Reykjavík Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað í kjölfar þess að flugvél fór út af braut við lendingu. Um var að ræða litla kennsluvél sem hlekktist á í lendingu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Atvikið átti sér stað um klukkan 11 í dag. Einn var um borð í vélinni. Innlent 27.1.2025 12:42 Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. Innlent 27.1.2025 11:42 Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. Innlent 27.1.2025 06:47 Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. Innlent 26.1.2025 21:51 Harður árekstur á Miklubraut Tveggja bíla árekstur varð á Miklubraut um níuleytið í kvöld. Einn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi en áverkar hans eru ekki taldir vera alvarlegir. Innlent 26.1.2025 21:37 Tré og flugvélar Það er ljóst að tré og flugvélar fara ekki vel saman. Skoðun 26.1.2025 20:32 Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Vesturbæjarlaug var áfram lokuð í dag og verður ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags. Lauginni var lokað tímabundið í gær vegna netbilunar sem gerði það að verkum að öryggisbúnaður virkar ekki. Innlent 26.1.2025 18:31 Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í gær vegna tilkynningar um ungmenni með skotvopn. Byssumannsins er enn leitað. Hann meðhöndlaði byssuna í kringum hóp annarra ungmenna og hefur lögreglu tekist að bera kennsl á einhver þeirra. Innlent 26.1.2025 11:26 Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Á áttunda áratugnum var öðruvísi um að litast í Reykjavíkurborg en í dag. Sum kennileiti eru enn á sínum stað á meðan önnur er fyrir löngu horfin. Lífið 26.1.2025 09:02 Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Lögreglunni var tilkynnt um mann sem var að meðhöndla skammbyssu á almannafæri í hverfi 108 í Reykjavík í gærkvöld eða nótt. Innlent 26.1.2025 07:35 Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. Lífið 26.1.2025 00:06 Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Vesturbæjarlaug hefur verið lokað tímabundið þar sem öryggisbúnaður virkar ekki vegna netbilunar. Ekki liggur fyrir hvenær laugin verður opnuð á ný. Innlent 25.1.2025 22:56 Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að banna umferð sleða á skíðasvæðum borgarinnar meðan á opnun skíðalyftanna stendur. Iðkandi til margra ára er forviða á reglunum og lýsir leiðinlegri upplifun á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku er honum var tjáð um breytinguna. Innlent 25.1.2025 17:25 Sleginn í höfuðið með áhaldi Líkamsárás sem lýst var sem „meiriháttar“ í dagbók lögreglu í morgun reyndist ekki jafnalvarleg og talið var í fyrstu, að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.1.2025 13:21 Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Mál þar sem litáískur maður lést eftir að hafa hlotið eitt lófahögg á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra var óvenjulegt að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í málinu. Innlent 25.1.2025 10:43 Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. Innlent 25.1.2025 08:01 Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. Innlent 25.1.2025 08:00 Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Einstaklingur var handtekinn eftir meiriháttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt. Sá grunaði hljóp á brott þegar lögreglu bar að garði en var handtekinn eftir stutta eftirför og vistaður í fangaklefa. Innlent 25.1.2025 07:31 Eldur í bíl í Strýtuseli Slökkviliði var kallað út á fjórða tímanum vegna elds í bíl í Strýtuseli í Breiðholtinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er enginn talinn í hættu. Slökkviliðið er enn við störf á vettvangi en á lítið eftir samkvæmt varðstjóra. Innlent 24.1.2025 15:36 Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri jepplings og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun. Jepplingurinn, nánar tiltekið Suzuki Jimny, valt inn á byggingarsvæði eftir áreksturinn. Innlent 24.1.2025 15:08 Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. Innlent 24.1.2025 12:06 Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45. Innlent 24.1.2025 09:01 Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár. Innlent 24.1.2025 08:18 Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. Innlent 24.1.2025 07:01 „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu. Innlent 23.1.2025 19:00 Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er talinn hafa dregið sér að minnsta kosti þrettán milljónir króna, að sögn leikhússtjóra. Málið sé lamandi högg fyrir starfsfólk og listamenn. Framkvæmdastjórinn verður kærður til lögreglu á morgun. Innlent 23.1.2025 16:57 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart barni í sturtuklefa sundlaugar í Reykjavík. Innlent 23.1.2025 16:18 Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Einar Þorsteinsson borgarstjóri er mótfallinn því að miklum fjölda hælisleitenda verði komið fyrir í JL húsinu. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hann ekki æskilegt að mikill fjöldi hælisleitenda sé hafður á einum stað. Innlent 23.1.2025 16:17 Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra. Hann fær tveggja ára fangelsisdóm sem er skilorðsbundinn til þriggja ára. Innlent 23.1.2025 14:38 Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Innlent 23.1.2025 14:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað í kjölfar þess að flugvél fór út af braut við lendingu. Um var að ræða litla kennsluvél sem hlekktist á í lendingu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Atvikið átti sér stað um klukkan 11 í dag. Einn var um borð í vélinni. Innlent 27.1.2025 12:42
Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. Innlent 27.1.2025 11:42
Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. Innlent 27.1.2025 06:47
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. Innlent 26.1.2025 21:51
Harður árekstur á Miklubraut Tveggja bíla árekstur varð á Miklubraut um níuleytið í kvöld. Einn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi en áverkar hans eru ekki taldir vera alvarlegir. Innlent 26.1.2025 21:37
Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Vesturbæjarlaug var áfram lokuð í dag og verður ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags. Lauginni var lokað tímabundið í gær vegna netbilunar sem gerði það að verkum að öryggisbúnaður virkar ekki. Innlent 26.1.2025 18:31
Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í gær vegna tilkynningar um ungmenni með skotvopn. Byssumannsins er enn leitað. Hann meðhöndlaði byssuna í kringum hóp annarra ungmenna og hefur lögreglu tekist að bera kennsl á einhver þeirra. Innlent 26.1.2025 11:26
Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Á áttunda áratugnum var öðruvísi um að litast í Reykjavíkurborg en í dag. Sum kennileiti eru enn á sínum stað á meðan önnur er fyrir löngu horfin. Lífið 26.1.2025 09:02
Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Lögreglunni var tilkynnt um mann sem var að meðhöndla skammbyssu á almannafæri í hverfi 108 í Reykjavík í gærkvöld eða nótt. Innlent 26.1.2025 07:35
Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. Lífið 26.1.2025 00:06
Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Vesturbæjarlaug hefur verið lokað tímabundið þar sem öryggisbúnaður virkar ekki vegna netbilunar. Ekki liggur fyrir hvenær laugin verður opnuð á ný. Innlent 25.1.2025 22:56
Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að banna umferð sleða á skíðasvæðum borgarinnar meðan á opnun skíðalyftanna stendur. Iðkandi til margra ára er forviða á reglunum og lýsir leiðinlegri upplifun á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku er honum var tjáð um breytinguna. Innlent 25.1.2025 17:25
Sleginn í höfuðið með áhaldi Líkamsárás sem lýst var sem „meiriháttar“ í dagbók lögreglu í morgun reyndist ekki jafnalvarleg og talið var í fyrstu, að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25.1.2025 13:21
Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Mál þar sem litáískur maður lést eftir að hafa hlotið eitt lófahögg á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra var óvenjulegt að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í málinu. Innlent 25.1.2025 10:43
Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. Innlent 25.1.2025 08:01
Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. Innlent 25.1.2025 08:00
Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Einstaklingur var handtekinn eftir meiriháttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt. Sá grunaði hljóp á brott þegar lögreglu bar að garði en var handtekinn eftir stutta eftirför og vistaður í fangaklefa. Innlent 25.1.2025 07:31
Eldur í bíl í Strýtuseli Slökkviliði var kallað út á fjórða tímanum vegna elds í bíl í Strýtuseli í Breiðholtinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er enginn talinn í hættu. Slökkviliðið er enn við störf á vettvangi en á lítið eftir samkvæmt varðstjóra. Innlent 24.1.2025 15:36
Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri jepplings og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun. Jepplingurinn, nánar tiltekið Suzuki Jimny, valt inn á byggingarsvæði eftir áreksturinn. Innlent 24.1.2025 15:08
Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. Innlent 24.1.2025 12:06
Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45. Innlent 24.1.2025 09:01
Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár. Innlent 24.1.2025 08:18
Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. Innlent 24.1.2025 07:01
„Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu. Innlent 23.1.2025 19:00
Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fyrrverandi framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er talinn hafa dregið sér að minnsta kosti þrettán milljónir króna, að sögn leikhússtjóra. Málið sé lamandi högg fyrir starfsfólk og listamenn. Framkvæmdastjórinn verður kærður til lögreglu á morgun. Innlent 23.1.2025 16:57
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart barni í sturtuklefa sundlaugar í Reykjavík. Innlent 23.1.2025 16:18
Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Einar Þorsteinsson borgarstjóri er mótfallinn því að miklum fjölda hælisleitenda verði komið fyrir í JL húsinu. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hann ekki æskilegt að mikill fjöldi hælisleitenda sé hafður á einum stað. Innlent 23.1.2025 16:17
Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra. Hann fær tveggja ára fangelsisdóm sem er skilorðsbundinn til þriggja ára. Innlent 23.1.2025 14:38
Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Innlent 23.1.2025 14:01