðst ekki við lög
"Við teljum að það séu engar lagalegar forsendur fyrir þessari niðurstöðu samkeppnisráðs eins og málið lá fyrir ráðinu," segir Hörður Felix Harðarson lögmaður Skeljungs um ákvörðun samkeppnisráðs um meint samráð olíufélaganna sem birt var í morgun. Hörður segir að máli félagsins verði skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Niðurstaðan í marga staði gölluð
"Það eru lagaleg atriði í ákvörðun ráðsins sem þarfnast útskýringa og svo teljum við sönnunarkröfur engan veginn uppfylltar," segir Hörður Felix Harðarson, lögmaður Skeljungs. "Við töldum að ekki hefði verið gætt að andmælarétti og auk þess séu meint brot orðin fyrnd. Á þetta var hins vegar ekki fallist."

Borgarstjóri í samráði
Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna, að Þórólfur Árnason borgarstjóri hafi í starfi sínu sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó átt þátt í samráði félaganna þegar þau buðu í olíusölu til Reykjavíkurborgar árið 1996.

Mat á meintum ávinningi órökstutt
Mat Samkeppnisstofnunar á ávinningi af meintu samráði olíufélaganna á árunum 1998-2001 er órökstutt að mati Skeljungs. Á vef félagsins segir að yfirgnæfandi líkur séu á að hækkun framlegðar, sem stofnunin lagði til grundvallar þessu mati, eigi sér aðrar og eðlilegri skýringar.

Skeljungur fær ekki afslátt
Olíufélögin þrjú buðu öll Samkeppnisstofnun aðstoð við að ljúka rannsókn verðsamráðsins. Stjórnarmenn Essó riðu á vaðið nokkrum mánuðum eftir húsleit Samkeppnisstofnunar í húsakynnum olíufélaganna árið 2001. Í kjölfarið óskuðu Olís og Skeljungur einnig eftir að veita aðstoð.
Ánægja með lok rannsóknar
Ólöglegt samráð verður ekki látið viðgangast að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segist vera ánægð með að rannsókn Samkeppnisstofnunar skuli vera lokið. "Þarna hefur verið sannað að ólöglegt samráð var haft milli fyrirtækja. Enda hafa fyrirtækin sjálf viðurkennt það."
Um 500 dæmi um samráð
Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög.
Kristinn sló tóninn
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, setti fyrstur fram það viðhorf að ekki væri æskilegt að stunda of harða samkeppni á olíumarkaðnum. Þetta kemur fram í niðurstöðu samkeppnisráðs. Skömmu eftir að Kristinn tók við sem forstjóri um mitt ár 1990, sló hann þann tón sem að mati ráðsins einkenndi alla samkeppni á olíumarkaði í rúman áratug þar á eftir.

Samkeppnisstofnun gagnrýnd
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir að útreikningar Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna þriggja vegna meins samráðs hafi ekki við rök að styðjast. Forstöðumaður segist undrandi á skorti á rökstuðningi Samkeppnisstofnunar. Útreikningar hafa áhrif á hugsanlegar sektir. </font /></b />

Samkeppnisyfirvöld gagnrýnd
Olíufélögin gagnrýna að sami aðili rannsaki mál og úrskurði. Þau segja ekki eðlilegt að Samkeppnisstofnun sitji fundi með Samkeppnisráði þar sem úrskurður er ræddur. Héraðsdómur gagnrýndi þetta fyrirkomulag í grænmetismálinu svokallaða. </font /></b />

Brot olíufélaganna sögð fyrnd
Olíufélögin halda því fram að meint brot á samkeppnislögum á rúmlega sjö ára tímabili af níu sem Samkeppnisstofnun rannsakar séu fyrnd. Dómur hæstaréttar í grænmetismálinu svokallaða er sagður styðja staðhæfingu olíufélaganna. </font /></b />

Deilt um fordæmi fyrir sektum
Olíufélögin höfnuðu tilboði Samkeppnisstofnunar í janúar um að greiða sektir á bilinu 300 til 480 milljónir því þau töldu víst að dómstólar lækki sektina umtalsvert. Það sé í samræmi við fordæmi í dómum á Norðurlöndunum. Samkeppnisráð lítur hins vegar til EES-reglna um sektir.

Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt
Hæsta sekt vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja á Íslandi nemur einu prósenti af ársveltu. Samkeppnisstofnun bauð olíufélögunum að greiða fimmfalt hærri sekt. Lögmaður segir sektir Samkeppnisstofnunar alltaf lækka fyrir dómstólum. </font /></b />

Sekt lækkuð um 85% í hæstarétti
Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður fór með mál Mata í grænmetismálinu svokallaða er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð.