Reykjavík

Fréttamynd

Skýrslu­tökur hefjast í veislu­sal

Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,2 að stærð við Geita­fell

Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stakar ljós­myndir sýna stemninguna á Kvenna­frí­deginum árið 1975

24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp.

Lífið
Fréttamynd

Henti jógúrti í hús og aðrir reyktu kanna­bis í rusla­geymslu

Gærkvöldið og nóttin voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum.Meðal annarra verkefna voru útköll vegna manns sem henti jógúrti í hús og annarra sem reyktu kannabis í ruslageymslu. 

Innlent
Fréttamynd

Gekk blóðugur frá raf­hlaupa­hjóli og fannst hvergi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið.

Innlent
Fréttamynd

Koma alla leið til Ís­lands til að hittast í fyrsta sinn

Tuttugu ár eru liðin síðan íslenski tölvuleikurinn Eve Online var gefinn út. Þessum áfanga er fagnað í Eve Fanfest hátíðinni sem fer fram í sextánda sinn þessa helgi. Í ár er uppselt á hátíðina, rúmlega tvö þúsund manns, og koma flestir að utan. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrrverandi ráðherra selur glæsihús í Þingholtunum

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Sigurmar Kristján Albertsson, lögmaður og eiginmaður hennar, hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Þingholtunum í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 215 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Krónan á Granda opnuð á ný í dag

Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta var eins og sprenging“

Sendi­bíl­stjóri sem fékk fólks­bíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjar­bakka í Breið­holti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendi­bíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið.

Innlent
Fréttamynd

Hags­muni borgar­búa í fyrsta sæti

Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. 

Skoðun
Fréttamynd

Jeremy Corbyn kemur

Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verður með erindi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Ein vin­­sælasta veg­g­mynd mið­­borgarinnar horfin

Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana.

Innlent
Fréttamynd

Mikil upp­bygging leik­skóla í Reykja­vík

Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­magnað sam­band skemmti­ferða­skipa

Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu.

Skoðun