Reykjavík

Fréttamynd

Landslagsmiðuð nálgun í frá­veitu­málum

Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna

Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í tal­máli ung­linga

Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 

Innlent
Fréttamynd

Ung­lingar í Reykja­vík fá að sofa lengur

Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir konu sem ók Skoda með barn í bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni dökkblárar Skoda stationbifreiðar og vitnum af umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Faxafens í gær um klukkan 18.30. Þar var ekið á mann á rafskútu.

Innlent
Fréttamynd

Enn stefnt að lokun á­fanga­heimilis Sam­hjálpar

Starfsemi áfangaheimilisins Brúar verður hætt í janúar á næsta ári. Áfangaheimilið er rekið af Samhjálp og er staðsett við Höfðabakka. Greint er frá lokuninni í Morgunblaðinu í dag og rætt við framkvæmdastjóra Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur. Félagsþjónusta Reykjavíkur ætlar að tryggja heimilisfólki húsaskjól. 

Innlent
Fréttamynd

Rennur vatnið upp í móti?

Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin elska jólaþorpið hans afa

Eitt glæsilegasta jólaþorp landsins er að finna í sjálfum höfuðstaðnum og fyllir heilt herbergi. Börnin elska meistaraverkið en mega bara horfa, ekki snerta.

Jól
Fréttamynd

Sagður hafa hlaupið inn í brennandi húsið í leit að vini sínum

Maðurinn sem lést í bruna í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík í síðustu viku, er sagður hafa komist út úr húsnæðinu eftir að eldurinn kviknaði, en hafi hlaupið aftur inn í brennandi húsið til að leita að vini sínum. Vinurinn hafði hins vegar náð að koma sér sjálfur út. Maðurinn lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. 

Innlent
Fréttamynd

Ógn og öryggi í Vestur­bæ

Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um.

Skoðun
Fréttamynd

Svona var kynningin á niður­stöðum PISA-könnunar

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs.

Innlent
Fréttamynd

Georg í Sigur Rós selur slotið

Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

„Ég get ekki séð að við séum fyrir neinum“

Orkuveita Reykjavíkur hefur höfðað útburðarmál á hendur hóps sumarhúsaeigenda í Heiðmörk. Kona sem ólst upp á svæðinu og fagnar 85 ára afmæli á morgun segist ekki munu láta húsið sitt af hendi án baráttu.

Innlent
Fréttamynd

Ballið búið hjá Taco Bell

Veitingastöðum alþjóðlegu keðjunnar Taco Bell, sem reknir hafa verið samhliða veitingastöðum KFC hér á landi, verður lokað að óbreyttu. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, segir sérfræðinga KFC á alþjóðavísu hafa bannað rekstur staðanna í sama húsnæði.

Viðskipti innlent