Kópavogur

Fréttamynd

Til hinstu hvílu

Allir þeir sem misst hafa ástvin, þekkja þá tilfinningu þegar taka þarf ákvörðun um hin hinsta hvílustað þeirra. Mörgum er þessi ákvörðun erfið, ber með sér erfiðan raunveruleika um síðasta andardrátt ástvinar þeirra og að eftir eru aðeins jarðneskar leifar.

Skoðun
Fréttamynd

Vill sjá undan­þágur vegna barna í við­kvæmri stöðu

Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðir BSRB hafnar

Verkföll hjá BSRB fólki sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti og í dag.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um slags­mál þar sem öxi var beitt

Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál og að maður veittist að fólki með öxi í Grafarvogi. Lögregla telur að öxinni hafi ekki verið beitt gegn fólki á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Ók á grindverk við Smáralindina

Ökumaður ók á grindverk í Kópavogi í dag. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ökumanninn hafa misst stjórn á bifreiðinni, engin slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Slær líka á putta Kópa­vogs vegna nem­enda­kerfis

Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Allt orðið að einhverjum Excel-æfingum

Prófessorar lýstu yfir miklum áhyggjum af stöðu safnamála og sameiningu skjalasafna á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fjárhagslegir hagsmunir ráði för en menningarhlutverkið mæti afgangi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna

Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Varið ykkur á Kópa­vogs­læknum!

Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á.

Skoðun
Fréttamynd

Kópa­vogs­bær kippir stoðum undan Náttúru­fræði­stofu Kópa­vogs

Það er kunnara en frá þurfi að greina að mannkyn glímir nú við stærri áskoranir en áður hefur þekkst. Þetta eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfisáhrif af mannavöldum sem valda umfangsmikilli hnignun lífsins á jörðinni. Þjóðir heims sameinast nú um að ná utan um þessi mál á öllum stigum stjórnsýslu og rannsókna með þátttöku almennings á sem flestum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja Kópa­vogs­búar sökkva einu af flagg­skipum sínum?

Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er mikill smánar­blettur fyrir sveitar­fé­lagið“

Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Rekin úr í­búðinni vegna smá­hunds fóstur­dóttur sinnar

Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Beit lög­reglu­mann í mið­bænum

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann.

Innlent
Fréttamynd

„Versti samningur í Kópa­vogi síðan 1662“

Þann 10. maí 2018, rétt fyrir bæjarstjórnarkosningar það ár, var undirritaður samningur í Kópavogi sem hefur haft afleitar afleiðingar fyrir Kópavogsbæ sem samfélag. Sameiginlegar eignir bæjarbúa, myndarlegar fasteignir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og höfðu húsnúmer 2, 4 og 6 voru seldar gegn 1.050.000 þúsund krónu greiðslu til fyrirtækisins Árkórs.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­mennt er mjög mikil á­nægja með þetta“

Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysa­gildru

Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.

Innlent