Reykjavík

Fréttamynd

Um­deilt upp­á­hald arki­tekts við Austur­völl

Arkitekt segir mikilvægt að hafa söguna til grundvallar þegar ný hús eru byggð. Hann telur þó málflutning doktors í umhverfissálfræði, sem var í viðtali í Íslandi í dag í síðustu viku, einföldun á margslungnu fyrirbæri. 

Lífið
Fréttamynd

Tölum ís­lensku

Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða.

Skoðun
Fréttamynd

Tuttugu lyklar í Ár­bæjar­laug horfnir

Um tuttugu lyklar að skápum í karlaklefa Árbæjarlaugar er horfnir, en það er um fimmtungur lyklanna. Þetta staðfestir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðumaður Árbæjarlaugar, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn á­fram bak við lás og slá

Sextán ára piltur sem grunaður er um að hafa banað sautján ára stúlku með hnífi við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Við getum ekki treyst Hag­kaup í Skeifunni fyrir ung­lingunum“

Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108  kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar ég hugsa til baka þá fæ ég bara kökk í hálsinn“

Kona sem þurfti að bíða í næstum ár eftir NPA-þjónustu segir brotið á mannréttindum fatlaðs fólks, barna þeirra og fjölskyldu. Biðin bitnaði illa á manni hennar og dóttur og hún finnur til með þeim sem hafa þurft að bíða enn lengur. Hún er þakklát fyrir þá þjónustu sem hún fær nú, sem þó dugar ekki til.

Innlent
Fréttamynd

Er­lend glæpa­gengi fá Ís­lendinga til að ræna reiðhjólaverslanir

Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur í varð­haldi vegna inn­brota í Elko

Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina

Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið.

Innlent
Fréttamynd

Máttu vita að eiturlyfjasalinn þeirra væri að flytja inn eitur­lyf

Fjórir hlutu heldur þunga fangelsisdóma á dögunum fyrir innflutning mikils magns amfetamínsbasa. Höfuðpaurinn í málinu fékk viðskiptavini sína til þess að sækja fyrir sig flöskur sem innihéldu efnin. Fólkið var talið hafa mátt vita að flöskurnar innihéldu eiturlyf, enda hafi maðurinn verið eiturlyfjasali þess.

Innlent
Fréttamynd

Mynda­syrpa úr Bakgarðshlaupinu

Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25.

Lífið
Fréttamynd

Stofna náms­styrk á sviði um­hverfis­mála í nafni Ellýjar

Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs.

Innlent