Mosfellsbær

Fréttamynd

Tap Strætó aldrei verið meira

Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Skítugasta hlaup ársins á laugardaginn

„Við hjá Krónunni höfum ávallt hvatt okkar starfsfólk og viðskiptavini til að huga að heilsusamlegu líferni og ekki síst að hafa gaman og því lá þátttaka okkar í Drulluhlaupinu í augum uppi. Við hlökkum til að hlaupa af stað inn í skemmtilegasta og drullugasta viðburð ársins og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni en Drulluhlaup Krónunnar fer fram í Mosfellsbæ á laugardaginn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Líflegt í Leirvogsá

Leirvogsá er búin að eiga ágætt sumar og þessa dagana er hún í aldeilis frábæru vatni og það sem meira er að það er töluvert af laxi í henni.

Veiði
Fréttamynd

Tengivagn á hliðina á hringtorgi

Tengivagn sem dreginn var af fóðurbíl fór á hliðina á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegs og Ásavegs í Mosfellsbæ skömmu fyrir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dekkið þeyttist yfir á öfugan vegar­helming og framan á bíl

Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi í Kollafirði klukkan hálf þrjú í gær. Hjólbarði losnaði af kerru sem bíll var með í eftirdragi, þeyttist yfir á öfugan vegarhelming og framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt, með þeim afleiðingum að fjórar bifreiðar skullu saman.

Innlent
Fréttamynd

Regína verður bæjarstjóri Mosfellsbæjar

Regína Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún mun gegna starfinu til 2026 en hún er fyrir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hefur unnið þar í fimm ár. Fyrir það var hún bæjarstjóri Akraneskaupstaðar.

Innlent
Fréttamynd

Þau sóttu um stöðu bæjar­stjóra í Mos­fells­bæ

Alls sóttu þrjátíu um stöð­una bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu um­sókn­ir sín­ar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld.

Lífið
Fréttamynd

Þrír hand­teknir fyrir ógnandi fram­komu og hótanir

Þrír menn voru handteknir af lögreglu í nótt á þremur ólíkum stöðum og vistaðir í fangageymslu fyrir ógnandi framkomu og hótanir. Fyrst var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í Hafnarfirði sem var mjög æstur og hafði verið að ógna fólki. Lögregla handtók hann og setti í fangaklefa sökum ástands.

Innlent
Fréttamynd

Íris dúxaði og sópaði til sín verðlaunum

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ útskrifaði 24 nemendur við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í liðinni viku. Íris Torfadóttir var dúx skólans og hlaut þrenn verðlaun fyrir námsárangur sinn.

Innlent
Fréttamynd

Heimurinn er okkar, ný menntastefna Mosfellsbæjar

Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Úti­lokar ekki sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki

Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á slysa­deild eftir mótor­hjóla­slys

Mótorhjólaslys átti sér stað í Mosfellsbæ um áttaleytið í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll ökumaðurinn af hjóli sínu. 

Innlent