Reykjavík

Fréttamynd

Skutluðu ferðamönnunum á Malarhöfða

Hluti af ferðamannahópnum, sem lenti í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gærkvöldi, komu í húsnæði Hjálparsveitar skáta á Malarhöfða í Reykjavík nú á tólfta tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Hænan Hildur tekin af lífi í Hús­dýra­garðinum

Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Nauðungarsala á Hlemmi Square

Ríkisskattstjóri hefur farið fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rekur hostelið Hlemm Square á Laugavegi 105 verði boðið upp. Tilkynning þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í húsi crossfit-stöðvar á Fiskislóð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um eittleytið í nótt vegna elds í húsi crossfit-stöðvarinnar Granda 101 á Fiskislóð í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu að konu í Esjunni

Björgunarsveitir og lögregla leituðu nú síðdegis að konu í Esjunni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út vegna leitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að breyta Seðlabankanum til að koma starfsfólki fyrir

Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í bílum eftir árekstur í Grafarvogi

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru dælubíll og tveir sjúkrabílar sendir á vettvang en ekki var talin ástæða til þess að flytja neinn á slysadeild. Korpúlfsstaðavegi hefur verið lokað á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi.

Innlent