Reykjavík Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Skoðun 27.8.2021 08:00 Einn laminn með hælaskó og öðrum hrint í veg fyrir bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu um klukkan 19 í gærkvöldi eftir að hún hafði lamið vegfaranda á Hverfisgötu með hælaskól í höfuðið. Fólkið þekktist ekki og ekki er vitað hvað konunni gekk til, segir í tilkynningu lögreglu. Innlent 27.8.2021 06:05 Opna nýja starfsstöð fyrir Covid-19 hraðpróf Sameind og AVÍÖR opna í fyrramálið nýja starfsstöð fyrir greiningu á Covid-19 með hraðprófum. Þar verður hægt að framkvæma tvö- til þrjúþúsund hraðpróf á dag. Innlent 26.8.2021 22:44 Börnin sigrast á kvíða og ótta á dýfingapalli í Grafarvogi Fólk á öllum aldri hefur sigrast á kvíða og lofthræðslu á dýfingarpöllum Konna Gotta í Grafarvogi í sumar. Hjá honum gleyma börnin tölvum og símum og hafa aldrei verið eins mikið úti við. Lífið 26.8.2021 22:00 Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. Viðskipti innlent 26.8.2021 15:44 Stígum saman inn í framtíðina í þjónustu við börn með alvarlegan geð- og þroskavanda Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Skoðun 26.8.2021 15:00 Stytting opnunartíma leikskóla komi verst niður á mæðrum Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um styttingu opnunartíma leikskóla koma verst niður á mæðrum, fólki í vaktavinnu og fólki af erlendum uppruna. Innlent 26.8.2021 14:56 Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 7,3 milljarða og skuldir aukast Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 7.322 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlun gerði ráð fyrir 7.994 milljarða halla en frávik eru einkum sögð skýrast af hærri útsvarstekjum. Viðskipti innlent 26.8.2021 13:38 Tæpar þrjár vikur í aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu Stefnt er á að aðalmeðferð í hinu svokallaða Rauðgerðismáli fari fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. september. Fjórir eru ákærðir í málinu vegna morðsins á Armando Beqiri, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Innlent 26.8.2021 13:30 Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“ 29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social. Innlent 26.8.2021 10:53 Féll um tíu metra ofan í húsgrunn í Katrínartúni Vinnuslys varð þegar maður féll um tíu metra ofan í húsgrunn við Katrínartún í Reykjavík í morgun. Innlent 26.8.2021 09:41 Heggur við Rauðavatn krýnt Tré ársins Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn. Lífið 26.8.2021 07:42 Lögregla leitar ljósum logum að karókíþyrstu Covid-sjúklingunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu. Innlent 25.8.2021 10:28 Þrjátíu og níu Covid-flutningar og ketti bjargað úr tré Síðasti sólahringur var nokkuð annasamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti 155 sjúkraflutningum. Þar af voru 32 forgangsverkefni og 39 Covid-19 flutningar. Innlent 25.8.2021 06:24 Rúðubrot, eldur og ónáðaseggir Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Lögregla var meðal annars kölluð til í tvígang vegna manns sem var með ónæði á veitingastöðum í miðborginni. Hefur viðkomandi ítrekað komið við sögu lögreglu. Innlent 25.8.2021 06:15 Missti stjórn á sér og stuggaði við mótmælandanum Faðir barns sem fékk bólusetningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mótmælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efnavopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum. Innlent 24.8.2021 20:30 Gauknum lokað skyndilega vegna karaokíþyrstra Covid-sjúklinga Skemmtistaðurinn Gaukurinn verður lokaður í kvöld eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að karaokí þyrstir Covid-sjúklingar hygðust mæta á karaokí-kvöld, sem átti að vera á staðnum í kvöld. Þetta staðfestir rekstrarstjóri Gauksins í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 24.8.2021 18:19 Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. Innlent 24.8.2021 16:26 Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. Innlent 24.8.2021 13:13 Blessaður leigusamningurinn veiti heimild fyrir merkingunum Formaður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknarnefnd Grafarvogskirkju sé ósátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigusamningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrifstofur sínar. Innlent 24.8.2021 13:00 Við misstum boltann Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Skoðun 24.8.2021 08:31 Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við. Innlent 24.8.2021 07:01 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. Erlent 23.8.2021 19:00 Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.8.2021 15:26 Starfsmaður Landakots greindist með kórónuveiruna Starfsmaður á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti hefur greinst smitaður af Covid-19. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá forsvarsmönnum Landspítala. Innlent 23.8.2021 13:08 Hægt að kjósa utankjörfundar í Smáralind og Kringlunni Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningar á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni. Innlent 23.8.2021 12:33 Réðst að öryggisverði vopnaður grjóti Öryggisvörður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var fluttur á slysadeild í morgun eftir að maður réðst að honum vopnaður grjóti. Innlent 23.8.2021 11:29 Myglaður meirihluti Málefni Fossvogsskóla hafa verið í umræðunni og þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra og aðfinnslur hefur harla lítið gerst. Í raun hefur svo mörgum tekist að gera svo lítið að um einhverskonar met í lélegri stjórnsýslu ætti að falla í skaut hins myglaða meirihluta og þeirra sem þau hafa sett í nefndir, ráð og forystu innan skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skoðun 23.8.2021 09:31 Starfsmaður Hringekjunnar smitaður Verslunin Hringekjan í Þórunnartúni í Reykjavík verður lokuð í dag eftir að starfsmaður verslunarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni. Innlent 23.8.2021 07:23 Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. Innlent 23.8.2021 06:30 « ‹ 244 245 246 247 248 249 250 251 252 … 334 ›
Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best Málefni sveitarstjórna er nærþjónustan. Þetta sem birtist íbúum í sínum hversdegi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa góða lýðræðislega ferla til að skapa vettvang fyrir hugmyndir íbúa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Skoðun 27.8.2021 08:00
Einn laminn með hælaskó og öðrum hrint í veg fyrir bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu um klukkan 19 í gærkvöldi eftir að hún hafði lamið vegfaranda á Hverfisgötu með hælaskól í höfuðið. Fólkið þekktist ekki og ekki er vitað hvað konunni gekk til, segir í tilkynningu lögreglu. Innlent 27.8.2021 06:05
Opna nýja starfsstöð fyrir Covid-19 hraðpróf Sameind og AVÍÖR opna í fyrramálið nýja starfsstöð fyrir greiningu á Covid-19 með hraðprófum. Þar verður hægt að framkvæma tvö- til þrjúþúsund hraðpróf á dag. Innlent 26.8.2021 22:44
Börnin sigrast á kvíða og ótta á dýfingapalli í Grafarvogi Fólk á öllum aldri hefur sigrast á kvíða og lofthræðslu á dýfingarpöllum Konna Gotta í Grafarvogi í sumar. Hjá honum gleyma börnin tölvum og símum og hafa aldrei verið eins mikið úti við. Lífið 26.8.2021 22:00
Stefna borginni og vilja að bíleigendur fái að nota stöðvarnar Orka náttúrunnar (ON) hefur stefnt Ísorku og Reykjavíkurborg til að freista þess að fá niðurstöðu kærunefndar útboðsmála fellda úr gildi. Vonast fyrirtækið til að geta opnað 156 götuhleðslur fyrir rafbíla á ný. Viðskipti innlent 26.8.2021 15:44
Stígum saman inn í framtíðina í þjónustu við börn með alvarlegan geð- og þroskavanda Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Skoðun 26.8.2021 15:00
Stytting opnunartíma leikskóla komi verst niður á mæðrum Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um styttingu opnunartíma leikskóla koma verst niður á mæðrum, fólki í vaktavinnu og fólki af erlendum uppruna. Innlent 26.8.2021 14:56
Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 7,3 milljarða og skuldir aukast Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 7.322 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlun gerði ráð fyrir 7.994 milljarða halla en frávik eru einkum sögð skýrast af hærri útsvarstekjum. Viðskipti innlent 26.8.2021 13:38
Tæpar þrjár vikur í aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu Stefnt er á að aðalmeðferð í hinu svokallaða Rauðgerðismáli fari fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. september. Fjórir eru ákærðir í málinu vegna morðsins á Armando Beqiri, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Innlent 26.8.2021 13:30
Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“ 29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social. Innlent 26.8.2021 10:53
Féll um tíu metra ofan í húsgrunn í Katrínartúni Vinnuslys varð þegar maður féll um tíu metra ofan í húsgrunn við Katrínartún í Reykjavík í morgun. Innlent 26.8.2021 09:41
Heggur við Rauðavatn krýnt Tré ársins Heggur sem stendur við Rauðavatn í gær krýnt Tré ársins. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir Tré ársins, en athöfnin fór fram í fyrstu gróðrarstöðinni í Reykjavík sem stofnendur Skógræktarfélags Reykjavíkur komu upp á landspildu við Rauðavatn. Lífið 26.8.2021 07:42
Lögregla leitar ljósum logum að karókíþyrstu Covid-sjúklingunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu. Innlent 25.8.2021 10:28
Þrjátíu og níu Covid-flutningar og ketti bjargað úr tré Síðasti sólahringur var nokkuð annasamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti 155 sjúkraflutningum. Þar af voru 32 forgangsverkefni og 39 Covid-19 flutningar. Innlent 25.8.2021 06:24
Rúðubrot, eldur og ónáðaseggir Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Lögregla var meðal annars kölluð til í tvígang vegna manns sem var með ónæði á veitingastöðum í miðborginni. Hefur viðkomandi ítrekað komið við sögu lögreglu. Innlent 25.8.2021 06:15
Missti stjórn á sér og stuggaði við mótmælandanum Faðir barns sem fékk bólusetningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mótmælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efnavopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum. Innlent 24.8.2021 20:30
Gauknum lokað skyndilega vegna karaokíþyrstra Covid-sjúklinga Skemmtistaðurinn Gaukurinn verður lokaður í kvöld eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að karaokí þyrstir Covid-sjúklingar hygðust mæta á karaokí-kvöld, sem átti að vera á staðnum í kvöld. Þetta staðfestir rekstrarstjóri Gauksins í samtali við fréttastofu. Viðskipti innlent 24.8.2021 18:19
Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi. Innlent 24.8.2021 16:26
Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. Innlent 24.8.2021 13:13
Blessaður leigusamningurinn veiti heimild fyrir merkingunum Formaður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknarnefnd Grafarvogskirkju sé ósátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigusamningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrifstofur sínar. Innlent 24.8.2021 13:00
Við misstum boltann Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Skoðun 24.8.2021 08:31
Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við. Innlent 24.8.2021 07:01
Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. Erlent 23.8.2021 19:00
Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.8.2021 15:26
Starfsmaður Landakots greindist með kórónuveiruna Starfsmaður á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti hefur greinst smitaður af Covid-19. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá forsvarsmönnum Landspítala. Innlent 23.8.2021 13:08
Hægt að kjósa utankjörfundar í Smáralind og Kringlunni Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningar á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni. Innlent 23.8.2021 12:33
Réðst að öryggisverði vopnaður grjóti Öryggisvörður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var fluttur á slysadeild í morgun eftir að maður réðst að honum vopnaður grjóti. Innlent 23.8.2021 11:29
Myglaður meirihluti Málefni Fossvogsskóla hafa verið í umræðunni og þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra og aðfinnslur hefur harla lítið gerst. Í raun hefur svo mörgum tekist að gera svo lítið að um einhverskonar met í lélegri stjórnsýslu ætti að falla í skaut hins myglaða meirihluta og þeirra sem þau hafa sett í nefndir, ráð og forystu innan skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skoðun 23.8.2021 09:31
Starfsmaður Hringekjunnar smitaður Verslunin Hringekjan í Þórunnartúni í Reykjavík verður lokuð í dag eftir að starfsmaður verslunarinnar greindist smitaður af kórónuveirunni. Innlent 23.8.2021 07:23
Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. Innlent 23.8.2021 06:30