Grindavík

Fréttamynd

Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka

Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðar­höll suður með sjó

Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi nærri Seltjörn rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umferð um veginn hefur verið lokað til Grindavíkur en opið er í hina áttina, frá Grindavík að Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Snarpir jarðskjálftar í Grindavík

Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn kynnir fram­boðs­lista í Grinda­vík

Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt tillögu uppstillingarnefndar að lista flokksins til sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Ásrún Helga Kristinsdóttir kennari vermir fyrsta sæti listans og í öðru sæti er Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri.

Innlent
Fréttamynd

For­seti bæjar­stjórnar segir sig úr Fram­sóknar­flokknum

Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS

Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð stranda­glópa í Bláa lóninu

Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta

„Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jarð­skjálfti að stærð 3,0 fannst í Grinda­vík

Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð 2,5 kílómetra norður af Grindavík klukkan 17:27 í dag. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar bárust Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hefði fundist í Grindavík. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af vetrinum og vill varnarvegg til að sporna við frekari skemmdum

„Þetta er eiginlega meira tilfinningalegt tjón heldur en eitthvað annað,” segir Sigrún Harpa Harðardóttir, sem varð fyrir gríðarlegu eignartjóni í óveðrinu á fimmtudag. Fjárhús hennar við Grindavík stórskemmdist og hún þakkar fyrir að hafa farið með allar 25 kindur sínar í skjól áður en óveðrið skall á. Hún hefur áhyggjur af veðrinu og vill að varnarveggur verði settur upp á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Margt sem hefði getað farið illa“

Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi

Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð.

Innlent