Reykjavík

Fréttamynd

Nötur­legt fleti undir bryggju í Reykja­vík

Þak úr plastpoka, loftlaus vindsæng og notaðar sprautunálar sýna fram á nöturlegar aðstæður heimilislausra í Reykjavík. Deildarstjóri í málaflokknum segir að enginn ætti að þurfa að gista undandyra.

Innlent
Fréttamynd

Braut gegn tveimur konum og þremur ung­lings­stúlkum

Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Gulli Helga og Ágústa selja í Breið­holtinu

Hjónin Gunnlaugur Helgason, Gulli Helga, fjölmiðlamaður og frumkvöðull og Ágústa Valsdóttir móttökuritari hafa sett fallegt raðhús við Núpabakka í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Borgin sendi ömur­leg skila­boð út í sam­fé­lagið

Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum.

Innlent
Fréttamynd

Peninga­­­kassa stolið úr kirkju vestur í bæ

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Peningakassi sem stolið var úr kirkju, börn á húsþökum og innbrot í bíla voru á meðal verkefna lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar mót­mæla gjald­töku

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál.

Innlent
Fréttamynd

Rektor HR segir mikil­vægt að verja val­frelsi nem­enda

Alls útskrifuðust 692 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík í gær með alls 701 prófgráðu. Í ræðu sinni ræddi Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, meðal annars þá ákvörðun HR fyrr á árinu að afnema ekki skólagjöld, í kjölfar tilboðs frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu um fulla fjármögnun ríkisins gegn afnámi skólagjalda.

Innlent
Fréttamynd

Brjóta rúður í Grafar­vogi vegna Tiktok-æðis

Unglingar í Grafarvogi hafa undanfarnar vikur gert Erlu Ríkharðsdóttur lífið leitt með því að berja og sparka aftur og aftur í útidyrahurð hennar og hlaupa burt. Í fyrrakvöld brutu unglingarnir rúðu í hamaganginum. Athæfið er í tísku á samfélagsmiðlinum Tiktok, þar sem unglingar um heim allan eru að taka upp myndbönd þar sem þeir sparka í hurðir og hlaupa burt.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“

„Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn beitti stungu­vopni á háls og maga

Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu tuttugu dagar júní­mánaðar í svalara lagi

Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld.

Veður
Fréttamynd

Einn hand­tekinn vegna al­var­legrar líkams­á­rásar með vopn

Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel.

Innlent
Fréttamynd

Taka tvö í Vesturbugt

Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stofna starfs­hóp vegna fjölda bruna í tengslum við þak­pappa­lagningu

Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð svokallaðs Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Vinna eins og hakkarar en eftir skýrum reglum

Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans. Fjölmörg íslensk fjármálafyrirtæki hafa leitað til Defend Iceland.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rassía lög­reglu heldur á­fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Skattinn og Samgöngustofu hefur í dag haldið ótrauð áfram í átaki sínu við eftirlit hjá leigubílstjórum á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent