Reykjanesbær

Fréttamynd

Náms­árangur fór fram úr villtustu væntingum

Breytt verklag í grunnskólum Reykjanesbæjar skilaði mun betri námsárangri barna. Átakið kostaði ekki krónu. Skimunarpróf til að finna þá sem þurftu að bæta sig. Bæjarstjóri segir dæmið sanna að heilt þorp þurfi til að ala upp barn

Innlent
Fréttamynd

„Ætla að taka Breivik á þetta“

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík árið 2012.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er auðvitað mamma, þótt ég sé ekki með barnið mitt hjá mér"

Mikilvægt er að fósturmissir og andvana fæðingar séu ekki tabú og að samfélagið viðurkenni stöðu þeirra sem lenda í þessum erfiðu áföllum sem foreldrar. Ungar konur sem misstu börn sín eftir 22 vikna meðgöngur, mæla með því að foreldrar eigi myndir af látnum börnum sínum. Rétt er að vara við myndum sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast eignarnáms á landsréttindum á Reykjanesi

Landsnet leitaði í dag eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram að samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm landeigendum um 62% lands á leið væntanlegrar línu en ítrekaðar samningsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árangurslausar.

Innlent
Fréttamynd

Tré ársins er fjallagullregn í Reykja­nes­bæ

Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands.

Innlent